Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 28
Steindór Erlingsson skrifaði grein í Fréttablaðið 10. desember sl. þar sem hann gagnrýndi „vantrúar- menn á villigötum“. Hér gagn- rýnir hann ofstæki einstakra trú- leysingja, vafalaust með ákveðn- um rétti. En ýmislegt hef ég samt við málflutning hans að athuga. Ég hef lengi haft miklar mætur á Steindóri sem vísindaheimspek- ingi. Best kann ég að meta þá ein- földu ábendingu hans að það er samspil genanna en ekki eigin- leikar einstaks litnings sem máli skiptir í líffræðilegum athugun- um. Vísindin, sem nú eru fyrst að kortleggja genin, eiga langt í land með að greina margflókna sam- verkan þeirra. Steindór hefur einnig verið í fremstu röð við að afhjúpa þá „mannbótastefnu“ sem felst í mörgum litningarannsókn- um. Þetta hefur hann ekki gert á trúarlegum forsendum heldur á grundvelli siðfræðilegrar rök- hyggju. Í leiðinni varar hann við gamaldags lögmálahyggju. Ég sem siðrænn húmanisti er Steindóri sammála um að í vís- indahyggju fyrri alda gat leynst siðblinda, oftrú á löggengi, van- mat á getu mannsins og frjálsum vilja hans. En þá skilja leiðir okk- ar að vissu marki. Þótt Steindór sé augljóslega ekki trúmaður sleppir hann algerlega allri gagnrýni á trúarbrögð eins og slíkt komi hon- um ekki við. Hann „gleymir“ því að lögmálshyggja 18. aldar var í raun og veru skilgetið afkvæmi trúarbragða, nánar tiltekið for- lagahyggju mótmælendakristni. Í stað guðlegs máttar kom hin al- gilda náttúra með skýlausum lög- málum langt ofan manninum og vilja hans. Guð varð náttúran. Það var samt spor í rétta átt, gleymum því ekki Steindór! Ég get hnýtt í einstök atriði í fyrrnefndri grein Steindórs en vil aðeins nefna örfá. Steindór bland- ar saman tvennu ólíku í trúar- brögðum. Annars vegar trausti á æðri mátt sér til stuðnings í lífinu. Hins vegar á trú á líf eftir dauð- ann. Öll trúarbrögð treysta á æðri mátt en aðeins örfá eru skýlaus í trúnni á annað líf. Jahve gyðing- dómsins umbunaði eða refsaði mönnum í þessu lífi allt í fjórða lið og lofaði engu um líf „fyrir hand- an“. Þannig líta rétttrúaðir Gyð- ingar á líf og dauða enn þá. Hins vegar urðu margir Gyðingar fyrir áhrifum af Zaraþústratrúnni persnesku með sína engla og djöfla, himin og helvíti, þetta varð hin alþýðlega trú meðal gyðinga sem þaðan barst í kristni og islam. Trúarbrögð Grikkja og Rómverja hinna fornu sendu alla dána til Hadesar þar sem líf þeirra var aumlegt mjög. Og svo eru það endurholgunarsinnarnir í millj- arðatali í heiminum núna. Steindór dettur í þá gryfju að tímasetja upphaf mannsins, homo sapiens, og nefnir töluna 50.000 ár. Þetta gerðu margir mannfræð- ingar fyrir þrjátíu árum, nú er aldur homo sapiens almennt lengdur mjög. Raunar er aðskiln- aður homo sapiens frá öðrum gerðum mannsins stöðugt umdeilt og raunar ósannanlegt fyrirbæri. En Steindór vill tengja upphaf homo sapiens við vitund hvers einstaklings um endalok lífsins á jörðu og þar með óskarinnar um framhaldslíf sem hann tengir við upphaf trúarbragða. Síkt hafi einmitt gerst fyrir 50.000 árum! Það stenst ekki ef trúarbragða- saga er skoðuð eins og rakið hefur verið. Þvert á móti er auðvelt að sjá í elstu (og „frumstæðustu“) trúarbrögðunum hvert upphafið var: hinir fornu guðir og andar táknuðu náttúruöflin sem maður- inn ýmist óttaðist eða gladdist með. Góðum öflum var þakkað og reynt var að blíðka þau illu með fórnum og öðrum helgiathöfnum. Neandersdalsmaðurinn var að grafa sína dánu með viðhöfn og fórnum væntanlega til að milda guði sína fyrir 300 þúsund árum. Viltu, Steindór, taka trúarbrögð- in og þar með mennskuna af þeim, en þetta tvennt viltu tengja saman? Ert þú í raun og veru öruggur um þessa samsvörun? Látum tímasetninguna liggja milli hluta. ■ 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR28 Um mennskuna og trúarbrögðin Ráðherrarnir tveir sem lögðu nafn Íslands við hernaðarinnrás- ina í Írak, í andstöðu við yfir- gnæfandi meirihluta Íslendinga, standa illa að vígi. Afglöp þeirra gagnvart landsmönnum eru sví- virðileg og hafa átt þátt í dauða tuga þúsunda saklausra borgara í Írak. Eftir því sem málstaðurinn er lakari, þeim mun meiri virðist heiftin meðal þeirra örfáu sem telja sér jafnan skylt að verja þessa tvo herramenn. Þeir örfáu hafa reynt að þyrla upp mold- viðri sem ástæða er til að lægja: 1. Hver er tilgangurinn með yfirlýsingunni í New York Times? Svar: Að mótmæla yfir- lýsingu íslenskra stjórnvalda um stuðning við innrás Bandaríkj- anna og „viljugra“ bandamanna þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri yfirlýsingu voru brotin ís- lensk lög, alþjóðalög – og íslensk lýðræðishefð. Ákvörðun um stuðning við innrásina tóku for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra Íslands einir án þess að málið fengi fyrst umfjöllun í ut- anríkismálanefnd Alþingis. Er það þó skylt samkvæmt íslensk- um lögum. 2. Af hverju segir í yfirlýsingu þjóðarhreyfingarinnar „Við, Ís- lendingar“, þótt augljóslega muni ekki allir Íslendingar styðja birt- ingu yfirlýsingarinnar? Svar: Vegna þess þeir sem styðja yfirlýsinguna eru Íslend- ingar, en hvergi er þeim barna- skap haldið fram að þar séu á ferð allir Íslendingar. Þegar söfn- uninni lýkur verður gefinn upp fjöldi þeirra Íslendinga sem styðja birtingu yfirlýsingarinnar með fjárframlagi sínu. 3. Hvers vegna að birta yfir- lýsinguna í New York Times en ekki í dagblaði í Írak? Svar: Stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefur vakið heimsathygli. New York Times er eitt virtasta dagblað heims og þangað sækja aðrir fjölmiðlar fréttir um alþjóðamál, meðal annars fjölmiðlar í Írak og á Ís- landi. 4. Hvað kostar að birta yfirlýs- inguna í New York Times og hvenær verður hún birt? Svar: Yfirlýsingin verður birt í janúar og kostar um 2,9 milljón- ir kr. 5. Væri ekki nær að láta það fé renna til hjálparstarfs? Svar: Til hjálparstofnana ættu allir aflögufærir að gefa. Sam- kvæmt frétt RÚV kostar hernað- urinn í Írak 63 milljarða króna á viku og verður bráðlega 95 millj- arðar króna; um ein Kárahnjúka- virkjun á viku. Nafn okkar og orðspor sem vopnlaus og frið- elskandi þjóð er líka nokkurra króna virði. – Verði afgangur af söfnunarfénu rennur hann óskertur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum borgur- um í Írak. 6. Hvar er hægt að lesa yfir- lýsinguna? Svar: Á vefslóð Þjóðarhreyfing- arinnar: www.thjodarhreyfingin.is 7. Hvernig get ég stutt birt- ingu yfirlýsingarinnar í New York Times? Svar: Með því að hringja (aft- ur ef þú hefur þegar gert það) í síma 90-20000. Þannig leggur þú 1.000 kr. (eitt þúsund krónur) til söfnunarinnar. Einnig má leggja frjáls framlög inn á söfnunar- reikning í SPRON: 1150-26-833 (kennitala Þjóðarhreyfingarinn- ar: 640604-2390). 8. Hvað geta tveir íslenskir ráðherrar leyft sér að gera í okkar nafni – án þess að við and- mælum? ■ Átta spurningar og sjö svör um auglýsingu GÍSLI GUNNARSSON PRÓFESSOR Í SAGNFRÆÐI UMRÆÐAN TRÚ OG TRÚLEYSI Steindór blandar saman tvennu ólíku í trúarbrögðum. Annars veg- ar trausti á æðri mátt sér til stuðnings í lífinu. Hins veg- ar á trú á líf eftir dauðann. ,, Sífellt er býsnast yfir því hvað lækningar og hjúkrun eru dýr þjónusta. Barlómur þessi dynur á okkur í fjölmiðlum allt árið um kring. Í þjónustugreinum sem þessum svo og öðrum er nefni- lega erfitt að mæla árangur í aur- um en þeim mun auðveldara að tína til kostnað. Gott dæmi um þetta eru augasteinsaðgerðir. Það er vitað hvað þær kosta en sára lítið um ávinning í krónum talið. Við sem störfum í þessum bransa sjáum þó daglega árangurinn sem birtist okkur með ýmsu móti. Gamall maður sem hefur verið nær ósjálfbjarga um árabil fer glaðbeittur aftur á stjá með endurnýjaða sjón að vopni. Sjón sem gerir það að verkum að allur kostnaður við umönnun hans lækkar. Spyrja má hvort hægt sé að setja mælistiku á þennan ár- angur og telja aðeins í krónum? Því miður sér fólk sjaldan tækifærin til sköpunar auðs í þessum þjónustugreinum. Stjórnmálamenn eru of önnum kafnir við tilraunir sínar að hindra aðgengi fólks til lækna. Svo virðist sem þeir líti á sí- vaxandi eftirspurn eingöngu sem vandamál í stað uppsprettu tækifæra. En hver eru þessi tækifæri? Eitt megineinkenni starfsemi á sviði lækninga og hjúkrunar er stór heimamarkað- ur. Stór heimamarkaður er oftast forsenda þess að hægt sé að stofna fyrirtæki í greininni og þróa þau og efla, fyrirtæki sem framleiða tækjabúnað eða starfa á sviði þjónustunnar. Fyrirtækin leita svo út fyrir landsteinana til frekari stækkunar þegar þau hafa náð að hasla sér völl í heima- landinu. Sænska fyrirtækið Capio sem rekur sjúkrastofnanir víða í Evrópu er gott dæmi um slíkt þjónustufyrirtæki. Gambro í Svíþjóð, Actavis, Össur og Medcare Flaga á Íslandi eru sömuleiðis góð dæmi um fyrir- tæki sem framleiða tæki og vör- ur til lækninga og endurhæfingar og selja þær út um allan heim. Ekki má gleyma þætti Háskóla Íslands þar sem eru stundaðar vísindarannsóknir á sviði lækn- inga og hjúkrunar svo eftir er tekið víða um heim. Þessar rann- sóknir skapa auð í þjóðfélaginu með beinum og óbeinum hætti. Lækningar og hjúkrun eru dýr þjónusta og eiga að vera það. Það er eitthvað mikið að í þeim lönd- um þar sem kostnaður við hana er lágur. Hættum því volæðis- söngnum og horfum frekar fram á við á öll nýju tækifærin sem bjóðast. Aftan á íslenskri mynt eru eingöngu myndir af fiskum. Ég legg til við stjórn Seðlabank- ans að mynd af hlustunarpípu prýði framvegis afturhlið hund- raðkrónu peningsins. ■ HJÖRTUR HJARTARSON UMRÆÐAN AUGLÝSING ÞJÓÐAR- HREYFINGARINNAR INGIMUNDUR GÍSLASON AUGNLÆKNIR UMRÆÐAN HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTA Lækningar og hjúkrun eru dýr þjónusta og eiga að vera það. Það er eitt- hvað mikið að í þeim löndum þar sem kostnaður við hana er lágur. Hættum því volæðis- söngnum og horfum frekar fram á við á öll nýju tækifærin sem bjóðast. ,,Horfum á tækifærin í stað barlóms 28-29 Umræðan 15.12.2004 13.44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.