Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 39 Kobe Bryant og Ray Allen leiddusaman hesta sína þegar Seattle Supersonics tók á móti Los Angeles Lakers í NBA-körfu- boltanum í fyrrinótt. Lakers er heillum horfið eftir góðan árangur síðustu ára en Sonics er hins vegar á góðri sigl- ingu og þá sérstak- lega fyrir tilstilli Allens, sem hefur dregið vagninn. Bryant skoraði 35 stig í leiknum en það dugði ekki til því heimamenn unnu öruggan sigur, 108-93. Rashard Lewis, leikmaður Sonics, var stigahæsti maður leiksins með 37 stig. „Þeir lögðu svo mikla áherslu á að stöðva Ray að við nut- um góðs af því og fengum mikið af opnum skotum,“ sagði Lewis. Sonics hefur aðeins tapað fjórum leikjum til þessa en Lakers átta. Leikmenn Newcastle í ensku úr-valsdeildinni í knattspyrnu mega ekki fara í veislur yfir jólin. Þessi skip- un kom frá Graeme Souness, knatt- s p y r n u s t j ó r a Newcastle, en hann segir að sínir menn eigi ekki skemmtun skilið vegna dapurs gengis upp á síðkastið. Newcastle hafði uppi áform um að halda jóla- gleðskap fyrir leik- menn liðsins en Souness var á öðru máli. „Menn geta fengið sér í glas í rólegheitum en engin formleg veisla verður haldin,“ sagði Souness. Newcastle hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum. Barry Ferguson, leikmaður Black-burn, var kærður af enska knatt- spyrnusambandinu fyrir óíþrótta- mannslega framkomu í leik gegn Crystal Palace á laugardaginn var. Enska knattspyrnusambandið hefur ekki komist að niðurstöðu um refs- ingu á hendur Ferguson en hann lenti í útistöðum við Fitz Hall, leik- mann Palace. Knattspyrnustjórinn Rafael Beni-tez vildi ekki meina að markvörð- ur Liverpool, Jerzy Dudek, hefði átt sökina á að liðið gerði jafntefli við Portsmouth. Áhangendur vildu meina að Dudek hefði gert mistök sem urðu til þess að Lomana LuaLua jafnaði fyrir Portsmouth. „Hann átti von á sendingu frá Matthew Taylor sem misfórst þannig að ég álasa honum ekki fyrir markið,“ sagði Benitez. „Næsti leikur er gegn Newcastle og við verðum að jafna okkur á þessum leik hið fyrsta.“ Unnendur Manchester United getaglaðst yfir þeim fregnum að Eric Cantona ætlar að leggja leið sína á Old Trafford um helgina. Kappinn mun þó ekki rífa upp skóna að nýju heldur verður hann gestur í þætti á MUTV-sjón- varpsstöðinni en þátt- urinn hefst á eftir leik United við Crystal Palace á laugardag- inn. Cantona mun ræða um frammi- stöðu sinna fyrr- um félaga í þætt- inum auk þess sem hægt verður að senda goðinu tölvupóst með spurningum sem Cantona mun svara í beinni útsendingu. Jaap Stam hjá AC Milan vill ólmurað lið sitt dragist gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Stam var vinsæll hjá áhorfendum United- liðsins en þurfti frá að hverfa vegna deilna við Alex F e r g u s o n , kna t t spy rnu - stjóra liðsins. „Þetta yrði frá- bær viðureign og þá fengi ég líka tækifæri til að kveðja s t u ð n i n g s - mennina al- mennilega. Ég á margar góðar minningar frá Old Trafford,“ sagði Stam. Dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeild- arinnar á föstudaginn. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Besti afríski leikmaðurinn í Evrópu: Samuel Eto’o ber af FÓTBOLTI Kamerúninn Samuel Eto’o, leikmaður Barcelona, er besti afríski leikmaðurinn í Evrópu- boltanum að mati Spánverja en þarlend könnun um þetta var birt í vikunni. Þóttu 74 prósentum kappinn hafa staðið sig best enda leiktíðin verið frábær hjá liðinu meðan stórstjörnur á borð við Ronaldinho, Deco og Xavi hjálpa til. Þann stuðning hafði hann ekki hjá Mallorca, þar sem hann var áður, en gerði engu að síður góða hluti í hinni rauðu treyju eyjar- skeggja. Didier Drogba hjá Chelsea hlaut fimmtán prósent atkvæða og lenti í öðru sæti, Benni McCarthy hjá Celta Vigo náði því þriðja og Jay-Jay Okocha hjá Bolton varð fjórði. Spánverjarnir þekkja eðlilega minna til Okocha en Frónbúar og miðað við frammi- stöðu hans í vetur á hann að minnsta kosti skilið þriðja sætið, ef ekki annað, enda Drogba ekki enn sýnt sínar bestu hliðar með Chelsea eins og hann gerði reglu- lega með Marseille. Engu að síður leikur enginn vafi á að Eto’o á heiðurinn fylli- lega skilinn enda markahæstur í spænsku deildinni eins og sakir standa og hefur átt marga stór- leikina eins og gegn Real Madrid fyrir skemmstu. ■ BESTUR 2004 Af hinum fjölmörgu afrísku knattspyrnumönnum í Evrópu þykir Eto’o hafa staðið sig best á árinu. 58-59 (38-39) Sport 2 15.12.2004 19:54 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.