Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2004, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 16.12.2004, Qupperneq 56
36 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Við vorkennum … … forráðamönnum knattspyrnumála í Keflavík en þeim gengur illa að finna eftirmann Milans Stefáns Jankovic. Þeir hafa leitað um lönd og strönd og nú síðast afþakkaði Atli Eðvaldsson tilboð um að þjálfa liðið. Rúnar Arnarson, formaður deildarinnar, hefur þó ekki gefið upp alla von um að landa Guðjóni Þórðarsyni en þær tilraunir hans hafa hingað til ekki borið neinn árangur.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Fimmtudagur DESEMBER Atli tekur ekki við bikarmeisturunum Segist vera tilbúinn aftur í þjálfun, finnst tilboð Keflavíkur freistandi en getur ekki tekið starfið vegna persónulegra ástæðna. Keflavík vann dýrmætan sigur átoppliði Njarðvíkur, 78-73, í Inter- sportdeildinni í körfubolta en liðin áttust við í Njarðvík á þriðju- dagskvöldið. Keflavík hafði yfirhöndina allan leikinn og leiddi með sex stigum, 40-34, í hálfleik. Ant- hony Lackey var stigahæstur hjá Njarð- vík með 19 stig og tók 8 fráköst, Brenton Birmingham og Matt Sayman skoruðu 14 stig hvor og Guð- mundur Jónsson skoraði 12 stig. Ant- hony Glover og Nick Bradford voru stiga- hæstir hjá Keflavík með 19 stig en Brad- ford tók einnig 13 fráköst. Elentínus Margeirsson skoraði 13 stig og Jón Nordal Hafsteinsson og Magnús Þór Gunn- arsson skoruðu 10 stig hvor. Njarðvík er enn í efsta sæti deild- arinnar með 16 stig en Keflavík er í því fjórða með 14 stig. Liverpool tapaði tveimur dýrmæt-um stigum á Anfield Road á þriðjudagskvöldið þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, gegn Portsmouth. Steven G e r r a r d k o m L i v e r - p o o l yfir þegar átján mínútur voru til leiksloka en framherjinn Lomana Lua Lua jafnaði met- in fyrir Portsmouth þeg- ar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Liverpool er nú í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig en Portsmouth er í því tíunda með 23 stig. Fjölnir og Grindavík eru komin íátta liða úrslit Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta karla. Fjölnir bar sigurorð af Þór Ak., 119-82, í Grafarvogi þar sem Jeb Ivey skoraði mest fyrir Fjölni eða 19 stig. Hjalti Þór Vilhjálms- son skoraði 18 stig og Darrell Flake skor- aði 17 stig. Óðinn Ásgeirsson og Magnús Helgason voru stigahæstir hjá Þór með 15 stig hvor. Grindavík bar sigurorð af KFÍ, 97- 80, á Ísafirði þar sem gestirnir tryggðu sér sigurinn í síðasta leikhluta. KFÍ hafði yfir eftir þrjá leikhluta, 69- 68, en Grindavík vann lokaleikhlut- ann með átján stigum, 29-11, og fór með sigur af hólmi. Joshua Helm fór ham- förum í liði KFÍ og skor- aði 39 stig og tók 14 fráköst. Darrel Lewis skoraði 32 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson skoraði 14 stig. Framherjinn Hreinn Hringssonhefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við 1. deildarlið KA. Hreinn lék sautján leiki með KA í Lands- bankadeildinni í sumar og skor- aði í þeim tvö mörk. Hann skoraði sigur- mark liðsins gegn FH í und- a n ú r s l i t u m VISA-bikarsins en KA tapaði síðan úrslitaleiknum gegn Keflavík. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Notið þægindin Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. H ön nu n: G ís li B . Ráðhús Reykjavíkur Innkeyrsla í kjallara frá Tjarnargötu. 130 stæði. ■ ■ LEIKIR  19.15 Haukar og Njarðvík á Ásvöllum í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 KFÍ og Skallagrímur mætast á Ísafirði í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Keflavík og Fjölnir mætast í Keflavík í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 KR og Grindavík mætast í DHL-höllinni í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Tindastóll og Snæfell mætast á Sauðárkróki í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 ÍR og Hamar/Selfoss mætast í Seljaskóla í Intersportdeild karla í körfubolta.  20.00 Ármann/Þróttur og Breiðablik mætast í Laugardalshöll í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.30 Íþróttakvöld á RÚV.  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 World¥s Strongest Man á Sýn. Keppnin um sterkasta mann heims.  19.30 European PGA Tour á Sýn. Sýnt frá Opna Omega Hong Kong-mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi.  20.30 Bardaginn mikli á Sýn. Sýnt frá bardaga Joe Louis og Max Schmeling.  21.30 NFL-tilþrif á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, mun ekki stýra liði Keflavíkur í Lands- bankadeild karla á komandi tíma- bili en samningaviðræður á milli hans og stjórnar Keflavíkur voru komnar nokkuð á veg. Atli stað- festi þetta í samtali við Frétta- blaðið í gær og sagði að þótt til- boðið væri spennandi þá hefði þessi tímapunktur ekki hentað. „Það er ekkert launungarmál að samingaviðræður voru byrjað- ar og tilboðið um að þjálfa Kefla- vík var mjög freistandi en ég þarf að klára ákveðin persónuleg mál áður en ég get farið að þjálfa á nýjan leik og því gaf ég þetta frá mér,“ sagði Atli sem bætti við að sá sem tæki við liði Keflavíkur væri heppinn enda liðið mjög gott og stjórnin skipuð úrvalsmönn- um. Ætlar að þjálfa á nýjan leik Atli sagðist þó hafa fullan hug á því að þjálfa á nýjan leik en að tímapunkturinn yrði að vera rétt- ur. „Þetta er baktería sem maður losnar ekki svo auðveldlega við. Ég hef haft mjög gott af þessari hvíld og það er öllum hollt, á ein- hverjum tímapunkti, að stíga út og horfa á fótboltann að utan. Það gerir manni gott og ég hef séð marga hluti sem ég sá ekki þegar ég var í hringiðunni.“ Atli hefur ekkert komið nálægt þjálfun síðan hann hætti með landsliðið í maí 2003 og algjörlega fallið úr kastljósi fjölmiðlanna. Hann sagði það ekki hafa verið ásetning hjá sér og hann hefði ekki verið orðinn þreyttur á því að vera alltaf í umræðunni. „Voru ekki allir búnir að fá upp í kok af mér,“ spurði hann á móti. Atli hefur stýrt ÍBV og KR í efstu deild og gerði KR að Ís- lands- og bikarmeisturum árið 1999. Hann þjálfaði einnig HK og Fylki í 1. deildinni. Eftir afsvar Atla er ljóst að stjórn Keflavíkur mun setja allan sinn þunga í að ganga frá samn- ingi við Guðjón Þórðarson hið allra snarasta. Guðjón er reyndar í jólagjafainnkaupum í Englandi eins og sakir standa en er væntan- legur heim á næstu dögum. Rúnar Arnarson, formaður knattpsyrnudeildar Keflavíkur, hefur verið þögull sem gröfin undanfarna daga en það er ljóst að stjórn deildarinnar þarf að hafa hraðar hendur með að finna eftirmann Milans Stefáns Jan- kovic. oskar@frettabladid.is ATLI EÐVALDSSON Mun ekki þjálfa Keflavík á komandi leiktíð en segist ætla að þjálfa á nýjan leik. Fréttablaðið/Hilmar Þór Ólafur Ingi Skúlason: Groningen vill fá frest FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason, fyr- irliði íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mun ekki ganga til liðs við hollenska liðið Groningen á næstu dögum eins og fyrirhugað var. Forráðamenn Groningen hafa áhyggjur af formi Ólafs Inga en hann hefur verið meiddur undan- farnar átta vikur. Groningen þarf leikmann sem getur byrjað að spila strax í janúar og eftir að einn af útsendurum liðsins á Ólaf Inga spila með vara- liði Arsenal í fyrra- dag runnu tvær grímur á þá. Samkvæmt Ólafi Garð- arssyni, um- boðsmanni Ólafs Inga, er félag- ið þó e k k i búið að loka á kaupin en vildi fá meiri frest til að hugsa sín mál. ■ ÓLAFUR INGI SKÚLA- SON Samningurinn við Groningen í uppnámi. 56-57 (36-37) Sport 1 15.12.2004 14.04 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.