Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 64
44 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Hvað varð eiginlega um Nancy Sinatra? Í mörg ár höfum við ein- ungis fengið að sjá fótspor af stígvélunum hennar og talið að þau væru loksins hætt að ganga. Í bíómyndum á borð við Kill Bill höfum við svo verið minnt á hversu svakalega svöl stúlkan var ... og er. Á dögunum renndi Nancy fót- um sínum aftur í stígvélin og gerði nýja plötu. Hún fékk ekki verri menn til þess að aðstoða sig en Bono, The Edge, Jarvis Cocker, Morrissey, Calexico og (ótrúlegt en satt) Thurston Moore úr Sonic Youth. Hver listamaður gerir lag fyrir hana, útsetur, hljóðritar og fær hana svo til þess að syngja ofan á. Þar af leiðandi er platan svolítið í allar áttir, hljómar nánast eins og safnplata þar sem Nancy syngur öll lögin. Þetta veldur því að það eina sem heldur þessari plötu saman er rödd Nancy. Hún hefur vissulega veðrast í gegnum árin, er orðin örlítið dimmri en hún var ... en engu að síður mjög seið- andi og flott. Calexico fær tvö lög og gerir vel. Jarvis Cocker á eitt besta lag plötunnar með laginu Don't Let Him Waste Your Time. Thurston Moore gerði einfaldlega týpískt Sonic Youth-lag fyrir hana. Það er kannski skemmtileg upplifun að heyra Nancy syngja í gítar- hljóðheimi Moore. Lagið er eitur- svalt en festist varla í heila- hvelinu. Morrissey gaf henni einfald- lega lag af síðustu plötu sinni til þess að syngja. Sjálfur heyrist hann syngja bakraddir í lagi sínu Let Me Kiss You og hún skilar sínu vel. Lokalag plötunnar er svo eftir Bono og The Edge, sem eru í U2 fyrir þá sem ekki vita, og það er frábært lag. Þeir félag- ar virðast góðir í því að semja lög fyrir (h)eldri dívur. Mér fannst a.m.k. Goldeneye með Tinu Turner með betri Bond-lög- um en það er einmitt úr þeirra smiðju. Þetta er eitursvöl og kröfug endurkoma. Nancy er greinilega með þetta allt á hreinu og verður alltaf jafn svöl og pabbi hennar, Frank. Birgir Örn Steinarsson NANCY SINATRA: NANCY SINATRA NIÐURSTAÐA: Nancy Sinatra heldur kúlinu og gerir plötu með Bono, The Edge, Jarvis Cocker, Morrissey, Calexico og Thurston Moore. Frábær plata, þó að Geir Ólafs eigi ekki eftir að sam- þykkja þetta. FRÉTTIR AF FÓLKI Hærri viðmið gullplötuviðurkenninga Hærri viðmið gullplötuviður- kenninga en undanfarin ár gera það að verkum að nú þarf titill að seljast í 5.500 eintökum frá útgefanda og jafnframt að hafa náð samtals 3.500 eintaka sölu samkvæmt Tónlistanum, sem endurspeglar um 70% markað- arins. Að sögn Dadda Guðbergsson- ar, talsmanns Félags hljómplötu- útgefenda, var ákveðið að breyta viðmiðunum vegna þess að áður fyrr var hægt að fara ákveðnar leiðir til að ná gullplötumark- miðinu. Kom það fyrir að reynt var að selja plöturnar út af lager og viðkomandi síðan fengið að skila þeim aftur. „Þess vegna ákvað Félag hljómplötuútgefenda, til að þetta væri hreint og beint, að taka á seldum eintökum yfir búðar- borðið. Það gefur réttari mynd af því hvað er verið að selja út af lager,“ segir Daddi. Bætir hann því við að gullplatan sé fyrst og fremst ætluð sem viðurkenning til þeirra listamanna sem ná ár- angri. Hún sé hins vegar mjög eftirsóknarverð til að selja plöt- urnar betur fyrir jólin. Því hafi það komið fyrir að menn hafi reynt þessar leiðir til að fá meiri athygli. Þrátt fyrir hærri viðmið til að ná gullsölu vill Daddi ekki meina að færri gullplötur verði afhent- ar í ár. „Heildarsalan á hljóm- plötum hefur aukist um 30% á milli ára,“ segir hann. „Íslensk tónlist er að seljast töluvert meira en erlend og vægi ís- lenskra listamanna er alltaf að aukast.“ Daddi segir að útgefendur hafi þurft að bregðast við auk- inni niðurhölun laga af netinu og nú sé sú vinna farin að koma í ljós. „Ef það er einhver starf- semi sem hefur orðið mest fyrir barðinu á netinu er það útgáfa. Útgefendur hafa þurft að bregð- ast við þessum stórbreyttu að- stæðum á markaði. Þeir hafa þurft að vanda sig meira og kosta meiru til til að ná þessum árangri. Nú eru hljómplötur orðnar miklu eftirsóknarverðari vara,“ segir hann. Plötur Ragnheiðar Gröndal, Ragga Bjarna og stúlknasveitar- innar Nylon hafa allar náð gull- sölu. Einnig er búist við því að rappsveitin Quarashi og söng- konan Ellen Kristjánsdóttir nái þessu eftirsóknarverða mark- miði á næstunni. freyr@frettabladid.is Minnie Driver segisthafa rekist á draug í heimsókn sinni til Mexíkó. „Það var skrít- inn Mexíkói með sombrero-hatt og í ponsjó sem stóð við rúmgaflinn minn í Mexíkó. Hann stóð þarna þegar ég vakn- aði snemma um morg- uninn og hvarf fyrir framan augun á mér! Áður en ég gat sagt „Hola!“ eða „Buenos Dias“ snautaði hann í burtu. Þetta var mjög skrítið og óhugnanlegt.“ Þegar hún var spurð hvað hún hefði verið að drekka kvöldið áður sagði hún: „Fullt af tekíla!“ Daniel Radcliffe neitar að horfa ásína fyrstu kvikmynd um Harry Potter og Viskusteininn því honum finnst hann vera barnalegur í henni. Radcliffe, sem sá hluta af myndinni þegar hann var að skipta um stöðv- ar, slökkti strax á henni því hann þoldi ekki röddina í sér. „Ég hef ekki séð myndina í mörg ár og mig lang- ar ekki til þess. Þegar ég sá hluta af henni í sjónvarp- inu hélt ég að það væri eitt- hvað að hljóðinu mínu því röddin var svo skræk. Kannski horfi ég á hana einn daginn en ég er ekki viss um að það verði s k e m m t i - legt því ég er svo sjálfsgagn- r ý n i n n , “ s a g ð i Radcliffe. Vín með jólamatnum Bæklingur í næstu vínbúð Nancy snýr aftur! [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN NYLON Plata stúlknasveitarinnar Nylon, 100% Nylon, hefur náð gullsölu. ■ TÓNLIST 64-65 (44-45) Fólk 15.12.2004 20:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.