Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 14
14 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR VÉLMENNI HEILSAÐ Sýningarstúlka í Tókýó heilsar Asimo, vél- menni sem stórfyrirtækið Honda hefur hannað. Vélmennið, sem kynnt var fyrir nokkrum misserum, getur nú hlaupið. Einnig er búið að koma fyrir nemum í höndum vélmennisins þannig að hægt er að leiða það um. Gæludýralisti í Austurbyggð: Persónuvernd veitti ráðgjöf DÝRAHALD Yfirvöld í Austurbyggð hafa birt á vefsíðu sveitarfélags- ins lista yfir alla skráða hunda og ketti á Fáskrúðsfirði og Stöðvar- firði. Nöfn eigenda koma fram á listanum en einnig nöfn og heimil- isföng dýranna. Að sögn Steinþórs Péturssonar, sveitarstjóra í Aust- urbyggð, er tilgangurinn með op- inberri birtingu listans að hvetja katta- og hundaeigendur til að skrá dýrin og hins vegar láta íbúa sveitarfélagsins vita hverjir eru með skráð dýr. Steinþór segir að sveitarstjórn- armenn hafi haft samband við sig eftir að listinn var birtur. „Ég veit að sum sveitarfélög hafa verið að velta því fyrir sér að birta slíkan lista en vegna laga um persónu- vernd hafa þau ekki lagt í það. Við höfðum því vaðið fyrir neðan okkur og fengum leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig skyldi standa að birtingunni,“ sagði Steinþór. Samkvæmt listanum eru 16 löglega skráðir hundar í Austur- byggð og fimm kettir. Keli, Skotta, Gosi, Snúlla og Leifur heppni eru allt skráðir og lög- hlýðnir kettir í sveitarfélaginu en þeir sem gegna öðrum nöfnum eru staddir í Austurbyggð í óþökk yfirvalda. kk@frettabladid.is Eggjakaup úr konum á mjög gráu svæði Landlæknir segir það „á mjög gráu svæði“ að kaupa egg af konum til tækni- frjóvgunar eins og boðað hefur verið hér á landi. Hann segir þó ekkert í lög- um sem banni það. Embættið mun ræða málið við forráðamenn Art Medica. TÆKNIFRJÓGVUN Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrir- hugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmunds- son landlæknir það afar umdeil- anlegt. Það er einka- rekna tækni- frjóvgunarfyrir- tækið Art Med- ica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg, þar sem skortur er á þeim. „Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvg- un að taka gjald fyrir svona nokkuð,“ sagði landlæknir. „Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa und- ir kostnaði við öflun og umönnun sýnis- ins, en ekkert um- fram það.“ L a n d l æ k n i r benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. „Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar um- deilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera.“ Landlæknir kvaðst telja sjálf- sagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara var- lega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vís- indarannsóknum sem sjálfboða- liðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. „Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði,“ sagði land- læknir, sem kvað embættið myndu ræða málið á al- mennum nótum við fyrirtækið. jss@frettabladid.is Plötuútgáfa í ár: 30 prósenta aukning TÓNLIST Sala á hljómplötum hefur aukist um tæp 30 prósent frá því á síðasta ári, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá Félagi hljómplötuútgefenda. Í vikunni 5.-12. desember seld- ust 30 mest seldu plöturnar í tæpum 17.500 eintökum, sem er um 7.000 eintökum fleiri en seldust vikuna þar á undan. Félag hljómplötuútgefenda segir því ljóst að landsmenn séu að renna inn í stór tónlistarjól. Rúmlega 170 nýjar hljóm- plötur eru gefnar út fyrir þessi jól, frá fjölda útgefenda. ■ Hjálpræðisherinn: Jólastyrkjum úthlutað HJÁLPARSTARF Jólastyrkjum verð- ur úthlutað í samkomusal Hjálp- ræðishersins núna á laugardag- inn. Fulltrúar fjölskyldna sem sótt hafa um styrk mega koma milli klukkan 10 og 12 og ein- staklingar milli klukkan eitt og þrjú. Söfnunarpottar Hjálræðis- hersins eru fyrir utan Liverpool á Laugaveginum, í Kringlunni, í Smáralind og Kolaportinu. „Við treystum því að vel muni sjóða í pottunum þannig að við getum styrkt alla þá sem þess þurfa,“ segir í tilkynningu Hjálpræðis- hersins. Jólahald hjá Hjálpræðishern- um í Reykjavík hefst klukkan sex á aðfangadagskvöld, en að því standa Hjálpræðisherinn og Vernd saman. Hægt er að skrá sig til 20. desember í 561-3203. - óká Landhelgisgæslan: Sótti veikan sjómann SJÚKRAFLUG Áhöfn þyrlu Land- helgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í togarann Guðmund frá Nesi sem staddur var um eitt hundrað sjómílur norðvestur af Snæfellsnesi. Þyrlan fór í loftið klukkan rúm- lega hálf sjö í gærmorgun og var maðurinn kominn um borð í þyrluna um klukkan níu. Tutt- ugu mínútur yfir tíu lenti þyrlan á Reykjavíkurflugvelli þaðan sem maðurinn var fluttur á Landspítalann við Hringbraut. Hann var lagður inn á skurð- deild og er líðan hans eftir at- vikum góð að sögn vakthafandi læknis á bráðamóttöku. - hrs Þorleifskot: Kálfaskortur í nautastöð LANDBÚNAÐUR Framboð á nautkálf- um til Nautastöðvar BÍ í Þor- leifskoti hefur síðustu mánuði verið meðÝminna móti en undanfarin ár, að því er fram kemur á vef Lands- sambands kúabænda. „Slík staða er mjög bagaleg fyrir kynbótastarfið og í raun afar mikilvægt fyrir kúa- bændur landsins að ávallt sé um of- framboð á nautkálfum að ræða, enda er það eina leiðin til að tryggja að besta erfðaefnið skili sér áfram til næstu kynslóðar,“ segir þar og tekið fram að bændur sem nái að selja kálfa til Nautastöðvarinnar fái að jafnaði um 45 þúsund krónur fyrir nautið. -óká BÁTUR DREGINN Í LAND Særif SH, sem er fimmtán tonna bátur, varð vélarvana rétt norður af Rifi í gærdag og var björgunarskipið Björg kallað út. Skömmu áður en björgunarskipið kom á staðinn kom að báturinn Litli hamar og dró Særif til Rifshafnar. HRAÐAKSTUR Í ÓLAFSFJARÐAR- GÖNGUM Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Ólafsfjarðargöngum í gærmorg- un. Sá sem hraðast ók var á tæp- lega níutíu kílómetra hraða en há- markshraði í göngunum er fimm- tíu kílómetrar á klukkustund. HUNDAR Sextán löglega skráðir hundar eru í Austur- byggð og fimm kettir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR NÝFÆDDUR KÁLFUR Þessi kálfur kom í heiminn í Húsdýragarð- inum í Reykjavík og er því tæpast á leið í nautastöðina í Þorleifskoti. FRJÓVGUN OG FÆÐINGAR Landlæknir segir afar umdeilanlegt að kaupa beinlínis egg af konum til að tæknifrjóvgun geti átt sér stað. Myndin er frá fæðingardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, en fólkið á myndinni er á engan hátt tengt fréttinni. LANDLÆKNIR Sigurður Guð- mundsson bendir á að ekki sé greitt fyr- ir blóðgjafir hér 14-15 15.12.2004 19:50 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.