Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 59
FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 39
Kobe Bryant og Ray Allen leiddusaman hesta sína þegar Seattle
Supersonics tók á móti Los Angeles
Lakers í NBA-körfu-
boltanum í fyrrinótt.
Lakers er heillum
horfið eftir góðan
árangur síðustu ára
en Sonics er hins
vegar á góðri sigl-
ingu og þá sérstak-
lega fyrir tilstilli
Allens, sem hefur
dregið vagninn.
Bryant skoraði 35
stig í leiknum en það dugði ekki til
því heimamenn unnu öruggan sigur,
108-93. Rashard Lewis, leikmaður
Sonics, var stigahæsti maður leiksins
með 37 stig. „Þeir lögðu svo mikla
áherslu á að stöðva Ray að við nut-
um góðs af því og fengum mikið af
opnum skotum,“ sagði Lewis. Sonics
hefur aðeins tapað fjórum leikjum til
þessa en Lakers átta.
Leikmenn Newcastle í ensku úr-valsdeildinni í knattspyrnu mega
ekki fara í veislur yfir jólin. Þessi skip-
un kom frá Graeme
Souness, knatt-
s p y r n u s t j ó r a
Newcastle, en hann
segir að sínir menn
eigi ekki skemmtun
skilið vegna dapurs
gengis upp á
síðkastið. Newcastle
hafði uppi áform
um að halda jóla-
gleðskap fyrir leik-
menn liðsins en Souness var á öðru
máli. „Menn geta fengið sér í glas í
rólegheitum en engin formleg veisla
verður haldin,“ sagði Souness.
Newcastle hefur aðeins unnið einn
af síðustu sjö leikjum sínum.
Barry Ferguson, leikmaður Black-burn, var kærður af enska knatt-
spyrnusambandinu fyrir óíþrótta-
mannslega framkomu í leik gegn
Crystal Palace á laugardaginn var.
Enska knattspyrnusambandið hefur
ekki komist að niðurstöðu um refs-
ingu á hendur Ferguson en hann
lenti í útistöðum við Fitz Hall, leik-
mann Palace.
Knattspyrnustjórinn Rafael Beni-tez vildi ekki meina að markvörð-
ur Liverpool, Jerzy Dudek, hefði átt
sökina á að liðið gerði jafntefli við
Portsmouth. Áhangendur
vildu meina að Dudek
hefði gert mistök sem
urðu til þess að Lomana
LuaLua jafnaði fyrir
Portsmouth. „Hann átti
von á sendingu frá
Matthew Taylor sem
misfórst þannig að ég
álasa honum ekki fyrir
markið,“ sagði Benitez.
„Næsti leikur er gegn
Newcastle og við verðum
að jafna okkur á þessum
leik hið fyrsta.“
Unnendur Manchester United getaglaðst yfir þeim fregnum að Eric
Cantona ætlar að leggja leið sína á
Old Trafford um helgina. Kappinn
mun þó ekki rífa upp
skóna að nýju heldur
verður hann gestur í
þætti á MUTV-sjón-
varpsstöðinni en þátt-
urinn hefst á eftir leik
United við Crystal
Palace á laugardag-
inn. Cantona mun
ræða um frammi-
stöðu sinna fyrr-
um félaga í þætt-
inum auk þess
sem hægt verður
að senda goðinu tölvupóst með
spurningum sem Cantona mun
svara í beinni útsendingu.
Jaap Stam hjá AC Milan vill ólmurað lið sitt dragist gegn Manchester
United í Meistaradeild Evrópu. Stam
var vinsæll hjá áhorfendum United-
liðsins en þurfti frá að hverfa vegna
deilna við Alex
F e r g u s o n ,
kna t t spy rnu -
stjóra liðsins.
„Þetta yrði frá-
bær viðureign
og þá fengi ég
líka tækifæri til
að kveðja
s t u ð n i n g s -
mennina al-
mennilega. Ég á
margar góðar
minningar frá
Old Trafford,“ sagði Stam. Dregið
verður í 16 liða úrslit Meistaradeild-
arinnar á föstudaginn.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Besti afríski leikmaðurinn í Evrópu:
Samuel Eto’o ber af
FÓTBOLTI Kamerúninn Samuel Eto’o,
leikmaður Barcelona, er besti
afríski leikmaðurinn í Evrópu-
boltanum að mati Spánverja en
þarlend könnun um þetta var birt
í vikunni. Þóttu 74 prósentum
kappinn hafa staðið sig best enda
leiktíðin verið frábær hjá liðinu
meðan stórstjörnur á borð við
Ronaldinho, Deco og Xavi hjálpa
til. Þann stuðning hafði hann ekki
hjá Mallorca, þar sem hann var
áður, en gerði engu að síður góða
hluti í hinni rauðu treyju eyjar-
skeggja.
Didier Drogba hjá Chelsea
hlaut fimmtán prósent atkvæða
og lenti í öðru sæti, Benni
McCarthy hjá Celta Vigo náði því
þriðja og Jay-Jay Okocha hjá
Bolton varð fjórði. Spánverjarnir
þekkja eðlilega minna til Okocha
en Frónbúar og miðað við frammi-
stöðu hans í vetur á hann að
minnsta kosti skilið þriðja sætið,
ef ekki annað, enda Drogba ekki
enn sýnt sínar bestu hliðar með
Chelsea eins og hann gerði reglu-
lega með Marseille.
Engu að síður leikur enginn
vafi á að Eto’o á heiðurinn fylli-
lega skilinn enda markahæstur í
spænsku deildinni eins og sakir
standa og hefur átt marga stór-
leikina eins og gegn Real Madrid
fyrir skemmstu. ■
BESTUR 2004 Af hinum fjölmörgu afrísku knattspyrnumönnum í Evrópu þykir Eto’o hafa
staðið sig best á árinu.
58-59 (38-39) Sport 2 15.12.2004 19:54 Page 3