Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2004, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 16.12.2004, Qupperneq 78
58 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugi- son lauk nýverið upptökum á myndbandi við ástarlagið I Want You af plötunni Mugimama, is this Monkeymusic? sem kom út fyrir skömmu. Afi og amma Mugison, þau Örn Geirsson og Erla Jónsdóttir, eru í aðalhlutverkum í myndbandinu. „Þetta fjallar um 50 ára ástarsögu ömmu og afa,“ segir Mugison. „Þau áttu 50 ára brúðkaupsafmæli fyrir tveimur vikum síðan. Mig langaði að gefa þeim yfirlit yfir eigin ævi og gera myndband í leiðinni,“ segir hann. Mugison segist hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að sannfæra ömmu sína um að taka þátt en hún gaf eftir á endanum. Afi hans, sem á síðasta lagið á nýju plötunni, var aftur á móti ekki eins tregur til. „Það var svo- lítið gaman að vera í tvo daga með ömmu og afa. Ég hef ekki verið svona lengi með þeim síðan ég var barn. Þetta eru eiginlega forrétt- indi og bara ótrúlega sniðugt. Við fórum á rúntinn um bæinn og kíktum á húsin sem þau bjuggu í hér á árum áður. Það var líka mikill fengur í að heyra allar sögurnar sem amma sagði mér,“ segir Mugison Í myndbandinu stíga þau Örn og Erla dans á bílastæði alþingishúss- ins, en þar var áður til húsa Góð- templarahúsið, eða Gúttó eins og það var kallað. Þar kynntust þau á dansleik á sínum tíma og vildi Mug- ison leyfa þeim að endurlifa þær stundir eins og best yrði á kosið. Mugison hefur nóg fyrir stafni á næstunni enda einn af áhuga- verðustu tónlistamönnum lands- ins um þessar mundir. Hann kem- ur fram á X-mas tónleikunum annað kvöld sem útvarpsstöðin X-ið stendur fyrir auk þess sem bæði Kastljós og Ísland í bítið ætla að fá hann í heimsókn. Á næsta ári eru síðan fyrirhuguð tvö myndbönd til viðbótar við lögin Sad as a Truck og Murr murr af nýju plötunni. freyr@frettabladid.is Hljómsveitin Kúrekar norðursins, sem er skipuð þeim Sigga Helga (Sigurði Helga Jóhannssyni) og Johnny King, er að leggja loka- hönd á geisladisk sem er tileink- aður hinum eina sanna kúreka norðurslóða, Hallbirni Hjartar- syni. „Við tókum eftir því á böllun- um hjá okkur í sumar að þegar við spiluðum lögin hans Hall- bjarnar trylltist lýðurinn,“ segir Siggi Helgi, sem situr nú sveitt- ur í hljóðveri við að ganga frá diskinum. „Þetta eru greinilega langvinsæl- ustu lögin sem við erum að spila og við ákváðum því að hljóðrita plötu með 14 bestu lögum Hallbjarnar.“ Siggi og Johnny hafa endurút- sett gömlu Hallbjarnarlögin en kántrýandinn svífur vitaskuld enn yfir vötnum og gamlir kunn- ingjar á borð við Lukku-Láka og hundinn Húgó eru enn í góðum gír. Það eru um 20 ár síðan Kúrekar norð- ursins voru upp á sitt besta en þeir segjast engu hafa gleymt og þurfa ekki annað en að taka upp hljóðfærin og byrja að spila. Æfingar eru formsatriði þegar Siggi og Johnny eru annars vegar. Hallbjarnardiskurinn kemur út í byrjun næsta árs en þeir félagar eru allt í öllu á á disknum, sjá um allan hljóðfæraleik, söng og raddir. ■ Kúrekar heiðra Hallbjörn SIGGI HELGI er að ljúka við 15 laga geisladisk þar sem Kúrekar norðursins syngja vinsælustu lög Hallbjarnar Hjartar- sonar. Siggi og Johnny King ætla að kynna diskinn á Glerártorgi á Akureyri á föstu- dags- og laugardagskvöld klukkan 20. HALLBJÖRN HJARTARSON, AFI OG AMMA Örn Geirsson og Erla Jónsdóttir, afi og amma Mugison, við tökur á nýja myndbandinu. TÓNLISTARMAÐURINN MUGISON: GERÐI MYNDBAND VIÐ ÁSTARLAGIÐ I WANT YOU: Afi og amma í aðalhlutverki 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ...fá íslensk ungmenni sem reykja minna, fara síður á fyllerí og neyta sjaldnar ólöglegra fíkni- efni. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Hrefna Hrund flutti inn 13 kíló af hassi með tengdasyni sínum Örþrifaráð öryrkja með hreina sakaskrá ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 220 til 240 milljónir króna Rétt rúmlega fimm milljónir gesta Austurhlíð Lárétt: 1 borðar allt, 6 sómi, 7 öfugur tví- hljóði, 8 tveir eins, 9 kvæðis, 10 skógardýr, 12 virði, 14 blekking, 15 kyrrð, 16 belti, 17 stefna, 18 nagli. Lóðrétt: 1 tík, 2 amboð, 3 sólguð, 4 vandalaust, 5 hrun, 9 óð, 11 lita, 13 Ö. litla tindilfætt, 14 band, 17 tímabil. Lausn. Lárétt: 1torgar, 6æra, 7ua, 8ff, 9óðs, 10elg, 12met,14tál, 15ró, 16ól, 17átt, 18gaur. Lóðrétt: 1tæfa, 2orf, 3ra, 4auðgert, 5 ras, 9ólm, 11mála, 13tóta, 14tóg, 17ár.. AÐ MÍNU SKAPI KRISTÍN ÝR BJARNADÓTTIR, RAPPARI Í IGORE OG KNATTSPYRNUKONA Í VAL TÓNLISTIN Ég er mest að hlusta á hip hop og r&b en hef samt gaman af allri góðri tónlist. Fór um daginn á Hressó þar sem Hjálmar voru að spila. Hafði aldrei heyrt um þessa hljómsveit, sem segir meira um mig en þá. Hafði mjög gaman af Hjálmunum; þetta er skemmtileg tón- list og ég kolféll fyrir söngnum! Þeir eru búnir að gefa út eina geislaplötu og ég ætla að fá hana í skóinn, takk! BÓKIN Er nýbúin að lesa Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Hef lesið allar þessar helstu sakamálabækur eftir Arnald og þykir Grafarþögn best. Þar er margt að gerast í einu sem gerir að verkum að maður er á tánum allan tímann! Finnst sérstaklega gaman að reyna sjálf við ráð- gátur bókanna og held að ég verði bara nokkuð góð lögga. BÍÓMYNDIN Sá seinast Bridget Jonesís Diary 2 og fannst hún mjög fyndin á köfl- um. Skemmti mér reyndar betur á fyrri myndinni, en þetta er allt mjög svipað. Svona týpísk stelpumynd, fullt af vand- ræðalegum augnablikum sem svo verða rómantískar minningar á endanum. BORGIN Ég hef ferðast til margra fram- andi landa og heimsótt misáhugaverðar borgir; en stoppað stutt í flestum og keyrt í gegnum enn fleiri. Hef ekki getað kynnt mér þessar borgir náið, fyrir utan sparkvellina. Svo að ég verð að gefa stór- borg okkar Íslendinga þennan titil. BÚÐIN Held að erfitt sé að leyna því að Leviís-búðin er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Ég get ekki labbað þar inn án þess að kaupa mér eitthvað. Hef alltaf fengið góða þjónustu og finnst það skipta miklu máli. VERKEFNIÐ Útgáfutónleikar Igore voru að mínu skapi! Þeir voru á Hverfisbarnum 11. desember. Einstaklega vel heppnaðir í alla staði! Skemmtilegir áhorfendur og stemningin góð. Frábærir strákar og ein- staklega góðir hljóðfæraleikarar spiluðu með okkur. Vil nota tækifærið og þakka hljómsveit og gestum fyrir vel heppnað kvöld! Addi, Biggi, Ingi og Jónas; Þúsund þakkir! Hjálmar, Bridget, Arnaldur og Levi's » FA S T U R » PUNKTUR 78-79 (58-59) Fólk 15.12.2004 20:25 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.