Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 33
3FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 Dós sem spilar íslenskt lag Hrífur ungabörn og öldunga og alla þar á milli. Spiladós með hinu geðþekka jólalagi Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar fæst í versluninni Kirsu- berinu á Vesturgötu 4 í Reykjavík. Það er Margrét Guðnadóttir, einn eigenda Kirsubersins, sem á heiðurinn að framtakinu en hún lét fyrir tveimur árum gera spiladósir með íslenskum þjóðlögum. Þær mæltust vel fyrir svo Margrét ákvað að róa áfram á sömu mið. „Þetta er búinn að vera langur ferill. Spiladósirnar sjálfar eru búnar til í Kína og ég byrjaði að undirbúa gerð þessara nýju í apríl,“ segir Margrét sem sjálf hefur búið til umgjörðina. „Ég reyni að hafa þær svolítið jóla- legar og held ég geti fullyrt að það hafi ekki verið gerð áður spiladós með íslensku jólalagi. En það hrífast allir af þessu, allt frá ungabörnum til öld- unga,“ segir Margrét og hlær. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Margrét lét gera spilverkið í Kína en hannaði sjálf umgjörðina. Hótel Keflavík býður nú fjórða árið í röð upp á lúxus- gistingu í desember gegn því að hótelgestir versli fyrir 14.800 krónur í verslunum, veitingastöðum eða öðrum fyrirtækjum í Suðurnesjabæ. „Þetta hefur mælst mjög vel fyr- ir,“ segir Steinþór Jónsson hótel- stjóri. „Á þessum fjórum árum hefur bærinn tekið miklum breytingum og okkur finnst ein- staklega gaman að vera þátttak- endur í svona verkefni, ekki síst þegar við sjáum að mikið er að gerast og bærinn að blómstra. Þá er ég bæði að tala um breytingar á verslunargötunni og allt að- gengi í bænum. Fjölbreytni í versluninni og öll þjónusta hefur aukist til muna. Hér eru miklar framtíðaráætlanir og mikill metnaður hjá öllum að standa sig vel og við finnum að það er að skila sér.“ Steinþór segir að fyrir starfs- fólk hótelsins sé desember stans- laus jólagleði. „Við erum hér með gesti sem eru í skýjunum með dvölina og alla þjónustu í bænum. Mesta ásóknin er auðvitað um helgar og þá tökum við fleiri inn en á virkum dögum. En við erum fyrst og fremst ákaflega stolt af hótelinu okkar og bænum og stát- um af því að vera einn mest skreytti bærinn á landinu. Hér er líka mikið af úrvalsveitingastöð- um og tilvalið að blanda saman tilbreytingu og jólaundirbúningi með því að bregða sér suður með sjó og njóta lífsins.“ Öll innkaup í bænum gilda sem greiðsla fyrir hótelherbergi, hvort sem um er að ræða mat, gjafavöru, þjónustu eða reikn- inga á veitingahúsum. Par þarf að versla fyrir 14.800 krónur samtals til að fá fría gistingu með morgunverði í tveggja manna lúxusherbergi. Tékkað er inn klukkan 14 og út klukkan 12. ■ Lúxusdvöl og jólainnkaup í Keflavík Hamarinn í Keflavík er fallega upplýstur en bærinn allur ljómar af jólaljósum. Hótel Keflavík býður upp á glæsilega jólagistingu fyrir tvo gegn því að verslað sé í bænum fyrir 14.800 krónur. Jólagjafir jólaföt Gott úrval Höfum opið til kl. 22 Laugavegi 51 • s: 552 2201 32-33 (02-03) Allt jólin koma 15.12.2004 14.42 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.