Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 27
Staðföst af lista hinna viljugu
Því meir sem líður á stríðið í
Írak, því verri verður samviskan
að vera nauðugur viljugur bendl-
aður við þennan harmleik. Það er
ótrúlegt hvað Íraksbræðurnir
tveir, Halldór og Davíð, ná að
halda þingliði sínu í gíslingu til
varnar þessari ósvinnu.
Reyndar gekk einn þing-
manna Framsóknar fram fyrir
skjöldu og sló í borðið, hingað og
ekki lengra. Honum var umsvifa-
laust hegnt og settur í frystingu.
Þannig er lýðræðið á þeim bæn-
um.
Í umræðum á þingi um daginn
sögðu bræðurnir að endalaust
væri talað um þetta Íraksstríð,
það væri löngu búið og uppbygg-
ing hafin. Á sama tíma og þessi
orð féllu, voru bandarískir her-
menn, gráir fyrir járnum, að
leggja borgina Fallujah í rúst.
Þvílík uppbygging! Sumir hafa
leitt líkum að því að hinn blindi
stuðningur bræðranna tengist
veru fjögurra herþotna á Kefla-
víkurvelli. Mikið er ég feginn að
vinna ekki í tengslum við þessar
herþotur og þurfa að bera allar
þær byrðar á bakinu, ef satt er.
Stundum, áður en ég geng til
náða, kem ég við hjá fjögurra ára
gamalli dóttur minni og horfi á
hana sofa vært með bros á vör í
friðarins landi. Ég fæ sting í
magann þegar ég á sama tíma
hugsa til barnanna í hinu blóði
drifna Írak, sem þjást í nafni rík-
isstjórnar Íslands. Þjóðarhreyf-
ingin um lýðræði hefur nú sett af
stað söfnun til þess að birta aug-
lýsingu í New York Times, þar
sem íraska þjóðin er beðin afsök-
unar. Ekki að það sé nein synda-
aflausn, en getur þó veitt írösku
þjóðinni móralskan styrk.
Nú ríður á að vera staðföst,
hinsegin staðföst. Staðföst í því
að taka okkur af lista hinna vilj-
ugu og endurheimta stolt okkar
sem friðsöm þjóð. ■
27FIMMTUDAGUR 16. desember 2004
Stalín næstum dvergur
Halldór situr ekki eingöngu Búkharín rétt-
arhöldin, heldur gerist hann svo frægur að
hlusta á ræðu hjá sjálfum Stalín í Bolshoi
leikhúsinu í Moskvu í desember 1937 -
þegar Sovétríkin eru undirlögð af hinum
skelflegu hreinsunum. Halldór læst ekki
taka eftir neinu. Aðdáunin á harðstjóran-
um er svo fölskvalaus að Halldór segir í
Gerska ævintýrinu að Stalín sé í hærra
meðallagi á vöxt, grannur og vel limaður. Í
endurútgáfunni 1983 breytti hann þessu
og sagði að Stalín væri „í meðallagi á
vöxt“. Staðreyndin er sú að Stalín var mjög
lágvaxinn, næstum dvergur, bólugrafinn,
en önnur höndin á honum var visnuð eft-
ir slys í æsku. Annað sem Hannes lætur
getið er að Halldór fer í veislu hjá Lavrenti
Bería í Tíflis í Georgíu, en Bería stjórnaði
þá kommúnistaflokknum þar. Af einhverj-
um ástæðum skautar Halldór Guðmunds-
son yfir þetta í bók sinni – kannski var ekki
pláss? Samt myndi maður halda að það
væri frásagnarvert að hafa verið í boði hjá
einhverjum ofvirkasta fjöldamorðingja
sögunnar.
Egill Helgason á visir.is
Vísindabull í fjölmiðlum
Vísindabullið í fjölmiðlum hefur pirrað
mig í nokkur ár. Og af því maður er ekki
vísindamaður þá er svo erfitt að mótmæla
því. Nokkurra daga frétt sem hangir enn á
mbl.is vekur upp mikla samúð með vesl-
ings sérfræðingunum sem eru að berjast
við að halda jafnvægi í veröldinni svo hún
farist ekki. Þar kemur fram að breskur ráð-
gjafahópur leggst gegn stöðugum heil-
brigðisáróðri fyrir fiskneyslu vegna þess að
slíkur áróður geti skaðað fiskistofna og
jafnvel eytt þeim. Við vitum öll hvað fiskur
er hollur og þurfum ekki að vera vísinda-
menn til þess, maður finnur það bara á
sjálfum sér hvað það gerir manni gott að
láta ofan í sig óbrasaðan fisk. En núna á
maður semsagt að fórna þessu heilbrigði
í þágu fiskistofnana. Hvað gerist þegar allt
heilbrigða fólkið, plús smásagnafeitaboll-
urnar sem eru að reyna að hætta að vera
feitabollur, fer í fiskbindindi? Verður jafn-
væginu ekki þá bara raskað annars stað-
ar? Verður þá ekkert kjöt afgangs handa
hungruðum heimi? Eða verður allt græn-
meti þá fljótlega uppurið og ræktunin
annar ekki eftirspurn?
Ágúst Borgþór Sverrisson á agust-
borgthor.blogspot.com
Eskimóar á Íslandi
Einhverju sinni, þegar hvað mest var rætt
um mögulegt landnám írskra manna á
Íslandi fyrir komu Ingólfs, varpaði ég
fram kenningunni um landnám eskimóa
á Íslandi fyrir tíma Evrópubúa. Þar með
væri sannað að Ameríkubúar hafi fundið
Evrópu löngu áður en Evrópubúar fundu
Ameríku. Það voru einkum þrenn rök
sem ég gat tínt til máli mínu til stuðn-
ings: Í fyrsta lagi örnefnin. Eskifjörður á
Austurlandi, Eskihlíð í Reykjavík og á
Sauðárkróki, Eskihvammur í Kópavogi og
Eskiholt bæði í Garðabæ og Borgarfirði –
allt bendir þetta til búsetu eskimóa.
Í öðru lagi dýraríkið. Á íslandi er enginn
ísbjarnastofn. Bendir það ekki til að hon-
um hafi verið útrýmt? Og hverjir hefðu
átt að gera það? Jú, eskimóar. Í þriðja lagi
kvikmyndin Ikingut. Falleg mynd um
eskimóastrák sem rekur hingað á ísjaka.
Hér er augljóslega um þjóðsagnaminni
að ræða, sem vísar til fornrar eskimóa-
byggðar – en ekki hvað?
Og núna er búið að grafa upp beina-
grindur tveggja eskimóakvenna á Egils-
stöðum – steinsnar frá Eskifirði. Tilviljun?
Varla!
Stefán Pálsson á kaninka.net/stefan
Laxness betri en ævisagan
Það er ágætt að lesa ævisögu Halldórs
Laxness. Ég held það sé samt betra að
lesa Sjálfstætt fólk aftur eða enn aftur
eða þá Íslandsklukkuna eða Heimsljós
eða Gerplu. Lífið er takmörkuð auðlind.
Það er óráð að spreða því. En auðvitað
á maður fyrir löngu að vera búinn að rífa
sig burtu frá Halldóri og lesa sig útum-
allt mannkyn, skáldsögur, stríðssögur,
orrustuna um Stalingrad t.d., sögubæk-
ur um 20. öldina eftir Paul Johnsson
eða þá móður allra ævisagna Life of
Johnson eftir James Boswell nú eða þá
History of God eftir Karen Armstrong.
Saga Laxness stenst náttúrlega engan
samanburð við sögu Guðs ef út í það er
farið þó að réttara sé að lesa hina fyrr-
nefndu hafi maður áhuga fyrir 20. öld-
inni en þá virðist Drottinn almáttugur
hafa dregið sig töluvert í hlé.
Baldur Kristjánsson á baldur.is
AF NETINU
Því meir sem líður á
stríðið í Írak, því
verri verður samviskan að
vera nauðugur viljugur
bendlaður við þennan harm-
leik. Það er ótrúlegt hvað
Íraksbræðurnir tveir, Halldór
og Davíð, ná að halda þing-
liði sínu í gíslingu til varnar
þessari ósvinnu.
ÆGIR MAGNÚSSON
UMRÆÐAN
ÍRAKSSTRÍÐIÐ
,,
26-27 Leiðari 15.12.2004 13.56 Page 3