Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 STUÐNINGUR Hagur heyrnardaufra barna í Palestínu kann að vænkast á næstunni því senn verða sendar 640 þúsund krónur til kaupa á sérstök- um búnaði þeim til handa. Um helm- ingur fjárins hefur safnast í hluta- veltum sem íslensk börn hafa efnt til um stræti og torg en hinn helm- ingurinn kemur frá Leikskólum Reykjavíkur, sem fjórða árið í röð leggja góðu málefni lið í stað þess að senda út jólakort. Rauði krossinn hefur milligöngu um að senda peningana utan. 85 börn, frá fimm til sextán ára, stunda nám í skóla palestínska Rauða hálfmánans fyrir heyrnardaufa. Þörf er á bættri aðstöðu og tækjabúnaði til að auka möguleika barnanna á bærilegu lífi í framtíðinni. Laugarásbíó býður tombólu- krökkunum í bíó klukkan 5 í dag til að þakka þeim aðstoðina við fjár- söfnunina. - bþs Stefán Jónasson bóksali: Get ekki boðið sama verð Stefán Jónasson hefur staðið vaktina í um fjörutíu ár í Bókabúð Jónasar í göngugötunni á Akur- eyri. Margt hefur breyst í bóksöl- unni á þeim árum, bókabúðum í miðbænum hefur snarfækkað og bóksala stórmarkaðanna fyrir jól- in fest sig í sessi. „Þetta gengur alveg þokkalega og salan núna er svipuð og í fyrra en hún hefur minnkað frá því að stórmarkað- irnir komu inn. Hér á Akureyri eru þrjár bókabúðir allt árið en fyrir jólin verða þær allt í einu sex eða sjö.“ Stefán segir ómögu- legt að bjóða sama verð og stór- markaðirnir, „enda hafa þeir nán- ast ekkert upp úr þessu, myndi ég halda,“ segir hann. „Þeir fá 35 til 40 prósent afslátt frá forlögunum og selja bækurnar með upp í 35 prósenta afslætti. Það eru því kannski um fimm prósent eftir að jafnaði og það er of lítið fyrir okkur. Það er best að segja það eins og það er.“ Inntur eftir skoðun á þessari þróun mála verður Stefán hugsi. „Má maður nokkuð ljótt um þetta segja. Eru ekki afslættir og tilboð alls staðar í samfélaginu. Maður fær ekkert ráðið við hvernig þetta er byggt upp. Stórmarkaðirnir selja forlögunum aðgang að aug- lýsingunum sínum og láta þau borga 15 til 30 þúsund krónur fyrir hverja bók sem auglýst er. Þannig sleppa þeir sléttir eða græða jafnvel á auglýsingunum. Þetta er alveg nýtt og mér er ekki boðið upp á svona kjör.“ Stefán ber sig bærilega þrátt fyrir að kreppt hafi að rekstrin- um. „Maður verður að bera sig vel. Þetta er erfiður rekstur og ekki mikill hagnaður. Það er erfitt að keppa við stórmarkaðina.“ En það er ekki aðeins bóksala stórmarkaðanna sem fer fyrir brjóstið á Stefáni. Hann man þá tíð þegar miðbær Akureyrar iðaði af lífi en þeir dagar eru að baki í bili. „Það eru afskaplega fáir á ferli hér í miðbænum, straumurinn er annars staðar.“ ■ STEFÁN JÓNASSON Undrast samkrull forlaga og stórmarkaða í auglýsingum. Stendur sjálfum ekki slíkt til boða. ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA 85 börn eru í skóla palestínska Rauða hálfmánans fyrir heyrnardaufa. Senn bæt- ist skólanum búnaður sem vonandi auð- veldar þeim námið. Tombólubörn og Leikskólar Reykjavíkur: 640 þúsund til Palestínu Malt og appelsín: Uppruni blöndunnar alls óþekktur DRYKKIR Hefð er fyrir því á íslensk- um heimilum að skola hangikjöti, laufabrauði og öðru jólameti niður með blöndu af malti og appelsíni. Siðurinn er allgamall en þó virðist nokkuð á huldu hvernig hann er til- kominn. Lárus Berg, framkvæmdastjóri á tæknisviði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, hefur unnið við maltbruggun um áratuga skeið og þekkir því drykkinn gjörla. Eða hvað? „Því er nú verr og miður að maður veit eiginlega ekki alveg hvaðan hefðin er komin. Þegar ég kom hingað voru hér menn sem voru búnir að vinna hjá Ölgerðinni í hálfa öld. Ég fór að spjalla við þá um þetta og þeir gátu ekki sagt til um uppruna blöndunnar,“ segir hann. Lárus hefur þó heyrt kenning- ar um að blöndunin hafi byrjað í heimahúsum þegar menn reyndu að drýgja maltið með því að setja út í það ýmsa afganga, en áður fyrr var maltextraktið alldýrt. Víða í Evrópu er til siðs að blanda öl með ávaxtasöfum og límonaði af ýmsu tagi, til dæmis í Þýskalandi. Ekki er útilokað að jólablandið sé undir áhrifum þaðan. Þótt erfitt sé að segja hvers vegna menn tóku að blanda þess- um drykkjum saman er hægt að segja með nokkurri vissu hvenær menn byrjuðu á því. Maltið hefur verið framleitt ó- slitið frá 1913. Heimildir eru fyrir maltdrýgindum á fimmta áratugn- um, en appelsínið kom fram í núver- andi mynd um miðjan sjötta áratug- inn og um 1960 var siðurinn orðinn nokkuð almennur. Ekki er vitað um staðbundin af- brigði blöndunnar en sum- um þykir gott að setja lögg af kóladrykkjum út í hana. Hægt að fá malt og app- elsín tilbúið á dós í fyrsta sinn í ár en farið var að setja jólaöl á dós í fyrra. - shg MALT OG APPELSÍN Nú er hægt að fá drykkinn tilbúinn á dós. 20-21 (24 klst) 15.12.2004 20:32 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.