Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 6
6 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Ríkið kaupir teikningar Sigmunds fyrir 18 milljónir króna: Verða varðveittar í Vestmannaeyjum MENNING „Það er alveg gífur- lega mikils virði að þetta safn verði á einum stað og það tvístrist ekki út um allt,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um kaup ríkisins á teikningum Sig- munds Jóhannssonar sem birst hafa í Morgunblaðinu undanfarin fjörutíu ár. Samningar um kaupin voru undirritaðir í Vestmanna- eyjum í gær en ríkið greiðir Sigmund 18 milljónir króna fyrir safnið. Stendur það saman af um tíu þúsund myndum og leggst því hver mynd á um átján hundruð krónur. Til stendur að varðveita Sigmundssafn ríkisins í óreistu menningarhúsi í Vestmannaeyjum en að auki verður það skannað inn á tölvur og þannig að- gengilegt öllum almenn- ingi. Ríkið eignast höfund- arrétt að myndunum og getur ráðstafað þeim að vild. Aðspurður neitaði Hall- dór Ásgrímsson að Morg- unblaðið fengi einnig greitt fyrir myndirnar. „Nei, nei, nei. Þessi samningur er við Sigmund og Morgunblaðið kemur þar hvergi nærri.“ - bþs Júlíus 35. sendiherrann Fimm nýir sendiherrar hafa verið skipaðir á þessu ári. Sendiherrum fjölgaði um 66% í ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, samkvæmt svari við fyrirspurn á Alþingi. STJÓRNMÁL Júlíus Hafstein, fyrr- verandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðu- neytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendi- herrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendi- herrann en til stendur að endur- skipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrver- andi borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem for- sætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heima- stjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkis- ráðuneytisins við fyrirspurn Sig- urjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendi- herra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að við- bættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendi- herra frá árinu 1995, þegar Hall- dór Ásgrímsson varð utanríkis- ráðherra, sé um 66%. „Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórn- valda með fé almennings.“ Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrver- andi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hanni- balsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrver- andi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins, sendiherra. a.snaevarr@frettabladid.is Tónlistarkennarar: Fundur án niðurstöðu KJARAMÁL Tónlistarkennarar og sveitarfélögin sátu sinn sautjánda fund með ríkissáttasemjara í gær. Stefnt er að því að ná samningum fyrir jól. Sigrún Grendal Jóhannesdótt- ir, formaður Félags tónlistar- skólakennara, segir launaliðina verða rædda í dag og á laugardag. Þá komi í ljós hve mikið beri á milli samninganefndanna. Sigrún segir stefnt að frekari leiðréttingu kjara tónlistarkenn- ara frá síðasta samningi. Þeir hafi dregist aftur úr öðrum háskóla- menntuðum stéttum í launum. - gag VEISTU SVARIÐ? 1Hvað mætti spara mikið á ári meðþví að flytja innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur? 2Hvað hafa margir gestir heimsóttKringluna í Reykjavík frá því hún var opnuð? 3Hvað heitir bærinn í Biskupstungumþar sem síðast kom upp riða í sauðfé? Svörin eru á bls. 58 edda.is „Skemmtileg og fræðandi“ Jóhanna Kristjónsdóttir - Mbl. 1. prentun uppseld 2. prentun uppseld 3. prentun á þrotum 4. prentun væntanleg „Aðdáunarvert framtak í þá átt að reyna að stemma stigu við fordómum og arabahatri.“ Sigríður Albertsdóttir, DV 1. sæti Ævisögur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 8. –14. des. „Prýðilega góð bók, bæði skemmtileg og fræðandi.“ Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Mbl. „Afar skemmtileg bók sem óhætt er að mæla með ... skrifuð af djúpu innsæi, skilningi og samúð með viðmælendum og veruleika þeirra ... lóð á vogarskál umburðarlyndis og réttlætis í heiminum.“ Birna Karlsdóttur, Félagstíðindi SFR „Skemmtileg bók, lifandi frásögn og umfram allt einstaklega fróðleg lesning.“ Guðný Hallgrímsdóttir, kistan.is Landsvirkjun: Skriður á söluviðræðum LANDSVIRKJUN Viðræður um sölu hluta Reykjavíkurborgar og Ak- ureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins halda áfram. Fundað var með iðnaðarráðherra á þriðjudag. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir skrið kominn á málið: „Þetta er gríðarlega stórt mál og skiptir tugum milljóna króna. Við höfum ekkert í hendi með tímasetningar en það liggur heldur ekkert á,“ sagði Steinunn. Um efnisinntök viðræðnanna væri ekki tímabært að ræða. - gag Riða í kindum: Kærunni vísað frá LANDBÚNAÐUR Stjórnsýslukæru sem barst landbúnaðarráðuneyt- inu vegna niðurskurðar búfjár í Biskupstungum hefur verið vísað frá þar sem kærandi eigi ekki að- ild að málinu. Guðbrandur Jónsson, kærandi og verkefnastjóri í Saurbæ-bio- gas, segir ákvörðun ráðuneytisins ósmekklegan útúrsnúning. „Ég vísaði til laga um dýra- vernd í þessu máli og að hér væri um að ræða árás á genasamsetn- ingu sauðkinda á Íslandi. Þetta er frekleg misbeiting valds,“ segir Guðbrandur. - gag SKIPULAGSMÁL Skeljungur hefur mótmælt því að Atlantsolía fái að reisa sjálfsafgreiðslustöð á lóð Teits Jónassonar hf. við Dalveg í Kópavogi við hliðina á bensínstöð Skeljungs. Í bréfi til skipulags- nefndar Kópavogs segir að vegna nálægðar við bensínstöð Skelj- ungs muni breytingin leiða til minni eldsneytissölu fyrirtækis- ins og verulegs fjárhagstjóns. Í núverandi skipulagi er heimild fyrir bensíndælu á lóðinni. Því þykir fyrirtækinu ljóst að það eigi skaðabótakröfu á hendur Kópavogsbæ verði af því að Atl- antsolía fái að reisa stöðina. Er vís- að í því efni til auglýsingar skipu- lagsstjóra Kópavogs frá því í nóv- ember þar sem segir að telji ein- staklingur sig verða fyrir tjóni samfara breytingunni muni bæjar- yfirvöld taka að sér að bæta það. Gunnsteinn Sigurðsson, for- maður skipulagsnefndar Kópa- vogs, segir að málið sé nú á borði nefndarinnar og verði tekið fyrir á næsta fundi. - ghg SKELJUNGUR Olíufélagið hefur mótmælt því að Atlantsolía fái að reisa bensínstöð á næstu lóð við hlið þeirra. Þeir hóta skaðabótakröfu. Skeljungur: Hóta Kópavogi skaðabótakröfu Áskorun: Ferðum Herjólfs fjölgi SAMGÖNGUR Forsvarsmenn útvegs- bænda og fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum áttu fund í gær með Halldóri Ásgrímssyni for- sætisráðherra til að ræða sam- göngumál Eyjamanna. Fékk Hall- dór afhenta áskorun þess efnis að ferðum Herjólfs fjölgi í 13 ferðir á viku, frá og með áramótum. Í áskoruninni segir að fjölgun ferða Herjólfs sé til hagsbóta fyrir allt atvinnulíf í Eyjum. Ráðherra er sagður hafa tekið erindinu vel og hyggst kynna það í ríkisstjórn. ■ Landsbjörg: Fékk nætur- sjónauka BJÖRGUNARSTÖRF Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk í gær afhenta nætursjónauka að gjöf frá Sjóvá- Almennum. Nætursjónaukinn mun fara í björgunarskip félags- ins til að auðvelda áhöfnum þeirra leit og björgun að nóttu til. Gjöfin var afhent um borð í Einari Sigurjónssyni, einu af björgunarskipum félagsins. Í til- efni af gjöfinni var farið í stutta siglingu út fyrir Hafnarfjörð þar sem nætursjónaukarnir voru prófaðir. ■ SIGMUND JÓHANNSSON Sæll og glaður með myndasöluna til ríkisins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I Á R N AS O N SENDIHERRA HEIMA: Grunnlaun: 427 þúsund Metin yfirvinna: 75 þúsund Alls: 502 þúsund SENDIHERRA ERLENDIS: Grunnlaun: 427 þúsund Skattfrjáls staðaruppbót: 562 þúsund Alls: 989 þúsund (hluti skattfrjáls) JÚLÍUS HAFSTEIN Borgarfulltrúinn fyrrverandi bætist í hóp margra fyrrverandi stjórnmálamanna og verður sendiherra. SVAVAR GESTSSON Fyrsti og síðasti Alþýðubandalagsformaður- inn á sendiherrastóli. Fyrrverandi formenn viðreisnarflokkanna sitja í sendiherraemb- ættum en enginn framsóknarformaður eins og er. 06-07 15.12.2004 20:37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.