Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 52
Hundrað prósent góðkunningjar Það hefur vakið nokkra athygli að í harðri sam- keppni bankanna um athygli neytenda hefur hundrað prósentalánunum verið haldið minna fram en búist var við. Íslandsbanki hefur haldið þeim nokkuð á lofti, enda tók bankinn frum- kvæði í þessu efni. Hundrað prósent lánin voru einkum hugsuð til þess að mæta þörf ungs fólks við kaup á fyrstu íbúð. Innan úr bankakerfinu heyrist hins vegar að áhugasömustu viðskiptavinirnir um hundrað prósent lánin séu nefnilega ekki hundrað pró- sent viðskiptavinir. Í stað þess að þjónustufulltrúum bankanna mæti bjarteyg ungmenni með vonir framtíðar- innar í brjósti eru viðskiptavinir hundrað prósent lánanna gamalkunnug andlit þeirra viðskiptavina bankanna sem gist hafa vanskilaskrárnar. Fólk sem bankarnir eru ekki spenntir fyrir að eiga hundrað prósent veð hjá. Asía lyftir fluginu Alþjóðleg samtök flugfélaga eru bjartsýn fyrir hönd greinarinnar á komandi árum. Formaður samtak- anna gerir ráð fyrir að farþegafjöldi í Asíu muni vaxa mikið á komandi árum og stuðla að vexti í starfsemi flugfélaga. Formaðurinn segir þó talsvert í að flugstarfsemin nái að vinna til baka það tap sem hún varð fyrir í kjölfar 11. september og af óttan- um við fuglaflensufaraldur. Vöxturinn í Asíu er góðar fréttir fyrir Íslendinga. Avion er með umtalsverða starfsemi í Asíu og Flugleiðir hafa boðað innkomu á þann mark- að í framtíðinni. Flug- leiðir hefja í vor flug til San Francisco og er ætlunin í framtíðinni að teygja leiðarkerfið til ört vaxandi markaðar í Asíu. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.344* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 101 Velta: 1.650 milljónir +0,29% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR … Gengi íslensku krónunnar hefur heldur veikst á síðustu dögum eftir mikla styrkingu í kjölfar vaxtahækk- unar Seðlabankans. Gengisvísital- an var um 115 stig í gærmorgun. Bandaríski Seðlabankinn hækkað vexti um 0,25 prósentustig í fyrradag. Stýrivextir bankans eru enn með lægsta móti. Þeir eru nú 2,25 prósent. Greiningardeild Íslandsbanka býst við að flest viðskiptalönd Ís- lands hækki vexti á næstunni. Þó er ekki gert ráð fyrir miklum vaxta- hækkunum á Evrusvæðinu og alls engum í Japan. Viðskiptahalli í Bandaríkjunum hefur aldrei mælst meiri en um þessar mundir. 32 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn … Actavis 38,50 +1,32% ... Bakkavör 24,20 -0,41% ... Burðarás 12,05 -0,42% ... Atorka 5,78 +0,52% ... HB Grandi 7,80 +5,41% ... Íslandsbanki 11,15 +0,45% ... KB banki 440,00 -0,56% ... Landsbankinn 11,90 - ... Marel 49,20 +2,50% ... Medcare 5,95 +0,68% ... Og fjarskipti 3,09 - ... Opin kerfi - ... Samherji 11,15 +6,19% ... Straumur 9,80 - ... Össur 76,50 +1,32% Kauphöllinni hefur verið boðið í OMX Samherji 6,19% Grandi 5,41% Marel 2,50% KB banki -0,56% Bakkavör -0,41% SÍF -0,41% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Inni í Fréttablaðinu í dag Sameinuð kauphöll í Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum hefur boðið íslensku kaup- höllinni að renna inn í sam- starfið. Skiptar skoðanir eru meðal aðila Kauphallar. Slík sameining gæti flýtt fyrir skráningu erlendra fyrir- tækja á íslenskan markað. Mikill áhugi er á því hjá sam- einaðri kauphöll Danmerkur, Finn- lands, Svíþjóðar og Eystrasalts- landanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kaup- hallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. „Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörð- un um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið , sem við erum í ásamt Norð- mönnum og OMX kauphöllinni,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæð- um en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hag- ræðinu með sameiginlegu við- skiptakerfi, sameiginlegum kaup- hallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næst- unni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til,“ segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunar- vald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norður- landanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að við- skiptavinir hafa mun greiðari að- gang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. „Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld,“ segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. „Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnis- rök fyrir því að fara í svona sam- runa en á móti því eru heimamark- aðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjón- ustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta,“ segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst mark- mið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi. thkjart@frettabladid.is Verslunarráð Íslands vinnur að skýrslu um alþjóðavæðinguna og íslenskt viðskiptalíf. Í skýrslunni verður sérstaklega fjallað um skattamál í alþjóðlegu samhengi. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs, segir að í kjölfar skýrslu um skattsvik og skattasniðgöngu sé mikivægt að áfram verði leitað leiða til þess að nýta tækifærin sem felast í al- þjóðavæðingunni. „Við erum fyrstir til að leggja til að það sé tekið á skattsvikum og höfum aldrei viljað hlúa að skattsvikum. Stóra málið er hins vegar að þetta leiði ekki til þess að menn hætti að leita að sóknar- færum í tengslum við alþjóða- væðinguna og Ísland,“ segir Þór. Hann segir að sú breyting hafi orðið á Íslandi að nú séu fyrirtæki stærri og öflugri en áður og hafi því betri færi til að afla sér þekk- ingar á skattkerfinu. - þk Frjáls verslun hefur valið Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, mann ársins í ís- lensku atvinnulífi. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, hefur verið útnefndur maður ársins í íslensku atvinnu- lífi. Það er tímaritið Frjáls versl- un sem stendur fyrir valinu. Í tilkynningu frá tímaritinu segir að hann hljóti verðlaunin fyrir einstaka hæfni við stjórnun félagsins. Í tilkynningunni er rak- inn árangur í rekstri Flugleiða á yfirstandandi ári en útlit er fyrir að afkoma fyrirtækisins verði betri en nokkru sinni fyrr. Vakin er athygli á því að þetta á sér stað samtímis því að flest flugfélög heims berjast í bökkum. Á þessu ári hefur Flugleiðir einnig hafið útrás og keypti ríf- lega tíu prósenta hlut í breska flugfélaginu EasyJet. Sérstaklega er getið um þátt Sigurðar og Flug- leiða í fjölgun ferðamanna. Þegar hann tók við sem forstjóri Flug- leiða árið 1985 var árlegur ferða- mannafjöldi hingað til lands um 85 þúsund en verður yfir 360 þús- und í ár. ■ MAÐUR ÁRSINS Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, hlaut viðurkenningu Frjálsrar verslunar. Sigurður valinn maður ársins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R KAUPHÖLLIN Á LEIÐ Í SAMEININGU? Norrænu kauphallirnar hafa boðið þeirri ís- lensku að sameinast undir merkjum OMX kauphallarinnar. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNS- SON Forstjóri Kauphall- ar Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Boða skýrslu um alþjóðavæðingu ÞÓR SIGFÚSSON Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. * Tölurnar eru frá um klukkan 13 í gær. 52-53 (32-33) Viðskipti 15.12.2004 14.47 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.