Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 51
31FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 Flugvöllurinn: Kjördæmapot alþingismanns Eru menn alveg vissir um að innan- landsflug á Íslandi leggist af ef Reykjavíkurflugvöllur verður fluttur til Keflavíkur? Það er nú ekki nema 40 mínútu akstur frá Keflavík til miðbæjar Reykjavíkur, helmingi lengra en úr Grafarvogin- um í miðbæ Reykjavíkur. Liggi leið fólks hinsvegar upp í Breiðholtið, Hafnarfjörð eða Garðabæ breytir ekki miklu hvort lent sé í miðbæ Reykjavíkur eða Keflavík. Ekki þurfa allir farþegar innanlandsflugsins að fljúga upp að inngangi Alþingishússins. Með örum vexti millilandaflugs, sérstaklega eftir tilkomu Iceland Express, verður sífellt mikilvæg- ara fyrir fólk að komast á sem fljótastan og hagkvæmastan hátt beint á Keflavíkurflugvöll. Ég leyfi mér að efast um að flutningur inn- anlandsflugsins til Keflavíkur muni ganga að því dauðu eins og Einar K. Guðfinnsson alþingismaður virðist viss um samkvæmt grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á dögunum. Það væri áhugavert ef Hagfræði- stofnun kannaði hagræn áhrif flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur, greiðari aðgang fólks utan höfuðborgarsvæðisins að millilandaflugi, hagkvæmni sem hlýst af rekstri eins flugvallar í stað tveggja, flutning starfa frá Reykjavík til Keflavíkur í kjölfar vaxandi atvinnuleysis á Suður- nesjum vegna fækkun starfa hjá Varnarliðinu, hagræn áhrif upp- byggingar Vatnsmýrarinnar og þéttingar byggðar sem í því felst. Þingmaðurinn lætur í það skína að ekkert kæmi í stað flugvallarins fyrir atvinnulíf Reykvíkinga. Þarf að minna þingmanninn á að þetta landflæmi er í miðbæ Reykjavíkur sem býður upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu, verslun og viðskipt- um og skilur samt eftir nægt pláss fyrir fjölmenna íbúðabyggð. Enda er umframeftirspurn eftir íbúðar- húsnæði í miðbæ Reykjavíkur slíkt að fæstir, sem þess óska, geta leyft sér að festa kaup á húsnæði þar. Ég held að ekki sé hægt að fara í þessa umræðu án þessa að ræða þéttingu byggðar og möguleika miðbæjar Reykjavíkur. Einar ber flugvöllinn saman við lestarstöðvar í London og í Köben. Heldur Einar að lestar- stöðvarnar í miðborg London séu sambærilegar við landflæmið sem Reykjavíkurflugvöllur þekur? Samt er London 100 sinnum fjöl- mennari borg en Reykjavík. Flugvöllurinn heldur í gíslingu um helming alls landsvæði sem nýta má undir miðbæjarbyggð í Reykjavík! Ég efast um að Lundún- arbúar væru tilbúnir fyrir slík skipti. Þétting byggðar er eitt stærsta hagsmunamál Reykvík- inga, sem hefur í för með sér: Minni umferð; færri umferðaslys; minni útblástursmengun; styttri leiðir og ferðatíma (til og frá vinnu); minni fjárfestingu í gatnakerfi og bílum; hagkvæmari almenningssam- göngukerfi (aukin tíðni ferða og meiri skilvirkni); minni slit á gatna- kerfi og minni eldsneytisnotkun; betri nýting lands. Þetta eru alvöru hagsmunir sem skipta ekki síður máli en ferðatími frá þéttbýlisstöð- um á landsbyggðinni til Reykjavík- ur, en virðast ekki vega þungt hjá þingflokksformanni Sjálfstæðis- flokksins. Til að svara spurningu Einars K. Guðfinnssonar, þá þarf ekki að svipta Reykvíkinga sjálfs- forræði og hann þarf ekki hafa vit- ið fyrir okkur. Gæti verið að flutn- ingur innanlandsflugs til Keflavík- ur og uppbygging Vatnsmýrar auki skilvirkni íslensks efnahagslífs, skapi hagvöxt og ný störf, dragi úr mengun og auki lífsgæði ? ■ SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Auglýsingin í New York Times Vegna þeirra umræðna sem skap- ast hafa um fyrirhugaða auglýs- ingu Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times um Ísland og Íraks- stríðið hefur Fréttablaðið verið beðið að birta texta hennar í heild. Hann fer hér á eftir en nánar má lesa um málið á vefsíðu hreyfing- arinnar, thjodarhreyfingin.is. Þar kemur m.a. fram að í auglýsing- unni verður nefndur fjöldi þeirra Íslendinga sem kostuðu birtinguna: „Við, Íslendingar, mótmælum eindregið yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um stuðning við inn- rás Bandaríkjanna og ,,viljugra“ bandamanna þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri yfirlýsingu voru brotin íslensk lög, alþjóðalög – og íslensk lýðræðishefð. Ákvörðun um stuðning við inn- rásina tóku forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra Íslands einir án þess að málið fengi fyrst umfjöllun í utanríkismálanefnd Alþingis Ís- lendinga. Er það þó skylt sam- kvæmt íslenskum lögum, sem segja að þar skuli fjalla um öll meiriháttar utanríkismál. Ákvörð- un þessi hefur hvorki verið af- greidd formlega frá Alþingi né rík- isstjórn Íslands. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst innrás Bandaríkjanna og banda- manna þeirra brot á Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar með brot á alþjóðalögum. Alþingi Íslendinga neitaði að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi og Japan árið 1945, sem var þá skil- yrði fyrir stofnaðild að Sameinuðu þjóðunum. Með stofnaðild að NATO árið 1949 tóku Íslendingar sérstaklega fram að þeir myndu ekki lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð, enda hefur Ísland aldrei haft eigin her. Ákvörðun íslensku ráðherranna um að styðja innrásina í Írak er til vansæmdar íslenskri stjórnmála- sögu og hnekkir fyrir lýðræðið. Gengið er í berhögg við hefðir Alþingis Íslendinga, elsta löggjaf- arþings heims. Allar skoðanakann- anir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar er mótfallinn stuðningi íslensku ráð- herranna við innrásina í Írak. Við biðjum írösku þjóðina af- sökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak. Við krefjumst þess að nafn Ís- lands verði umsvifalaust tekið út af lista hinna „viljugu“ innrásarþjóða. Ísland hefur átt vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin um langa hríð. Þau samskipti hafa byggst á gagnkvæmu trausti og hreinskilni. Því teljum við skyldu okkar að koma þessum skoðunum á fram- færi – bæði við Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir. Þjóðarhreyfingin – með lýð- ræði“. ■ VIGFÚS KARLSSON SKRIFAR UM REYKJAVÍKURFLUGVÖLL 30-51 (30-31) Umræðan 15.12.2004 13.46 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.