Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 58
38 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR SUND Þrátt fyrir að vera ein nýjasta og nýtískulegasta sund- laug landsins er rekstrarkostnað- ur Árbæjarlaugar mun hærri en allra annarra á landinu. Rekstur hennar á ársgrundvelli kostar tæpar hundrað milljónir króna, tæpan þriðjung af heildarkostnaði Íþrótta- og tómstundaráðs vegna sundlauga í höfuðborginni. Árbæjarlaugin stingur í stúf þegar skoðaður er rekstur sund- lauga borgarinnar en hún er í sér- flokki hvað varðar rekstarkostnað lauganna í Reykjavík. Í fjárhags- áætlun fyrir árið 2004 kemur í ljós að áætlaður heildarrekstrar- kostnaður vegna hennar er tæp- lega 94 milljónir króna sé leigu- kostnaður tekinn með. Ef aðeins almennur rekstur er tekinn sam- an er kostnaðurinn engu að síður rúmar 42 milljónir, sem er tals- vert hærra en í öðrum sundlaug- um og sem dæmi fimmtán milljón krónum dýrara en kostnaðurinn við Laugardalslaug, sem þó er mun stærri og mun fleiri gestir sækja ár hvert. Kemur Árbæjarlaug illa út hvort sem miðað er við aðrar laugar í Reykjavík eða litið er til Akureyrar en sundlaug þeirra norðanmanna er á við Árbæjar- laug hvað varðar þjónustu og aðbúnað og auk þess mun stærri. Er kostnaður norðanmanna engu að síður talsvert minni þrátt fyrir að þar greiði menn hundrað krón- ur fyrir tonn af heitu vatni en að- eins 30 krónur í Árbæ. Hjá Íþrótta- og tómstundaráði er bent á mikla starfsmannaþörf í Árbæjarlaug, og raunar öllum nýrri laugum, þegar spurt er út í ástæður þessa. Svokallaðir fata- verðir taka á móti fólki í Árbæjar- laug og geyma fatnað gesta í stað þess að á eldri sundstöðum eru þar til gerðir skápar til þess arna. Er gjarnan talað um hærra þjónustustig vegna þessa en sund- gestir margir hverjir velta fyrir sér hvernig það má vera þar sem aðgöngumiðaverð hljóti eðlilega að hækka til samræmis við fjölg- un starfsmanna og komi þannig við buddu sundlaugargesta. Þrátt fyrir að fyrir komi að fatnaði og munum sé stolið úr skápum sundlauganna annað slag- ið hefur ekki orðið vart sérstakrar óánægju með fyrirkomulagið þá tugi ára sem það hefur verið við lýði. albert@frettabladid.is Árbæjarlaug dýrust allra lauga á Íslandi Rekstur sundlauga borgarinnar kostar Reykvíkinga rúmar 350 milljónir króna árlega og mun hækka til muna þegar ný 50 metra innilaug verður opn- uð í Laugardal í janúar. Árbæjarlaug er fjárfrekust. NHL-deildin í íshokkí: Leiktíðin endanlega fyrir bí ÍSHOKKÍ Slitnað hefur upp úr endur- nýjuðum samningaviðræðum milli leikmanna í NHL-ís- hokkídeildinni og eigenda þeirra félaga sem þar spila. Hefur sem kunnugt er ekkert verið spilað á ísnum vestanhafs í vetur vegna verkfalls leikmanna, sem sættu sig ekki við kröfur eigendanna um að tengja laun þeirra meira við þær tekjur sem félögin hala inn. Tilboð leikmannanna hljóðaði upp á launaskerðingu upp á 25 prósent, sem verður að teljast um- talsvert, en eigendur vilja ekki ganga að samkomulagi nema tryggt sé að einhvers konar launa- þak sé í gildi, svipað því og gerist í öðrum íþróttagreinum í Banda- ríkjunum. Vilja þeir meina að fé- lögin hafi tapað fé undanfarin ár og heimta að laun leikmanna hald- ist í hendur við vinsældir greinar- innar en á það vilja leikmenn ekki heyra minnst. Má bóka það með nokkurri vissu að úr þessu verður ekki spil- að íshokkí í NHL-deildinni fyrr en í fyrsta lagi í október á næsta ári þegar næsta leiktíð á að hefjast, enda hefði þurft að útkljá málin fyrir janúar ef takast hefði átt að bjarga leiktíðinni sem átti að vera hafin. ■ Garðar Örn Hinriksson, dómari úrÞrótti, mun verða millríkjadómari á komandi tímabili en hann kemur í stað Gylfa Orrason- ar sem varð að láta af störfum vegna aldurs nú á haust- dögum. Sigurður Þór Þórsson og Guðmundur H. Jónsson létu einnig af störfum sem milliríkjaðastoðar- dómarar en í þeirra stað koma þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sig- urður Óli Þorleifsson. Þrír aðrir dómarar, Egill Már Markússon, Jó- hannes Valgeirsson og Kristinn Jakobsson eru á listanum yfir milli- ríkjadómara. Í gær var dregið í undanúrslitin í SS-bikars karla og kvenna í handknatt- leik. Bikarmeistarar ÍBV í kvenna- flokki mæta Gróttu/KR í Vestmanna- eyjum og Stjarnan tekur á móti Val. Leikirnir fara fram 8. og 9. febrúar. Í karlaflokki sækja Eyjamenn ÍR-inga heim í Austurberg og Grótta/KR tek- ur á móti á HK á Seltjarnarnesi. Leik- irnir fara fram 12. febrúar. Allt virðist stefna í aðskoska félagið Celtic og KR nái samkomulagi um kaup skosku meistar- anna á þeim Kjartani Henry Finnbogasyni og Theodóri Elmari Bjarna- syni en félögin hafa sent hvort öðru tilboð undanfarna daga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lítið sem ber á milli hjá félaginu en helsta vandamál KR-inga er að norska félagið Start vill fá vænan skerf af kaupverði Theodórs Elmars þar sem hann æfði með liðinu í tvö ár. Forráðamenn enska úrvalsdeildar-liðsins Manchester City hafa sett verðmiða á landsliðsmanninn Shaun Wright-Phillips en mörg lið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir. John Wardle, stjórnarformaður City, sagði að félagið hefði engan áhuga á því að selja Wright-Phillips en ef einhver væri tilbúinn til að borga 25 milljónir punda fyrir kappann þá myndi hann hlusta. „Hann er hjartað og sálin í félaginu, hefur lagt hjartað og sálina í félagið og yrði mjög svekktur ef ég myndi setja hann á sölulista. Hann vill spila fyrir Manchester City en það er víst allt til sölu fyrir réttu upphæðina,“ sagði Wardle. Umboðsmaður ÚkraínumannsinsAndriys Shevchenko hefur látið hafa það eftir sér að Chelsea, sem er óumdeilanlega með mesta peninga til leikmannakaupa af öllum liðum Evrópu, hafi ekki efni á því að kaupa kappann frá AC Milan, hvað þá að borga hon- um þau laun sem hann á skil- ið. „Þeir eiga ekki glætu. Hann er einn af fimm bestu leik- mönnum heims og fær borgað eftir því,“ sagði um- boðsmaðurinn Oscar Damiano um skjólstæðing sinn sem var kosinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu á mánudagskvöldið. Frank Arnesen, yfirmaður knatt-spyrnumála hjá Tottenham, fer fögrum orðum um FH-inginn Emil Hallfreðsson í viðtali við heimasíðu BBC sem birtist í gær. Arnesen segir að Emil hafi verið með tilboð frá tveim- ur félögum sem eru eins og Íslendingar vita Ev- erton og Feyenoord en ákveðið að koma til Tottenham. „Hann leikur vinstra megin á vellinum en það hefur verið vandræðastaða hjá okkur. Hann sýndi hversu hæfileikarík- ur hann er á meðan hann dvaldi hjá okkur og því ákváð- um við að fá hann. Þetta er það sem við viljum gera. fá til okkar unga leik- menn og vona að þeir blómstri,“ sagði Arnesen. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM LOFTLYKLASETTETT JÓLATILBOÐ 4.900 JÓLATILBOÐ 7.900 Hinn gamalreyndi Einar Bollason hefur marga fjöruna sopið í körfuboltanum og var meira en klár í slaginn þegar Fréttablaðið fór þess á leit að hann spáði í spilin fyrir 11. umferð Intersportdeildarinnar í körfu- knattleik, síðustu umferðina fyrir jól, sem fer fram í kvöld. Haukar–UMFN „Miðað við gengi þessara liða er þetta ókleifur hamar fyrir Haukana. Njarðvíkingarnir eru einfaldlega of sterkir, er ég hræddur um. Liðið hefur að vísu hikstað á móti Snæfelli og Keflavík og það væri óskandi að Hauk- arnir gætu strítt þeim. Menn þar á bæ eru ekki ánægðir með sitt gengi í vet- ur.“ KFÍ–Skallagrímur „Það náttúrlega hlýtur að koma að því að KFÍ vinni leik. Skallagrímsliðið er búið að vera mjög sannfærandi í vetur en þar sem ég á ættir að rekja til Ísa- fjarðar ætla ég að fullyrða að nú sékomið að leiknum sem Ísfirðingar vinna. Skallagrímur rétt marði Ljónin úr 2. deild og því er aldrei að vita.“ Keflavík–Fjölnir „Þetta verður stórleikur umferðar- innar. Keflvíkingarnir eru náttúrlega með bullandi sjálfstraust. Þeir eru komnir áfram í bikarkeppni Evrópu og unnu góðan sigur á Njarðvík í fyrra- kvöld. Þetta verður geysilega erfiður leikur fyrir þá. Fjölnismenn nánast gáfu Njarðvíkingum leikinn í Ljónagryfjunni á dögunum í framlengingu. Fjölnir er tvímælalaust eitt af fjórum bestu liðum deildarinnar ef ekki það besta en ég ætla að spá því að Keflavík vinni eftir framlengingu, rétt eins og nágrannarn- ir.“ KR–UMFG „Þarna mætast tvö lið sem hafa valdið hvað mestum vonbrigðum í vet- ur. Leikmenn beggja liða vilja ólmir bæta stöðuna fyrir jólafrí því bæði þessi lið mega muna sinn fífil fegri. En auðvitað vona ég að mínir menn í Vesturbænum vinni þennan leik. KR stóð sig mjög vel gegn Snæfelli á úti- velli þar sem liðið var óheppið að missa leikinn í framlengingu. Ég er bjartsýnn á að KR-ingar hysji upp um sig sparibuxurnar og leggi Grindavík.“ Tindastóll–Snæfell „Tindastóll hefur verið að koma upp síðastliðnar vikur og er með efnilega leikmenn innan sinna raða. Ég held hins vegar að Snæfell hafi þetta af enda með sterkari heild en Stólarnir. Heimavöllur Tindastóls er þó alltaf erf- iður heim að sækja og Hólmarar þurfa að mæta einbeittir til leiks til að ná fram sigri.“ ÍR–Hamar/Selfoss „Þetta eru tvö lið sem hafa tekið kipp upp á síðkastið. Grindavík og KR eru í skammarkróknum, spútniklið fyrri hluta móts voru Fjölnir og Skallagrímur en spútniklið síðustu fimm umferða eru ÍR og Hamar/Selfoss. Ég sá ÍR spila gegn KR um daginn þar sem ÍR-ingar unnu mjög sannfærandi. Mér finnst ÍR- liðið líka búa yfir mjög skemmtilegum, ungum leikmönnum sem sýndu frá- bæra baráttu. Haldi ÍR vel um þá leik- menn á f é l a g i ð b j a r t a framtíð f r a m u n d a n og liðið v i n n u r Hamar/Sel- foss á sínum heimavelli.“ Einar Bollason spáir í 11. umferðina í Intersportdeildinni: SÆTTIR ÚR SÖGUNNI Leikmenn í NHL og eigendur liðanna náðu ekki saman og má því bóka að ekkert verður leikið í deildinni fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. ÁRBÆJARLAUGIN Rekstur hennar á ársgrundvelli kostar 33 milljónum króna meira en rekstur Vesturbæjarlaugarinnar og meira en allra annarra sundlauga á Íslandi. Fréttablaðið/Teitur 58-59 (38-39) Sport 2 15.12.2004 19:54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.