Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 8
16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Reykjavíkurborg selur fornminjakjallara undir hóteli: Notar söluvirðið til rekstrar safns LEIGUSAMNINGUR Reykjavíkur- borg hefur selt fyrirtækinu Stoðum sýningarskála í kjall- ara hótels við Aðalgötu sem fyrirtækið byggir fyrir 160 milljónir króna. Borgin leigir kjallarann fyrir tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði næstu 25 árin. Samningar um viðskiptin voru undirritaðir í hálfkláruðu hóteli fyrirækisins við Aðalgötu í gær. Í kjallara hússins leynast fornminjar og verður sýning um fyrstu byggð í Reykjavík sett þar upp. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir rekstur og umsjón sýningarinnar og rúst- arinnar verða í höndum Reykja- víkurborgar. „Fjármuni sem við fáum fyrir söluna munum við nota til að setja upp sýningu og reka safnið árlega.“ Jónas Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Stoða, segir helsta kost þess að fyrirtækið kaupi kjallara hótelsins þann að viðhald og umsýsla hússins verði auðveldari. Í sölusamningnum er for- kaupsréttur borgarinnar tryggður og hvor aðili fyrir sig getur krafist fimm ára fram- lengingar leigusamningsins. - gag Refurinn er erfiður Loðdýraræktendur eru bjartsýnir á framtíð minkaræktunar á Íslandi. Horfurnar eru ekki eins góðar fyrir refaskinn. Verð til framleiðanda er óvenju lágt þessa dagana vegna lágs gengis dollara. LANDBÚNAÐUR „Við erum farin að sjá ljósglætu,“ segir Björn Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra loðdýraræktenda, sem nú er staddur í Kaupmannahöfn ásamt Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra og föruneyti. Loð- dýraræktendur hafa um langt skeið átt nokkuð erfitt uppdráttar. Er tilgangur fararinnar að sýna Guðna uppboðshús loðskinna, sem íslenskir loðdýrabændur hafa átt mikil viðskipti við. Björn segir að verð á skinnum hafi verið gott undanfarin tvö ár, en gengið á dollaranum hafi nú verið að stríða loðdýrabændum. „Skinnin eru seld í dollurum og gengið hefur verið óvenjulágt að undanförnu.“ Björn segir það 100 til 150 milljónir sem loðdýra- bændur á Íslandi fengju meira ef gengi dollara væri eðlilegt. „Það er ágætis verð á minknum, en ref- urinn er erfiður.“ Björn segir horfurnar ekki góðar fyrir refinn, sérstaklega vegna þess að ekki hefur tekist að koma refaskinni eins mikið inn í tískuna og minkinn. „Refurinn er önnur týpa af skinni, sem endist ekki eins lengi. Það hefur líka verið offramleiðsla á skinnum, til dæmis í Finnlandi.“ Tiltölulega fá refabú eru starfandi á Íslandi og tveir loðdýraræktendur hættu refaframleiðslu á árinu. Minkabændur eru hins vegar um 30 og mikil bjartsýni í grein- inni. „Við erum að reyna að ná niður fóðurverði og skipuleggja okkur aðeins betur,“ segir Björn. Þetta tvennt er meðal þess sem Guðni Ágústsson telur að íslenskir loðdýraræktendur geta lært af hin- um dönsku. „Faglega og viðskipta- lega getum við lært mikið af Dön- unum. Það hefði verið gott að vinna með þeim í upphafi þegar þessi loð- dýrarækt fór af stað á Íslandi,“ sagði Guðni. „Þetta er þróaður at- vinnuvegur hjá þeim og markviss.“ Hann segist sérstaklega hafa tekið eftir því hve samvinna loðdýra- bænda í Danmörku sé fagleg og í samræmi við góða viðskiptahætti. Á síðasta sölutímabili, frá des- ember 2003 til september 2004, náðist næst hæsta verð í Evrópu fyrir íslensk minkaskinn. Aldrei áður hafa íslenskir loðdýrarækt- endur náð jafn góðum árangri. svanborg@frettabladid UMHVERFIÐ Síðastliðinn þriðjudag samþykktu tíu bæjarfulltrúar af ellefu í bæjarstjórn Akureyrar að SS Byggir fengi að reisa sjö hæða fjölbýlishús, með 40 íbúðum fyrir aldraða, á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga og er á milli Glerártorgs og gamla miðbæjar- ins. SS Byggir vildi reisa tólf hæða byggingu en vegna and- stöðu bæjarbúa sættist bæjar- stjórn á málamiðlunartillögu frá Kristjáni Þór Júlíussyni bæjar- stjóra. Upphafleg umsókn SS Byggis hljóðaði upp á tólf hæða fjölbýlis- hús með 45 íbúðum en tæplega 1.700 Akureyringar undirrituðu yfirlýsingu þar sem þeim áform- um var mótmælt. Í kjölfarið var ákveðið að minnka ummál bygg- ingarinnar. Samkvæmt þeirri hugmynd átti byggingin áfram að vera tólf hæðir en með 36 íbúðum. Í viðhorfskönnun sem IMG Gallup á Akureyri framkvæmdi að eigin frumkvæði, og kynnt var í síðustu viku, kom í ljós að af þeim 62% sem þátt tóku í könnun- inni voru rúmlega 60% andvíg tólf hæða byggingu á þessum stað. Um helmingur þeirra sem andvíg- ir voru sögðu það ekki breyta af- stöðu sinni þó að byggingin yrði lækkuð niður í fjórar til sjö hæðir. kk@frettabladid.is jólagjöf Hugmynd að fyrir barnið Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Jólatilboð 35% afsláttur, 3 gerðir. Verð áður 5.990 kr. Verð nú 3.990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 – hefur þú séð DV í dag? – Barði konu í þvottahúsinu – Nágrannar vilja hann burt Steingrímur Njálsson í átökum við nágranna sína S: 552 5070 við JL-Húsið Opið 08:00-18:30 Þar sem fiskurinn stoppar stutt Kæst skata saltfiskur - síld hnoðmör - hamsar Bæjarstjórn heimilar byggingu sjö hæða fjölbýlishúss Málamiðlun um nýtt háhýsi á Akureyri TÖLVUMYND AF HÁHÝSI Náðst hefur sátt um að umdeilt háhýsi á Akureyri verði ekki jafn stórt og sést á myndinni, heldur einungis sjö hæðir. SÁTT UM HÚSALEIGU TIL 25 ÁRA Kristín Jóhannesdóttir frá Stoðum og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri handsala samninga um sölu kjallara með fornminjum frá Reykjavíkurborg til Stoðar og leigu kjallarans frá Stoðum til Reykja- víkurborgar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SKINNIN SKOÐUÐ Torben Nielsen, forstjóri danska uppboðshússins, Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra, Einar E. Einarsson loðdýraræktarráðunautur, Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda. 08-09 15.12.2004 20:19 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.