Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 35

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 35
5FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 Bragi Eiríkur Jóhannsson Jólaspurning dagsins Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt? „White Christmas með sjálfum Bing Crosby.“ SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Mín skoðun JÓLAKÖTTURINN TEKUR TIL MJÁLMS Gefið til góðs Góðir lesendur, eigið þið ekki nóg af drasli? Nóg af hlutum sem þið hafið ekkert pláss fyrir? Nóg af jólasveinastyttum og jólaseríum og kúlum og diskum og bollum og skálum og skeiðum? Nóg af bókum og dúkum og dúkk- um og böngsum og tónlist og myndlist og myndum og spólum? Fyrir þessi jól ætla ég ekki að gefa eina einustu áþreifanlega jólagjöf. Ég ætla hinsvegar að senda ljúfar hugsanir. Ég ætla að nota svo sem eins og klukkutíma af þeim átján sem ég nota til hugleiðslu á dag í að hug- leiða fyrir betri heimi og mala gegn stríði. Það er miklu meira gagn í því en öllu þessi dóti og drasli. Svo ætla ég að gefa helminginn af öll- um gjöfunum sem ég annars hefði keypt til hjálpar hungruðum í þriðja heiminum. Þá er ég búinn að gera góðverk ársins í tvennum skilningi: Fólkið í Afríku fær meira að borða og fólkið á Íslandi meira pláss heima hjá sér. Svo vil ég að lokum minna á að öll föt verða miklu ódýrari eftir jól og því borgar sig ekkert að vera að kaupa jóla- föt. Lifið heil! ■ Varnaðarorð dagsins Reykskynjarinn sefur aldrei. Ekki er til neitt eitt ráð til að ganga úr skugga um hvort jólaljós séu af vandaðri gerð. Vert er þó að hafa í huga að sérlega ódýr jólaljós eru yf- irleitt ekki eins vönduð og dýrari ljós af svipaðri gerð. Gæði og öryggi fara saman í þessu sem öðru. Reykskynjarar eiga að vera á hverju heimili og gott er að hafa það sem fastan lið í jólaundirbúningnum að skipta um rafhlöðu í honum. ■ Jólasveinar í Þjóðminjasafninu Á hverjum degi kl. 13. Í ár, eins og endranær, munu ís- lensku jólasveinarnir koma við í Þjóðminjasafninu. Þeir eru hrekkjóttir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en eiga lítið skylt við hinn alþjóðlega Sankti Kláus. Stekkjarstaur kom fyrstur, sunnudaginn 12. desem- ber kl. 13 og nú koma þeir einn af öðrum á hverjum degi fram til jóla. Kertasníkir kemur síðastur á aðfangadag og verður fyrr á ferð- inni en bræður hans, eða kl. 11. Einnig hefur heyrst að Grýla og Leppalúði ætli að elta Skyrgám í bæinn sunnudaginn 19. des. Allir eru velkomnir á Þjóðminjasafnið að heilsa upp á jólasveinana. ■ Þvörusleikir vakti óttablandna hrifningu barnanna enda ekki beint frýnilegur. 34-35 (04-05) Allt jólin koma 15.12.2004 15:03 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.