Fréttablaðið - 08.10.2004, Page 42

Fréttablaðið - 08.10.2004, Page 42
FÖSTUDAGUR 8. október 2004 • Kennari og pönkari • Bubbi á breiðtjaldinu • Kynþokki kemur að innan • Bíómyndir vikunar • Sjónvarpsdagskráin ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS Ný þemasýning á verkum Errós, undir yfirskriftinni Víðáttur, eða Scapes, var opnuð síðastliðinn laugardag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Verkin á sýningunni eru úr eigu safnsins og einka- söfnum. Erró hefur um langt skeið málað stórar myndir sem fylla út í strigann, sem hann nefnir víðáttuverk. Víðáttuverk- in sem nú eru til sýnis eru flest máluð á tí- unda áratugnum og eru sprottin úr hugar- heimi teiknimynda, með hetjum og þorpurum vís- indaskáldsagna þar sem góðu hetjurnar berjast gegn hinum illu öflum sem öllu vilja tortíma. Næstkomandi sunnudag, 10. október kl. 15.00, mun Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir sýningarstjóri annast leiðsögn um sýninguna. ■ Erró og víðátturnar Söngkonurnar þrjár sem taka þátt í uppfærslu ís- lensku óperunnar á Sween- ey Todd eru sérstaklega þjálfaðar til þess að syngja alltaf fallega, en í þessari sýningu þurfa þær að gera ýmislegt fleira. Stephen Sondheim, höfundur óperunnar Sweeney Todd, sagði markmiðið með því að semja söngleik um hinn djöfullega rak- ara hafa verið skýrt og einfalt. Hann langaði til þess að búa til tónlist sem myndi hræða áhorf- endur. Ef marka má vinsældir þessa söngleiks/óperu frá því að hún var frumsýnd árið 1979, hef- ur honum tekist það – því hvað finnst okkur skemmtilegra en að láta hræða okkur, hvort sem er í bíó, leikhúsi eða óperunni? Það liggur í hlutarins eðli að tónlist sem hræðir okkur er ekki nein venjuleg óperutónlist sem hefur það markmið að snerta áheyrandann svo um munar með fegurð sinni. Það er því forvitni- legt að vita hvað klassískt mennt- uðum söngvurum Íslensku óper- unnar finnst um að takast á við tónlist sem er svo gerólík því sem menntun þeirra miðaði að. Söng- konurnar þrjár sem taka þátt í sýningunni, Ingveldur Ýr Jóns- dóttir (frú Lóett), Hulda Björk Garðarsdóttir (Jóanna) og Sess- elja Kristjánsdóttir (Betlikerling) eru skólaðar fyrir hinar ægifögru tóna Verdis, Puccinis og Mozarts og segja tónlistina í Sweeney Todd óneitanlega „spes.“ „Það sem er ekki síst óvenju- legt,“ segja þær, „er að þetta er hvorki söngleikur né ópera en samt bæði söngleikur og ópera – en svo eru þetta leikrit að auki.“ „Ég hef áður tekið þátt í upp- færslu þar sem ég þurfti að leika og syngja,“ segir Ingveldur Ýr, „en það er mjög langt síðan. „Þetta form er alveg nýtt fyrir okkur hin,“ segir Sesselja. Söngkonurnar segja að sýning- in sé mjög krefjandi fyrir alla söngvarana, vegna þess að öll hlutverkin séu karakterhlutverk. „Ólíkt því sem er í óperum, eru öll hlutverkin í sýningunni mjög af- gerandi karakterar, bæði leiklega og sönglega séð. Við þurfum öll smá kjark til þess að syngja þau, vegna þess að röddin í okkur á ekki alltaf að vera falleg. Við erum vissulega öll með fallegar laglínur og stef, sérstaklega Sweeney og Jóanna, en svo allt í einu „snappar“ karakterinn og öskrar.“ „Við erum alin upp í því að syngja alltaf fallega og þurfum kjark til þess að láta svona illa. Það er óhætt að segja að tónlistin sé mjög krefjandi,“ segir Sess- elja, „og háð því sjónræna. Mér fannst hún, til dæmis, ekkert sér- stök þegar ég heyrði hana fyrst á geisladiski, en svo sá ég hana á dvd-diski og varð heilluð.“ Hvernig skýrið þið vinsældir hennar? „Sagan er frábær, karakterarn- ir hver öðrum skemmtilegri og tónlistin er flott. Þetta er ekki há- klassísk óperutónlist eða garg- andi popptónlist, heldur söngleik- ur sem höfðar til allra kynslóða. Það hefur sýnt sig að þetta er söngleikur sem höfðar jafnt til ungs fólks í menntaskóla og til þrælsjóaðra óperuunnenda.“ ■ Þurfum kjark til að láta svona illa Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar heldur ferna tónleika á starfsárinu. Tónleik- arnir verða haldnir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og flytjendur eru kennarar skólans. Fyrstu tónleikarnir verða sunnudaginn 10. október kl. 17.00, þegar þau Marta Halldórsdóttir sópran og Örn Magnússon píanóleikari flytja ljóðadagskrá eft- ir Mozart, Haydn, Mendelssohn, Gunnar Reyni Sveinsson og Gunnstein Ólafsson. INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR Þetta er ekki háklassísk óperutónlist eða gargandi popptónlist, heldur söngleikur sem höfðar til allra kynslóða. Kennaratónleikar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.