Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 22
22 Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hefur sagt Íraka hafa rétt á því að halda uppi vopnaðri baráttu í landi sínu. Hvað áttu við með því að vígamenn eigi rétt á að halda uppi vopnaðri baráttu? Þeir eru að berjast gegn ólöglegum inn- rásarher sem réðist á land þeirra á grundvelli upploginna saka. Ég tel að þjóðin hafi fullan rétt til að verja sig gegn slíkri árás. Ertu að leggja blessun þína yfir árásir á óbreytta borgara? Nei, ég er alls ekki að gera það. Ég er að tala um átökin við bandaríska innrásar- herinn. Þau hafa stigmagnast á undan- förnum mánuðum. Það segir mér að þetta eru ekki einhverjir innfluttir mála- liðar heldur íraska þjóðin sem berst. Þú heldur ekki úti vopnaðri andspyrnu svona lengi með útlendingum sem þekkja ekki landshætti. Myndir þú taka upp vopn í sömu að- stöðu? Þetta er mjög erfið spurning. Hvað myndi maður gera ef maður væri að horfa upp á erlendan innrásarher vera að eyðileggja landið sitt, drepa börnin sín og fjölskyldu? Til hvaða ráða gripi maður? Þetta er fólk í örvæntingu. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Í fullum rétti BARDAGAR Í ÍRAK SPURT & SVARAÐ Landsmenn kaupa í síauknum mæli bíla á netinu í stað þess að versla við bílasölur eða umboðin. Ástæðan er sú að menn geta sparað sér umtalsverðar upphæðir ef vel tekst til, jafnvel hundr- uð þúsunda króna. Bílarnir eru einkum keyptir frá Bandaríkjunum þar sem hægt er að gera verulega góð kaup vegna þess hve gengi dollars er hag- stætt þessa dagana. Þannig eru dæmi um að menn kaupi amerískar glæsikerr- ur á uppboðsvefnum eBay. Eru slík viðskipti með öllu ör- ugg? Þess eru dæmi að óprúttnir bílasalar ytra hafi föndrað svolítið við bílana áður en þeir eru myndaðir til þess að þeir líti betur út. Rispaða hliðin hefur verið falin fyrir myndavélinni, á meðan sú stífbón- aða og gljáandi hefur verið látin sjást. Menn hafa jafnvel verið að kaupa tjóna- bíla án þess að vita af því. Bílar sem skráðir eru með þeim hætti geta verið erfiðir í sölu. Sumir eru sjáanlega skakk- ir og skældir eftir tjónið. Ágóði af slík- um kaupum verður því rýr þegar upp er staðið. Geta menn þá aldrei verið viss- ir um hvort þeir séu að kaupa köttinn í sekknum eða ekki? Ekki nema þeir fari beinlínis út og skoði bílinn áður en hann er keyptur. Sú ferð getur margborgað sig því þá getur kaupandinn verið öruggur með fjárfest- inguna. Að því er fram kemur hjá hags- munafélögum bílakaupenda berast oft kvartanir vegna meintra svika í slíkum viðskiptum. Kaupendurnir hafa nefni- lega enga tryggingu eða ábyrgð í hönd- unum eins og fylgir nýjum og notuðum bílum sem keyptir eru hér. Þegar þeir hringja í Joe á bílasölunni í Ameríku eftir að hafa fengið gallaðan fararskjóta í hendurnar vill hann stundum ekkert við þá tala. Þýðir þetta að viðgerðir hér heima geti étið upp hinn meinta gróða af viðskiptunum? Í einstökum tilvikum geta menn þurft að greiða himinháan viðgerðarkostnað þegar bíllinn er kominn heim. Bílgreina- sambandið segir til dæmis að menn séu að flytja inn alls konar gerðir, sem erfitt sé að fá tölvukerfi í á verkstæðum hér. Þá þarf að sérpanta kerfið og fleiri varahluti sem kann að vanta. Þá er kostnaðurinn fljótur að vinda upp á sig. Geta verið varasöm nema aðgát sé höfð FBL GREINING: BÍLAKAUP Í BANDARÍKJUNUM 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Samfylkingin vill sykurinn burt af skjánum Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar vilja takmarka auglýsingar á óhollum mat þar sem offitu barna megi að hluta rekja til þeirra. Auglýsendur benda á að skilin á milli holls og óholls matar séu afar óljós. OFFITA Íslendingar eru orðnir feit- ari en góðu hófi gegnir og miðað við ástandið á æsku landsins er út- litið dökkt. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar vilja að settar verði reglur um takmörkun aug- lýsinga á óhollri matvöru á þeim tímum sem börn horfa mest á sjónvarp. Gagnrýnendur tillög- unnar benda á að hún sé mikil ein- földun á flóknum veruleika og ótt- ast að geðþóttaákvarðanir muni ráða hvað teljist óhollt. Fimmtungur barna of feitur Offita hefur verið kölluð helsta heilbrigðisógn Vesturlandabúa og eru Íslendingar þar ekki undan- skildir. Á árunum 1974-1994 tvö- faldaðist hlutfall of feitra Reyk- víkinga og árið 1998 var tæpur fimmtungur íslenskra barna yfir kjörþyngd. Offita eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, ýms- um tegundum krabbameins svo og sykursýki. Breyting á lífsháttum veldur mestu um að kílóunum hefur fjölgað svo mikið. Fita, sykur og fínunnin kolvetni eru hærra hlut- fall af fæðunni og líkamleg áreynsla í daglegu lífi fólks hefur dregist saman. Þannig drekka unglingspiltar tæpan lítra af gosi á dag. Það eru ekki síst börn sem áhyggjur manna beinast að enda gerir smáfólkið sér ekki alltaf grein fyrir hvað því er fyrir bestu. Þess vegna hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru þar sem fela á heilbrigð- isráðherra að ná samstöðu með framleiðendum og innflytjendum um að slíkar vörur séu ekki aug- lýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin, en slíkt bann er yfirvofandi í Bretlandi. Ásta R. Jóhannesdóttir, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að með henni sé horft til fordæm- is Bretanna. „Þetta er bara ein af mörgum leiðum sem við erum að benda á. Það er auðvitað miklu fleira, það þarf aukna hreyfingu, meiri fræðslu, breytta námsskrá í skólum o.s.frv. en við ákváðum að taka þennan þátt sérstaklega fyrir.“ Hvað er óhollt? Auglýsendur eru að vonum tor- tryggnir í garð tillögunnar og telja boð og bönn af þessu tagi óráðleg. „Í fyrsta lagi er spurning hvernig maður skilgreinir hvað er hollt og hvað ekki. Er sykurbætt jógúrt holl? Manni finnst liggja svolítið í tillögunni að verið sé að beina spjótunum að ákveðnum vöruflokkum. Það þarf í raun að meta hverja einustu vöru fyrir sig, sem er nánast ógjörningur,“ segir Bjarney Harðardóttir, for- maður Samtaka auglýsenda. Í svipaðan streng tekur Guðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Víf- ilfells. „Mjólkurvörur eru yfir- leitt taldar hollar á meðan gos er álitið óhollt. Á meðal gosdrykkj- anna má finna sykurlaust gos, t.d. kolsýrt vatn, en innan mjólkur- flokksins má sjá kókómjólk sem inniheldur talsvert sykurmagn. Hvar á að draga línuna?“ Ásta Ragnheiður segir að eink- um sé verið að beina sjónum að vörum sem innihalda mikið af fitu, sykri og salti og börn og ung- lingar sæki í, eins og til dæmis sætum gosdrykkjum, hamborgur- um og sykraðum mjólkuvörum. Aðspurð hver eigi að ákveða hvaða vörur falli undir auglýs- ingatakmarkanir kveðst hún vel geta hugsað sér að Lýðheilsustöð hafi þá vinnu með höndum. Of mikil einföldun? Það er alltaf álitamál hvort stjórn- völd eigi að hafa vit fyrir borgur- unum og bera ábyrgð á gjörðum þeirra. Margir hafa til dæmis bent á að það sé á ábyrgð foreldra barna og unglinga hvað þau setja ofan í sig, ekki auglýsenda eða ríkisstjórnarinnar. Ásta Ragn- heiður tekur undir þau sjónarmið. „Það má hins vegar ekki gera for- eldrunum enn erfiðara fyrir í upp- eldinu með því að beina auglýs- ingum sérstaklega að börnum.“ Auglýsendur benda aftur á móti á að verið sé að einfalda hlut- ina um of með því að taka auglýs- ingar sérstaklega fyrir. „Orsaka- sambandið er flókið í þessum efn- um. Það er svo erfitt að segja að þetta sé nákvæmlega orsökin fyrir offitu hjá börnum. Það eru svo margir þættir sem spila þarna inn í,“ segir Bjarney og bætir því við að ekki sé víst hversu neyslu- hvetjandi auglýsingar eru, rann- sóknir bendi þvert á móti til þess að þær hafi fremur neyslustýr- andi áhrif. „Ef þú bannar auglýs- ingar með einhverjum hætti er erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Þá sitja þeir sem fyrstir komu einir að kökunni því krakkarnir hætta ekki að neyta gosdrykkja eða sætinda,“ segir hún. Ábyrgð auglýsenda En er þá ábyrgð auglýsenda eng- in, geta þeir auglýst hvað sem er og látið foreldrana glíma við af- leiðingarnar? Bjarney segir aug- lýsendur vissulega bera ábyrgð en nær sé að þeir styrki fræðslu- starf um holla og góða lífshætti. Guðjón er svipaðrar skoðunar: „Ég held að dæmin sýni að boð og bönn séu ekki rétta leiðin heldur vitundarvakning um orsök og af- leiðingu.“ Þar fyrir utan bendir hann á að margir auglýsendur hafa tileinkað sér ábyrga stefnu í þessum efnum. „Okkar gos- drykkjaauglýsingar beinast aldrei að börnum yngri en tólf ára þannig að við höfum að sumu leyti tileinkað okkur þessi vinnu- brögð,“ segir Guðjón hjá Vífil- felli. sveinng@frettabladid.is NR. 51 - 2004 • Verð kr. 599 9 771025 95 6009 Jólakrossgáta Myndag áta Vinningshafar í Su marauka 16.-29.d es. Sjáið sexí jólastúlkuna ! BESTA JÓLADAG SKRÁIN ÞÍN - M IKLU STÆRRA B LAÐ Smekkhjón við Vesturbrún! Hjónin Björ gólfur og Þ óra flutt inn í g læsihúsið: Jóhanna Vilhjálms á leið til Köben: KVADDI MEÐ RISA- VEISLU! EITT FLOTTASTA HÚS Í REYKJAV ÍK Jón Sigurð sson Idol-hetja: SVONA HÖFUM VIÐ ÞAÐ UM JÓLIN! JÓN ÓLAFS KOMINN MEÐ NÝJA Gísli Marteinn í hátíðarskapi: FRÆGÐARJÓL! STJÖRNUM PRÝDDUR Hvernig halda s tjörnurnar jólin ? •Marmaragólf •Baðker fyrir hundinn •Vatnsveggur ‚•Mahóníklæðning 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 13.12.2 004 17:58 Page 2 Ge rir lí fið s ke mm til eg ra ! Gle ðileg jól HAMBORGARI OG FRANSKAR Alls ekki við hæfi barna. 22-23 (360°) 15.12.2004 19:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.