Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 35
5FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 Bragi Eiríkur Jóhannsson Jólaspurning dagsins Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt? „White Christmas með sjálfum Bing Crosby.“ SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Mín skoðun JÓLAKÖTTURINN TEKUR TIL MJÁLMS Gefið til góðs Góðir lesendur, eigið þið ekki nóg af drasli? Nóg af hlutum sem þið hafið ekkert pláss fyrir? Nóg af jólasveinastyttum og jólaseríum og kúlum og diskum og bollum og skálum og skeiðum? Nóg af bókum og dúkum og dúkk- um og böngsum og tónlist og myndlist og myndum og spólum? Fyrir þessi jól ætla ég ekki að gefa eina einustu áþreifanlega jólagjöf. Ég ætla hinsvegar að senda ljúfar hugsanir. Ég ætla að nota svo sem eins og klukkutíma af þeim átján sem ég nota til hugleiðslu á dag í að hug- leiða fyrir betri heimi og mala gegn stríði. Það er miklu meira gagn í því en öllu þessi dóti og drasli. Svo ætla ég að gefa helminginn af öll- um gjöfunum sem ég annars hefði keypt til hjálpar hungruðum í þriðja heiminum. Þá er ég búinn að gera góðverk ársins í tvennum skilningi: Fólkið í Afríku fær meira að borða og fólkið á Íslandi meira pláss heima hjá sér. Svo vil ég að lokum minna á að öll föt verða miklu ódýrari eftir jól og því borgar sig ekkert að vera að kaupa jóla- föt. Lifið heil! ■ Varnaðarorð dagsins Reykskynjarinn sefur aldrei. Ekki er til neitt eitt ráð til að ganga úr skugga um hvort jólaljós séu af vandaðri gerð. Vert er þó að hafa í huga að sérlega ódýr jólaljós eru yf- irleitt ekki eins vönduð og dýrari ljós af svipaðri gerð. Gæði og öryggi fara saman í þessu sem öðru. Reykskynjarar eiga að vera á hverju heimili og gott er að hafa það sem fastan lið í jólaundirbúningnum að skipta um rafhlöðu í honum. ■ Jólasveinar í Þjóðminjasafninu Á hverjum degi kl. 13. Í ár, eins og endranær, munu ís- lensku jólasveinarnir koma við í Þjóðminjasafninu. Þeir eru hrekkjóttir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en eiga lítið skylt við hinn alþjóðlega Sankti Kláus. Stekkjarstaur kom fyrstur, sunnudaginn 12. desem- ber kl. 13 og nú koma þeir einn af öðrum á hverjum degi fram til jóla. Kertasníkir kemur síðastur á aðfangadag og verður fyrr á ferð- inni en bræður hans, eða kl. 11. Einnig hefur heyrst að Grýla og Leppalúði ætli að elta Skyrgám í bæinn sunnudaginn 19. des. Allir eru velkomnir á Þjóðminjasafnið að heilsa upp á jólasveinana. ■ Þvörusleikir vakti óttablandna hrifningu barnanna enda ekki beint frýnilegur. 34-35 (04-05) Allt jólin koma 15.12.2004 15:03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.