Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 20
„Það varð allt vitlaust. Morguninn eftir að Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum fylltist búðin og hún var troðfull af fólki frá morgni til kvölds alveg fram að jólum,“ segir Guðbjörg Jakobsdóttir, sem rak Bókabúð Árbæjar. Henni blöskraði bóksala stórmarkað- anna og hóf að selja kjöt með bók- unum fyrir jólin 1994. Það gerði hún í samvinnu við matvöruversl- unina sem stóð við hlið bókabúð- arinnar. Það er til marks um þróun mála að Guðbjörg hætti rekstri bókabúðarinnar fyrir fimm árum og hjónin sem ráku matvöruverslunina brugðu búi og þar er nú 11-11 verslun. Kjötsala bóksalans vakti ekki bara þjóðarathygli heldur heims- athygli. „Það hringdu fréttamenn frá Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi þannig að þetta varð rosa viðburður. Ég átti alls ekki von á því.“ Hin harða samkeppni knúði Guðbjörgu til að loka versluninni fyrir fimm árum. „Ég var ekki samkeppnishæf. Ég hefði þurft að eiga fimm svona litlar búðir til að geta barist við stórmarkaðina. Það þýddi ekkert að kaupa inn fyrir þessu einu búð, verðið frá birgjunum bauð ekki upp á það.“ Guðbjörg var lengi viðloðandi bóka- og ritfangasölu, bæði áður og eftir að hún rak Bókabúð Ár- bæjar. Nú hefur hún hins vegar snúið við blaðinu og nemur sál- fræði við Háskóla Íslands. ■ 20 MEÐALHÆNAN VERPIR 18 KÍLÓUM AF EGGJUM Á ÁRI Heimild: Bændasamtök Íslands SVONA ERUM VIÐ Á dögunum birtist frétt af því að hópur Akureyringa íhugi að bjóða fram lista nýs stjórnmálaafls í næstu þingkosning- um. Stjórnmálaflokkurinn á að vera þverpólitískur en eingöngu skipaður Akureyringum og á að tryggja þing- mann með búsetu í bænum. Lára Stefánsdóttir, sérfræðingur um hagnýtingu upplýsingatækni og vara- þingmaður Samfylkingar, sem búsett er á Akureyri, telur þetta ekki réttu leiðina til að koma sjónarmiðum Akureyringa á framfæri. „Slíkur hópur yrði einangraður á þinginu. Akureyringar eiga að reyna að koma sér eins ofarlega og þeir geta á framboðslistum stjórnmálaflokkanna. Það væri ekki minna spennandi að Akureyringar kjósi þá Akureyringa sem eru að bjóða sig fram.“ Lára segist þó hafa áhyggjur af því hversu fáir Akureyringar eru á þingi. „Ak- ureyri er öflugasti byggðakjarninn utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar þarf að efla uppbyggingu til að Íslendingar hafi fjölbreytta búsetumöguleika innanlands. Á sama tíma þurfum við Akureyringar að vera dugleg að koma sjónarmiðum okkar á framfæri alls staðar þar sem við getum, hvar sem er og hvenær sem er.“ Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og forsprakki átaksins Akureyri í öndvegi fer fyrir áhugamönnum um Akureyrarframboð Akureyringalista LÁRA STEFÁNSDÓTTIR Akureyringar kjósi Akureyringa AKUREYRARLISTI SJÓNARHÓLL Fyrir tveimur mánuðum síðan var stofnun samtaka um sárameðferð í burðarliðnum. Baldur Tumi Baldurs- son húðsjúkdómalæknir sagði í við- tali við Fréttablaðið að margir hér á landi þjáist af illlæknanlegum sár- um. Í öðrum löndum geti hlutfall slíks sjúklingahóps numið allt að einu prósenti og engin ástæða sé til að ætla að því sé öðruvísi farið hér á landi. Skömmu eftir að grein Fréttablaðs- ins birtist voru Sums – samtök um sárameðferð – stofnuð. Baldur Tumi segir að það hafi gengið vel fyrir sig. „Stofnfundurinn var haldinn hinn 28. október á Hótel Sögu og þang- að mættu fjórir erlendir fyrirlesarar úr heilbrigðisstétt. Það mættu um 120 manns á málþing um efnið og um hundrað manns gengu í samtökin að því loknu,“ segir Baldur. Á fundinum var stjórn samtakanna skipuð en hún hefur það verkefni á sínum snærum að skilgreina hlut- verk samtakanna. „Stjórnin mun setja sér markmið og skipa hópa til að marka stefnu í málum sem brenna á félagsmönnum. Það var forsendan fyrir stofnun samtak- anna.“ Baldur segir að stjórnin eigi eftir að ákveða á hvaða vettvangi félagið mun helst beita sér til að byrja með. „Það gæti til dæmis verið í rannsóknum á sárum, hvert rannsóknarferlið á að vera og þvíumlíkt. Þá mun félagið einnig halda uppi fræðslu um sárameðferð, bæði fyrir almenning og starfsfólk í heilbrigðisgeiranum.“ Mun beita sér fyrir rannsóknum og fræðslu EFTIRMÁL: STOFNUN SAMTAKA UM SÁRAMEÐFERÐ 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Baráttan um bóksöluna Sú var tíðin að bækur voru seldar í bókabúðum og ekki annars staðar. Hin seinni ár hafa stórmarkaðir selt bækur og höggvið skarð í sérhæfðu bóksalana sem um leið hefur fækkað. Nokkrir þrauka en mislíkar ástand- ið. Stórmarkaðirnir eru vændir um græðgi og sameining Pennans og Máls og menningar er gagnrýnd. BÓKSALA Bóksalan fyrir þessi jólin er nýhafin fyrir alvöru og bækur, stórar og smáar, streyma úr hill- um og af borðum verslananna. Líkt og síðustu ár fást söluvæn- legustu bækurnar í stórmörkuð- unum og hefur borðum með þeim verið komið fyrir inn á milli kjöt- borða og mjólkurkæla. Drjúgir af- slættir eru gefnir af jólabókunum og kaupendum fellur vitaskuld vel að þurfa að borga sem minnst. Ekki er óalgeng sjón að sjá inn- kaupakerrur hlaðnar bókum í bland við kjötfars, kartöflur og klósettpappír. Á tímum hafta og helsis þurfti sérstakt leyfi upp á vasann til að fá að selja bækur. Bókaútgefend- ur veittu leyfin og gættu þess að fjöldi útgefinna leyfa væri í sam- ræmi við íbúafjölda á hverjum stað. Þetta fyrirkomulag lagðist af fyrir mörgum árum en sumum bóksölunum verður hugsað til þess nú þegar hver sem er getur selt hvað sem er, hvenær sem er, fyrir hvað sem er. Gagnrýni þeirra á stórmarkaðasöluna felst fyrst og fremst í þeirri stað- reynd að hún fer aðeins fram síð- ustu þrjár vikur fyrir jól. Eftir það standa nokkrar kiljur og ein- staka barnabækur við kassana. Stórmörkuðunum er sumsé legið á hálsi fyrir að fleyta rjómann ofan af. Sérverslunum með bækur hef- ur fækkað talsvert en samkvæmt nýjustu Bókatíðindum eru þær nú á milli 30 og 40 á landinu öllu. Út- sölustöðum bóka fjölgar um ann- að eins fyrir jólin. bjorn@frettabladid.is Stuðtækið vinsæla F í t o n / S Í A F I 0 1 1 3 9 6 úr Popptíví 3.990 kr. Guðjón Smári Agnarsson bóksali: Óskiljanleg græðgi JÓLABÓKAFLÓÐIÐ. SMÆRRI BÓKSÖLUM SVÍÐUR BÓKSALA STÓRMARKAÐANNA LÍKT OG UNDANFARIN ÁR. „Þetta er erfið samkeppni og mér finnst afar ósanngjarnt þegar stórmarkaðirnir koma inn á mark- aðinn og selja bækur í þrjár vikur. Þetta er þvílík græðgi að maður varla skilur það,“ segir Guðjón Smári Agnarsson bóksali í Bóka- búð Lárusar Blöndal. Hann keypti verslunina fyrir fimm árum en þá stóð hún við Skólavörðustíg. Fyrir nokkrum árum flutti hann sig um set og inn í Engjateig. Guðjón Smári segist reyna að bjóða samkeppnishæft verð en baráttan sé hörð. „Auðvitað segir það til sín þegar svona stórir aðil- ar koma og heimta afslátt og geta pínt verðið niður.“ Hann segir alls konar fólk koma í búðina og kaupa bækur en telur ekki ólíklegt að einhverjir geri það af hugsjón. „Ég held að þetta sé ekki síst fólk sem vill að það ríki samkeppni í þessari grein. Þeir mættu þó vera fleiri,“ segir Guðjón Smári og hlær. Fyrir síðustu jól höfðaði hann einmitt til þessa hóps þegar hann auglýsti; „Viltu fákeppni eða samkeppni – þú velur þegar þú verslar.“ Auk þess að vera óánægður með bóksölu stórmarkaðanna síðustu tuttugu daga fyrir jól á Guðjón Smári bágt með að skilja hvers vegna Penninn fékk að kaupa Mál og menningu. „Það er alveg furðu- legt að Samkeppnisstofnun skildi leyfa þessa sameiningu. Í 49 vikur á ári er einn aðili gjörsamlega ráð- andi á markaðnum.“ ■ Guðbjörg Jakobsdóttir fyrrverandi bóksali: Kjöt fylgdi bókunum SELDI HANGIKJÖT MEÐ BÓKUNUM Guðbjörg Jakobsdóttir með dóttur sinni Jónínu og læðunni Lúsíu. GUÐJÓN SMÁRI AGNARSSON Skilur ekki að Penninn hafi fengið að kaupa Mál og menningu. BALDUR TUMI BALDURSSON LÆKNIR Um hundrað manns gengu í samtökin á stofnfundinum fyrir einum og hálfum mánuði. 20-21 (24 klst) 15.12.2004 20:36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.