Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 54
„Í svartasta skammdeginu, þegar dagsbirtan varir aðeins í nokkrar mínútur í senn, er ekkert betra en að horfa á myndir af Íslandi í sól. Þetta er því einmitt tíminn til að horfa á mynd um veiði,“ segir Eggert Skúlason sem á dögunum gaf út DVD-diskinn Veiðiperlur, þar sem fylgst er með lax- og sil- ungsveiði víða um land. „Þetta er fyrst og fremst af- þreying fyrir veiðimenn og við merkjum á sölunni að fólk lítur á diskinn sem góða jólagjöf,“ bætir hann við. Sjálfur er Eggert mikill reynslubanki í gerð myndefnis af þessu tagi og segist hafa verið við- loðandi framleiðslu á um 1300 mínútum á sjónvarpsefni um lax- og silungsveiðar. „Við fundum í sumar að þessi reynsla er farin að telja og náðum til dæmis góðum senum undir yfirborðinu.“ Eggert er varaformaður Hjartaheils, landssamtaka hjarta- sjúklinga. Hann segir að jólatíðin sé mikill áhættutími fyrir hjart- veika. „Fólk er stressað og hefur áhyggjur af ýmsu. Það á líka til að borða meira en það þarf, mikið af söltuðum og reyktum mat en það skiptir máli að menn hlusti líka á hjartað í sér, ekki bara magann.“ Eggert er kunnur fyrir ástríðu sína á rjúpnaveiðum og vill meina að friðun rjúpunnar hafi ekki komið sér vel fyrir hjartasjúklinga. „Í rjúpnaveiði var holl hreyfing og menn gátu sótt sér hollan mat en nú er það frá.“ Hann hefur þó ekki gefið það upp á bátinn að fá rjúpu í jólamatinn. „Ég lifi í þeirri von að einhver sem hefur keyrt á svona níu rjúpur komi með þær í poka og gefi mér. Varaáætlunin er hins vegar að bryðja gæs sem ég skaut austur í Mýrdal í byrjun október.“ ■ 34 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Lifir í voninni um rjúpu EGGERT SKÚLASON: GEFUR ÚT MYNDDISK UM VEIÐAR. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Emil Ófeigur Ámundason, Berugötu 5, Borgarnesi, lést mánudaginn 13. des- ember. Erlendur Stefánsson múrari lést mánu- daginn 13. desember. Jón Kjartansson frá Pálmholti, Skúla- götu 80, Reykjavík, lést sunnudaginn 12. desember. JARÐARFARIR 13.00 Ragnar Björnsson, Efri-Reykjum, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.00 Vilborg Guðbergsdóttir, Berg- staðastræti 11A, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 14.00 Guðmundur Sigurdórsson, Akurgerði, Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hruna- kirkju. 15.00 Kristinn Snævar Björnsson, Strandaseli 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Magnús Eggertsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Sævar Þór Björgvinsson, Skóla- gerði 68, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. VIÐ TÖKUR SÍÐASTLIÐIÐ SUMAR Eggert hefur framleitt um 1.300 mínútur af myndefni um lax- og silungsveiðar. Á þessum degi árið 1916 var Framsóknarflokk- urinn stofnaður, en hann hefur verið lengst allra íslenskra flokka í ríkisstjórn. Í ársbyrjun höfðu önnur samtök bænda komið fram á sjónarsviðið sem kölluðu sig „óháða bændur“ og vildu stofna nýjan stjórnmálaflokk. Frá árinu 1912 hafði Bændaflokkurinn boðið fram en hann var lítt samstæð heild. Helsti hugmyndafræðingurinn að nýju bænda- samtökunum var Jónas frá Hriflu Jónsson. Jónas taldi að það yrði að stofna „stéttaflokka“ á Íslandi þar sem stjórnmálabarátta 20. aldar myndi markast af stéttastöðu einstaklinga. Jónas kom því ekki aðeins að stofnun bænda- samtaka heldur var hann líka einn hvatamaður- inn að stofnun Alþýðuflokksins fyrr á árinu. Bæði „óháðir bændur“ og Bændaflokkurinn buðu fram við landskjör í ágúst 1916 þar sem óháðir fengu einn mann kjörinn en Bændaflokkurinn eng- an. Í kjördæmakosn- ingu fékk Bændaflokk- urinn hins vegar fimm menn kjörna en hinir óháðu einn. Hinn 16. desember 1916 runnu flokkarnir sam- an í eitt og úr varð Framsóknarflokkurinn. Fyrsti formaður flokks- ins var Ólafur Briem en Hriflu-Jónas átti eftir að láta mikið að sér kveða innan flokksins næstu áratugi, gegna formennsku og ráðherra- dóm þótt aldrei yrði hann forsætisráðherra. 16. DESEMBER 1916 Jónas Jónsson frá Hriflu var helsti áhrifamaðurinn að stofnun Framsóknar- flokksins og Alþýðu- flokks Íslands. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1773 Teveislan í Boston á sér stað, en þá mótmæltu ný- lendubúar í Massachusetts teskattinum svokallaða og fleygðu tefarmi í breskum skipum fyrir borð. 1775 Rithöfundurinn Jane Austen fæðist. 1913 Charles Chaplin hefur störf hjá kvikmyndaverinu Key- stone. 1944 Síðasta stórorrusta Þjóð- verja og bandamanna hefst í Belgíu. Hún kostaði alls 200 þúsund hermenn lífið. 1949 Fyrsti Saab bíllinn er fram- leiddur. 1971 Pakistanskar hersveitir eru sigraðar í Bangladesh. Framsóknarflokkurinn stofnaður Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi Sigtryggur K. Jörundsson Silfurgötu 8a, Ísafirði, sem andaðist föstudaginn 10. desember á Heilbrigðisstofnun Ísa- fjarðarbæjar, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Hjálmfríður Guðmundsdóttir, Guðjón Ebbi Sigtryggsson, Halldóra Þor- láksdóttir, Alda Sigtryggsdóttir, Birgir Hermannsson, Jörundur Sigtryggs- son, Helga Sigurgeirsdóttir, Anna Sigtryggsdóttir, Tryggvi Sigtryggsson, Guðrún Stefánsdóttir, Hólmfríður Sigtryggsdóttir, Árni Sigtryggsson, Guðbjörg Skúladóttir, Jón Björn Sigtryggsson, Magdalena Sirrý Þórisdótt- ir, Hreiðar Sigtryggsson, Katrín Sigtryggsdóttir, Steingrímur Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa Sigurðar Magnússonar frá Þórarinsstöðum Seyðisfirði. Áður til heimilis að Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Magnús Helgi Sigurðsson, Inger Helgadóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson, Ólafur Már Sigurðsson, Sigrún K. Ægisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Brandur gíslason garðyrkjumaður og húskarl. Í tilefni sextugsafmælis míns 15. desember langar mig að hitta ætt- ingja og vini og gleðjast með þeim. Ég verð með opið hús í Hvíta- sunnukirkjunni Hátúni 2 frá kl. 14-19 laugardaginn 18. desem- ber. Komið þið bara frjálslega klædd með börnin og góðan anda. Vinsamlegast engar afmælisgjafir. Ef þið viljið gleðja mig þá er ég að safna fé fyrir Biblíuskóla unga fólksins. Bestu jólakveðjur. 60 Vegna útfarar Ragnars Björnsonar verður lokað frá 12-15. Bræðurnir ORMSSON, Lágmúla og ORMSSON, Smáralind LOKAÐ VEGNA ÚTFARAR Ástkær faðir minn, afi, bróðir, mágur og frændi, Haraldur Konráðsson Seilugranda 3, Reykjavík, er lést á heimili sínu 9. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vin- samlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas, hjúkrunarþjónustu krabba- meinssjúkra. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Björn Haraldsson, Björg Hulda Konráðsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Vilborg Guðbergsdóttir Bergstaðastræti 11a Reykjavík, sem lést 2. desember síðastliðinn á líknardeild Landakots, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. desember klukkan 13. Magnús Þórarinsson, Þórarinn S. Magnússon, Anna M. Ólafsdóttir, Guðbergur Magnússon, Guðný Ragnarsdóttir, Þórir S. Magnússon, Matthildur Guðmannsdóttir, Stefán Magnússon, Guðbjörg Ása Ander- sen, Jóhannes Magnússon, Elsa Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Sigríð- ur G. Pálsdóttir, Svanhildur Magnúsdóttir, Fanngeir Sigurðsson, barna- börn og barnabarnabörn. Ísak Máni og fjölskylda senda öllum sem hafa styrkt þau í veikindum Ísaks Mána þakkarkveðjur og óska gleðilegra jóla og friðsemdar á nýju ári. 54-55 (34-35) Tímamót 15.12.2004 14.58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.