Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 36
Isabella Heiðrún Backman skemmtir sér úti í snjónum á meðan jólin dragast nær. PURGA-T 2x6lit.ai 12/10/04 11:38:10 AM Fallegar jólasveinastyttur, kertastjakar, tréskálar í mörgum útgáfum, geisla- diskahillur og margt margt fleira Munið heimasíðuna www.virka.is Mikið úrval af gamaldags og fallegri gjafavöru 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ekki af jörðu komið Jólamyndirnar í ár eiga það flestar sammerkt að fjalla um fólk sem er ekki til í raunveruleikanum. Búi og Símon. Leiðin til Gayu Frumsýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboganum og Borgarbíó á annan í jólum. Sýnd með íslensku tali Back to Gaya er evrópsk teiknimynd í þrívídd með ævin- týralegum blæ sem hlotið hefur lof fyrir fallegar teikningar. Myndin er byggð á persónunum Búa og Símoni úr sjónvarpsþátt- unum „Ævintýri Búa og Símons“ sem notið hafa mikilla vinsælda erlendis. Gaya er stórkostleg veröld, paradís með mögnuðu og litfögru landslagi og afar sérstökum íbú- um. Dag einn er töfrasteini nokkrum rænt þaðan en hetjurn- ar Búi og Símon halda við þriðja mann yfir í aðra vídd, líkari okk- ar eigin heimi, til að endur- heimta dýrgripinn. Þar ganga hlutirnir ekki alveg eins fyrir sig og þeir eiga að venjast. Fram undan eru miklar svaðilfarir og óvíst hvort hetjunum takist að snúa aftur til Gayu með töfra- steininn mikilvæga. The Incredibles Frumsýnd í Sambíóunum á annan í jólum. Sýnd með ensku og íslensku tali. The Incredibles kemur úr smiðju Pixar, sem færði okkur meðal annars Toy Story, Leitina að Nemó og Pöddulíf, en þeir hjá Pixar eru einna fremstir í heim- inum í dag í gerð tölvuteiknaðra kvikmynda. Myndin fjallar um hr. Incredi- ble sem er ofurhetja, eða var það í það minnsta þar til lögsókn á hendur ofurhetjum frá fólkinu sem þær björguðu neyddi yfir- völd til að fela þær í skjóli vitna- verndar til þær gætu lifað eði- legu lífi. Hann fær nafnið Bob Parr og býr með konu sinni Helen, sem einnig var ofurhetja, og þremur börnum þeirra. Hann vinnur fyrir tryggingafyrirtæki og er kominn með nóg af yfir- manni sínu og siðlausu starfi sínu, en konan hans hefur lagt hart að sér til að þau geti lifað eðlilegu lífi og reynt að halda honum frá nostalgíu um hetju- tíma sinn. Þegar hr. Incredible býðst hins vegar tækifæri til að verða aftur hetja fyrir tilstilli dularfulls uppljóstrara stekkur hann á tækifærið. Í ljós kemur að hann er leiddur í gildru af gömlum fjandmanni sem hann átti þátt í að spilla og öll fjöl- skyldan verður að koma upp um sig og taka höndum saman til að bjarga hr. Incredible og mörgum öðrum. ■ Á annan í jólum verða frumsýndar tvær skemmtilegar teiknimyndir sem öll fjöl- skyldan ætti að geta notið saman. Þær eru ævintýralegar og spennandi og eiga án efa eftir að draga marga í kvikmyndahúsin þessi jólin. 36-37 (06-07) Allt jólin koma 15.12.2004 14.29 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.