Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 2
2 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Umdeildur heimilisofbeldisdómur: Hæstiréttur veitir áfrýjunarleyfi DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur tekið ákvörðun um að veita Ríkissak- sóknara leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem frestaði refsingu manns sem beitti eiginkonu sína ofbeldi. Dómarinn ákvað að fresta refsingu mannsins í ljósi að- stæðna og atvika, sem meðal ann- ars voru á þá leið að maðurinn hefði lagt hendur á konuna í mik- illi bræði og segir í dómnum að gögn málsins hnígi frekar að því að konan kunni að hafa valdið bræðinni. Í málum þar sem refsingu er frestað verður ekki áfrýjað nema með leyfi Hæstaréttar. Á síðasta ári bárust Hæstarétti 46 beiðnir um áfrýjun og voru 22 samþykkt- ar, 22 synjað en tvær beiðnir voru dregnar til baka. Árið 2002 bárust Hæstarétti 53 beiðnir og voru 25 samþykktar en 28 synjað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið eiginkonu sína háls- taki og hrint henni til og frá þannig að hún tognaði á hálsi og hné og hlaut yfirborðsáverka á andliti og hársverði. - hrs Hóta að sprengja rútuna í loft upp Tveir glæpamenn tóku 23 farþega grískrar rútu í gíslingu. Flestum gíslanna slepptu þeir í gær en hótuðu að sprengja sig og gíslana í loft upp ef þeir fengju ekki greitt lausnargjald og öruggt far til Rússlands. GRIKKLAND, AP/AFP Gíslatökumaður hótaði í gærkvöld að sprengja rútu með sex gíslum innanborðs í loft upp ef yfirvöld yrðu ekki við kröfu hans um andvirði 85 millj- óna króna í lausnargjald og trygg- ingu fyrir því að flogið yrði með hann og félaga til Rússlands. Þá höfðu þeir sleppt sautján af 23 farþegum sem þeir hnepptu í gísl- ingu fyrr um daginn. Gíslatökumennirnir tveir stigu um borð í rútuna í Aþenu, höfuð- borg Grikklands, vopnaðir riffl- um, snemma í gær og skutu nokkrum skotum í gegnum þak rútunnar. Bílstjóri rútunnar stöðvaði hana og náði að flýja ásamt miðasölumanni og einum farþeganna. Eftir voru 23 farþeg- ar sem teknir voru í gíslingu. Talið er að gíslatökumennirnir séu Albanar sem eigi að baki glæpaferil í Grikklandi. Þeir skutu af og til að lögreglumönnum sem umkringdu rútuna, og slepptu farþegum reglulega fram eftir degi. Í gærkvöldi sagði ann- ar gíslatökumannanna hins vegar að fleiri gíslum yrði ekki sleppt fyrr en yfirvöld yrðu við kröfu þeirra félaga. Hann gaf þeim frest til klukkan sex í morgun að íslenskum tíma til að greiða lausn- argjaldið og koma honum og félaga sínum um borð í flugvél á leið til Rússlands. „Ég bíð til klukkan átta í fyrra- málið, þegar bankarnir opna, og þeir færa mér bílstjóra og pen- inga. Ef þeir gera það ekki kveiki ég á þræðinum,“ sagði gíslatöku- maðurinn í símaviðtali við Alter- sjónvarpsstöðina. Klukkan er sex hér á Íslandi þegar hún er átta í Grikklandi. ■ Fitusýrurannsóknir: Meinholl dýrafita LANDBÚNAÐUR Vísbendingar eru um að fitusýra í fitu jórturdýra geti veitt vörn gegn offitu, krabba- meinum og hjartasjúkdómum. Í nýjasta tölublaði Bændablaðs- ins er greint frá því að Handbók um hollustu lambakjöts, sem er nýútkomin, greini frá rannsóknum sem tengjast kenningum sem hald- ið hefur verið á lofti um óhollustu dýrafitu. „Það má því segja að upp sé komin ný staða varðandi holl- ustu lambafitu,“ er haft eftir Ólafi Reykdal matvælafræðingi. Fitu- sýran sem um ræðir er konjugeruð línolsýra, en hún á uppruna sinn í gerjun í vömb jórturdýra. - óká SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Ráðherrafundur: Áhersla á jarðhita UMHVERFISMÁL „Í máli mínu hér mun ég mun fyrst og fremst leggja áherslu á hvað við erum að gera varðandi jarðhitamál og vetni, auk ýmislegs annars,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra, sem nú situr ráð- herrafund tíunda aðildarríkja- þings Loftslagssamnings Samein- uðu þjóðanna. Fundurinn hófst í gær í Buenos Aires í Argentínu og lýkur á morgun. Sigríður Anna segir helsta efni fundarins að hnýta lausa enda varðandi framkvæmd Kýótó-bók- unarinnar um losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þá vakti skýrsla Norðurskauts- ráðsins um áhrif loftslagsbreyt- inga á norðurslóðum mikla at- hygli og sagði Sigríður Anna hana hafa verið nefnda í ræðum og hrósað. Hún sagðist þó ekki þora spá fyrir um hvort niðurstöður skýrslunnar myndu breyta af- stöðu Bandaríkjanna, sem ekki ætla að vera aðilar að Kýótó-bók- uninni um losun gróðurhúsaloft- tegunda. - óká HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Brotthvarf er minnst hjá þeim sem vinna að fyrstu háskólagráðu, 13,3 prósent. Haustið 2002 stunduðu 15.566 manns háskólanám. Háskólamenntun: 15 prósenta brottfall MENNTAMÁL Nær fimmtán prósent nemenda á háskólastigi hættu eða gerðu hlé á námi sínu milli haust- anna 2002 og 2003. Brottfall er meira meðal karla en kvenna. 16,5 prósent karla sem stunduðu nám á haustönn 2002 komu ekki aftur í nám á haustönn 2003. Hliðstætt hlutfall kvenna var 13,6 prósent, samkvæmt rann- sókn Hagstofu Íslands. Sambærileg könnun var gerð árin 1997 til 1998 og var brott- hvarf þá hlutfallslega jafn mikið og nú. Rúmlega helmingur brott- fallshópsins þá hóf háskólanám að nýju síðar. - gag „Já, við höfum margt gott til Reykjavíkur og sækja. Við viljum komast á þing til að láta landslýð vita að það er margt gott að sækja til Akureyrar líka.“ Ragnar Sverrisson er talsmaður Akureyrarlistans, samtaka Akureyringa sem telja það miður að eng- inn Akureyringur sé á þingi og vilja bæta úr því. SPURNING DAGSINS Ragnar, hafa Akureyringar eitthvað til Reykjavíkur að sækja? HÆSTIRÉTTUR Rískissaksóknari má áfrýja umdeildum heimilisofbeldisdómi. ■ KJARAMÁL FUNDAÐ Í KARPHÚSINU Leik- skólakennarar og sveitarfélögin funduðu með ríkissáttasemjara í gær. Karl Björnsson, formaður launanefndar ríkisins í viðræðun- um, segir kröfur samninganefnd- anna í fyrsta sinn hafa verið ræddar með ríkissáttasemjara. Málin séu í eðlilegum farvegi en á síðasta fundi hafi línur við- ræðnanna verið lagðar. Innanlandsflug til Keflavíkur: Borgarstjóri segir því fyrr því betra STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri segir að menn hljóti að fara að velta því fyrir sér hvort Íslendingar hafi efni á að reka tvo flugvelli eftir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra lagði til að Ís- lendingar tækju á sig aukinn kostn- að við rekstur Keflavíkurflugvallar í viðræðum við Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær væri hægt að spara 240 milljónir á ári með því að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Slíkt væri hægt að gera með innan við árs fyrirvara. „Eg hef talað fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn eigi að fara og það er ánægjulegt ef það gerist fyrr en ætlað var.“ Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að það liggi í aug- um uppi að fé tapist við að nýta ekki mannvirki Reykjavíkurflug- vallar. „Ég hef ekki forsendurnar og get ekki lagt mat á fjárhæðirn- ar“. Sturla segir að fari svo að Ís- lendingar þurfi að taka á sig stór- aukinn hluta rekstrarkostnaðar við Keflavíkurflugvöll verði að taka málin til skoðunar og velja vænlegustu kostina. - gag/ás STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Ítrekar andstöðu við flugvöll í Reykjavík. LÖGREGLUMENN FYLGJAST MEÐ RÚTUNNI Fjölmennt lögreglulið dreif að rútunni þar sem hún var stopp í Aþenu. Ökumaðurinn hlaut lof fyrir að forða sér og tilkynna lögreglu strax um ránið. HELSTU GÍSLATÖKUR SÍÐUSTU ÁRA Í EVRÓPU 31. júlí 2001 Vopnaðir menn taka 40 manns í gíslingu nærri Mineralny Vody í suðurhluta Rússlands og krefjast lausn- ar tsjetsjenskra uppreisnarmanna. Gísl- arnir sleppa eftir árás lögreglu þar sem einn gíslatökumaður særist. 4. nóvember 2000 Maður sem er ný- búinn að myrða tvo ættingja sína tekur 35 í gíslingu á Pelopsskaga í Grikklandi. Hann fremur sjálfsmorð skömmu síðar. 28. júlí 1995 Vopnaður Ísraeli tekur 26 farþega rútu í gíslingu í Köln í Þýska- landi. Hann myrðir bílstjórann og far- þega og særir lögreglumann og farþega áður en hann fremur sjálfsmorð. 16. ágúst 1988 Tveir bankaræningjar ræna rútu og taka 25 í gíslingu nærri Bremen í Þýskalandi. Fimmtán ára far- þegi er myrtur í ráninu. 23 gíslanna er síðar sleppt í skiptum fyrir bíl og þrem- ur dögum síðar fellur annar gísl í árás lögreglu á bankaræningjana. 11. apríl 2003 Bankaræningi tekur tutt- ugu farþega í gíslingu í Berlín. Lögregla frelsar gíslana fimm tímum síðar, gísla- tökumaðurinn særist. Leyfishneyksli: Sagði af sér BRETLAND, AFP David Blunkett, inn- anríkisráðherra Bretlands, sagði í gær af sér embætti vegna ásakana um að hann hafi beitt sér óeðlilega til að tryggja barnfóstru þáverandi ástkonu sinnar dvalarleyfi á mun skemmri tíma en tekur venjulega að ganga frá slíkum leyfum. Blunkett sagðist ekkert hafa vitað af því að embættismenn hefðu skrifað stofnuninni sem veitir dvalarleyfi til að þrýsta á um að útgáfu dvalarleyfis barn- fóstrunnar yrði flýtt. Sjálfur hafi hann ekki átt frumkvæði að því en verði að taka ábyrgð sem yfir- maður ráðuneytisins. ■ 02-03 15.12.2004 21:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.