Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 50

Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 50
SVIPMYND Hella Hella: Þorp í Rangárvallasýslu á eystri bökkum Ytri-Rangár. Íbúafjöldi: 635 um síðustu áramót. Upphafið: Byggð hófst 1927 er Þor- steinn Björnsson hóf þar verslun. Minnisvarði um landnám hans er á eystri bakka Rangár. Merkur maður: Ingólfur Jónsson, fyrr- verandi landbúnaðarráðherra, var löng- um kenndur við Hellu. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Kaupfélagsins Þórs sem reis upp úr verslun Þorsteins og var lengi aðal atvinnurekandinn á staðnum. Nafnið: Dregið af hellum sem leynast víða í nágrenninu. Séreinkenni: Ás sem gengur eftir þorpinu miðju. Merk náttúrufyrirbæri: Hellarnir sem áður er um getið. Samkomustaður: Gaddstaðaflatir eru einn besti skeiðvöllur landsins og síðast í sumar var haldið þar glæsilegt landsmót hestamanna. Rúna K. Tetzschner, ljóðskáld og myndlistarmaður, lifir þessa dagana eins og sígaunalistakona og þeytist um all- an bæ og setur upp tækifærissýningar á ljóðaskreytingunum sínum á vinnustöðum og les ljóðin sín. Hún gaf sér þó tíma til að draga upp mynd af einni fullkominni helgi: „Ég gæti hugsað mér að fara aftur til Péturs- borgar og sigla með flugbátnum yfir til Petr- ovaritsa eða Petershof. Ég myndi heilsa aftur upp á undraveröldina hjá stóru höllinni en forða mér svo inn í skóginn í leit að litlu af- skekktu skógarhöllinni sem ég fann þar fyrir tveimur árum. Skógurinn kringum höllina er umgirtur og ekki hverjum sem er hleypt inn. Fyrir tveimur árum komst ég að litlu höllinni en ekki inn í hana. En um draumahelgina er enginn sem hindrar för mína. Ég geng gegn- um skóginn uns ég kem í rjóðrið þar sem skógarhöllin stendur. Í þetta sinn er hliðið opið og ég kemst alla leið að höllinni. Hún hefur verið gerð upp en þar er enginn. Dyrnar eru ólæstar og höllin er öll búin dýrindis hús- gögnum og munum og nóg af öllu. Þessa draumahelgi dvel ég í höllinni eins og prins- essa. En ekki prinsessa sem er umkringd þjónum og hefur ótal skyldur, heldur prins- essa sem ræður sér algerlega sjálf og hefur allan tímann fyrir sig. Enginn veit hvar ég er og enginn hefur áhyggjur af mér. Ég hef heila helgi í ró og næði í höllinni í skóginum og tíminn stendur í stað. Svefnherbergið mitt er efst í turni hallarinnar og þaðan er útsýni í gegnum lítinn kringlóttan glugga. Ég sef í litlu himnarúmi með gullinni silkisæng og þarf ekki að vakna fyrr en ég hef sofið út. Ein í þessari draumaveröld er ég sátt; ég er ekki einmana og sakna einskis. Ég er með litina mína með mér og skapa ódauðlegt listaverk. Þegar ég sný aftur eftir hallardvölina er ég með mynd undir hendinni, flugbáturinn geng- ur til Pétursborgar samkvæmt áætlun og ég kemst á flugvöllinn áfallalaust, án þess að nokkur hafi tekið eftir fjarveru minni. Þar næ ég vélinni heim til Íslands og enginn spyr neinna spurninga. Minninguna um drauma- helgina í skógarhöllinni fyrir utan Pétursborg hef ég út af fyrir mig.“ ■ DRAUMAHELGI Í skógarhöll fyrir utan Pétursborg 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR20 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólastemning við Hafnarfjarðarkirkju. SJÓNARHORN Vissir þú... ...að krían er sá farfugl sem lengst ferðast en hún flýgur samanlagt 35.000 kíló- metra á ári? ...að hinn breski Edward Henry hannaði fyrsta skilvirka fingrafarakerfið árið 1896? ...að 5,5 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að jafnaði á réttarhöld yfir O.J. Simp- son sem voru sýnd í beinni útsendingu frá 24. janúar til 3. október 1995? ...að breski heimilislæknirinn Harold Shipman myrti 215 skjólstæðinga sína á árunum 1975 til 1998? ...að flest morð miðað við íbúafjölda eru framin í Kólumbíu eða 65 á hverja hundrað þúsund íbúa? ...að hinn danski Poul Lykke Jepsen hefur safnað 449 mismunandi íspinnum frá árinu 1988? ...að hæsta frístandandi mannvirki í heimi er CN-turninn í Toronto, Ontario í Kanada en turninn mælist 553,33 metrar? ...að Kínamúrinn er þrisvar sinnum lengri en Bretland? ...að mest seldi tveggja sæta sportbíll í heiminum er Mazda MX-5 Miata en framleiðsla á honum hófst í apríl árið 1989? ...að hæsta limúsína heims er 3,33 metrar frá jörðu og upp í topp? ...að heimsmetið í símakosningu var sett þegar 24 milljónir atkvæða voru greiddar um þá tíu sem komust í úrslit í Bandaríska Idolinu 21. maí árið 2003? ...að fyrsta grafítsprengjan var notuð í fyrsta Flóabardaganum árið 1991? ...að mjósta mitti á lifandi manneskju er mitti Cathie Jung í Bandaríkjunum sem er 1,72 há og mitti hennar er 38,1 sentímetri í ummál? ...að á Indlandi eru framleiddar flestar kvikmyndir í fullri lengd í heiminum? ...að elsta vikurit í heimi um töfra er Abracadabra sem gefið er út í Bretlandi og kom fyrst út 2. febrúar árið 1946? ...að fyrsta dagblað í heiminum sem náði einnar milljónar eintaka útbreiðslu var Le Petit Journal sem fyrst var gefið út í París árið 1886? ...að Ástralía hefur unnið flesta heimsmeistaratitla liða í skvassi, átta talsins? ...að stærsti súmóglímukappi í heimi heitir Chad Rowan og er 2,04 metrar á hæð og 227 kíló? Rúna vildi eyða draumahelginni eins og rússnesk prinsessa. ÞRIÐJUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR - auglýsingasími 550 5000 - - um ýmislegt o.fl. á hverjum degi - 50 (20) Allt bak 15.12.2004 15.10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.