Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 4
Viktor Júsjenkó: Næstmesta eiturmagn sögunnar AUSTURRÍKI, AP Vísindamenn hafa að- eins einu sinni fundið dæmi þess að meira magn díoxíns hafi fundist í líkama manns en í tilfelli Viktors Júsjenkó, forsetaframbjóðanda og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. Eiturefnamagnið í líkama Júsjenkós er 6.000 sinnum meira en eðlilegt getur talist. Díoxínmagnið í Júsjenkó mælist hundrað þúsund einingar á hvert gramm blóðfitu, en mesta magn sem mælst hefur var í austurrískri konu sem var eitrað fyrir á síðasta áratug, 140 þúsund einingar á hvert gramm blóðfitu. Sú kona lifði eitrunina af. ■ 4 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Sprengjudeildin: 500 handsprengjum eytt LANDHELGISGÆSLAN Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi 500 handsprengjum fyrir Varnarliðið á þriðjudag. Handsprengjurnar höfðu skemmst í geymslum Varn- arliðsins og var því tekið til þess ráðs að eyða þeim með tveimur sprengingum. Alls var rúmlega 150 kílóum af sprengiefni eytt. Gylfi Geirsson, yfirmaður sprengju- deildar Landhelgisgæslunnar, seg- ir þetta hafa verið hefðbundið verkefni. „Þetta eru hlutir sem eru fallnir á tíma og þá er þetta aðferð- in.“ Hann segir að það sé kannski ekki nógu algengt að Varnarliðið leiti til Landhelgisgæslunnar, en komi fyrir öðru hvoru. Fyrir rúmlega fjórum árum síð- an gerðu Landhelgisgæslan og Varnarliðið með sér samning um að sprengjudeild gæslunnar sæi alfarið um að eyða sprengjum fyrir Varnarliðið. Gylfi segir að það sé ákaflega sjaldgæft að bandaríski herinn leiti út fyrir eig- in raðir að aðilum til að sjá um sprengjueyðingu fyrir sig. „Eftir því sem ég best veit er það nánast einsdæmi að þeir feli öðrum þjóð- um þetta hlutverk,“ segir Gylfi. -ss Reykbúr flutt vegna dópsala Reykaðstaða sjúklinga á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hring- braut verður flutt á næstunni. Ástæðan er meðal annars sú að dópsalar hafa stundað það að bjóða fíkniefni til sölu þar og fólk hefur jafnvel sofið þar. HEILBRIGÐISMÁL Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala - háskóla- sjúkrahúss með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Svein- b j a r n a r d ó t t i r sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á o f a n g r e i n d u m v a n d a m á l u m . Hún sagði að þau heyrðu brátt sög- unni til þegar að- staðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur að stjórn- endur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að bygg- ingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. „Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um að reyna að hætta að reykja,“ sagði Eydís. „Við höfum skapað reykaðstöðu fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hring- brautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okk- ur hefur fundist miður skemmti- lega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið.“ Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð bygg- ingarinnar, og færa reykaðstöð- una in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar tals- ins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reyk- ingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. „Þeir hafa átt erfitt með að fylgj- ast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill um- ferð í og úr reykhúsinu,“ sagði Eydís. „En nú verður það flutt.“ jss@frettabladid.is ,,Öryggis- verðir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhús- inu. Er bakað fyrir jólin á þínu heimili? Spurning dagsins í dag: Finnur þú fyrir jólakvíða? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 29% 71% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Morð í Hamraborg: Varðhald framlengt DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness framlengdi í gær gæslu- varðhald yfir Magnúsi Einarssyni um tvo mánuði, til 15. febrúar. Magnús myrti eiginkonu sína að heimili þeirra í Kópavogi að- faranótt mánudagsins 1. nóvem- ber. Hann tilkynnti morðið sjálfur til lögreglu, auk þess að láta tengdaforeldra sína og prest vita. Hann var þá úrskurð- aður í gæsluvarðhald þar til í gær. Magnús myrti konu sína með því að kyrkja hana og er verkn- aðurinn rekinn til afbrýðisemi hans. ■ Stjórnmálatengsl: Bretar loka sendiráðum BRETLAND Bretar hafa ákveðið að loka nítján sendinefndum sínum erlendis, þeirra á meðal níu sendiráðum. Með þessu hyggjast þeir spara sér and- virði rúmra tólf milljarða króna sem verða notaðar til að berjast gegn hryðjuverkum og útbreiðslu kjarn- orkuvopna auk þess að vinna að orku- og umhverfismálum. Alp Mehmet, sendiherra Bret- lands á Íslandi, sagði í yfirlýsingu að breytingarnar hefðu engin áhrif á starfsemi sendiráðsins hér og að engar fyrirætlanir væru um að loka því. ■ BÚAST VIÐ FJÖLDA INNFLYTJENDA Írar búast við því að 51 þúsund út- lendingar flytjist til landsins ár- lega næstu tólf árin. Þetta eru mikil umskipti frá því sem áður var þegar mun meira bar á því að Írar flyttu úr landi til að leita starfa erlendis en að útlendingar sæktu til Írlands í atvinnuleit. Lieberman: Hafnaði boði Bush BANDARÍKIN Öldungadeildarþing- maðurinn Joe Lieberman hafnaði tvívegis umleitunum aðstoðar- manna George W. Bush Banda- ríkjaforseta um að taka við veigamiklum störfum í banda- rískri stjórnsýslu að sögn CNN. Lieberman, sem var varafor- setaefni demókratans Al Gore fyrir fjórum árum, var boðið að taka við ráðuneyti heimavarnar- mála og að verða sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bush hefur lagt áherslu á að fá demókrata í ein- hver störf á vegum stjórna sinna. ■ AÐSTÖÐU LOKAÐ Reykbúrinu við geðsviðsbygginguna við Hringbraut verður lokað von bráðar og aðstöðu komið upp innan dyra. Eins og sést er það við inngang byggingarinnar og hafa óprúttnir notað sér það. ALLUR Í ÚTBROTUM Franskir eitrunarsérfræðingar undrast að eitrað hafi verið fyrir Júsjenkó með díoxíni ef markmiðið var að myrða hann. ■ EVRÓPA ■ EVRÓPA NÝNASISTAR HANDTEKNIR Sjö ungir nýnasistar sem eru sakaðir um að hafa ráðist á moskur á Spáni voru handteknir í Gerona í gær. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir hatursáróður gegn fólki af öðrum kynþáttum. SPRENGJUNUM EYTT Sigurður Ásgrímsson sprengjusér- fræðingur með hluta sprengiefnisins sem var eytt fyrir Varnarliðið. M YN D /A D R IA N K IN G 04-05 15.12.2004 21:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.