Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 62
„And on a dark, cold night / Under full moonlight / He flies into a fog / Like a vulture in the sky / And they call him Sandy Claws.“ - Jack Skellington, konungur Hrekkjavökulands, gaf löndum sínum frekar drungalega lýsingu á Jólasveininum í myndinni Nightmare Before Christmas. 42 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni The Polyphonic Spree: Together We Are Hea- vy, Pinback: Summer in Abaddon, Óðmenn: Óðmenn, Clinic: Winchester Catherdral og Lou Barlow: Emoh Jólin eru handan við hornið. Um að gera að dusta rykið af jólaplötun- um eða einfaldlega kaupa nýjar. Birgir Örn Steinarsson veltir fyrir sér jólaplötum síðustu ára. Á hverju ári fær einhver poppari þá frábæru hugmynd að gefa út jólaplötu. Oftast virðist þetta gert til þess að fá smá skerf af jólainn- kaupaæðinu frekar en að dásama hinn fallega anda jólanna. Þessi regla virðist gilda bæði úti og hér heima. Besta dæmið um vondar jólaplötur voru tilraunir Christinu Aguilera og Destiny's Child til þess að koma öðrum í jólaskapið. Það þýðir lítið að reyna að klína því yfir á aðra, ef þeir sem eru að búa til jólaplöturnar eru fjarri því að vera í gjafmildu stuði. En hvað er það sem gerir jóla- plötur klassískar? Okkur Íslend- ingum hefur fundist erfitt að semja jólalög. Ef íslenskir söngvarar hafa kosið að bjóða löndum sínum upp á „ný“ jólalög hafa þau oftast verið fengin að láni frá erlendum höf- undum. Oftast þá einfaldlega er- lent jólalög, með beinþýddum text- um eða þá að íslenskur jólatexti hefur verið festur við erlent popp- lag. Það var t.d. tilfellið við lagið Ég hlakka svo til sem Svala Björg- vins söng svo eftirminnilega. Gott dæmi um íslenska plötu, með „nýj- um“ jólalögum, þar sem textarnir voru þýddir er hin velheppnaða Jól alla daga frá árinu 1986. Við heyr- um enn lög af þeirri plötu í útvarp- inu í dag. Ætli það sé nokkuð hægt að finna formúluna fyrir hina full- komnu jólaplötu? Af einhverjum ástæðum eru nokkrar plötur sem virðast alltaf rjúka út úr plötubúð- unum ár eftir ár eftir ár. Nokkrir sálarfullir erlendir stórsöngvarar renna alltaf út úr búðunum fyrir hver jól. Það er varla hægt að halda utan um það hversu margar jólaplötur hafa ver- ið gefnar út í nafni Mahaliu Jackson. Elvis Presley gaf út jóla- plötu á ferli sínum og fyrir þessi jól er búið að safna saman öllum þeim jólalögum sem hann söng á eina plötu. Á mörgum íslenskum heimilum hefjast jólin ekki fyrr en Bing Crosby hefur sungið White Christmas. Ekkert annað lag í heiminum hefur verið hljóðritað af jafn mörgum listamönnum... en oftast er það útgáfa Crosby sem fólk man eftir. Önnur hetja frá sama tímabili, Nat King Cole, virð- ist einnig höfða sérstaklega vel til manna á jólunum. Ein af hressilegri jólaplötu allra tíma hlýtur að vera A Christmas Gift for You sem Phil Spector gerði árið 1963. Platan er frá gullaldar- tímabili Spectors og er „hljóðvegg- ur“ hans allsráðandi. Á plötunni taka hetjur á borð við The Ronettes, Crystals og Darlin Love klassísk jólalög á borð við White Christmas, Frosty the Snowman og I Saw Mama Kissing Santa Claus. Það hefur aldrei verið jafn mikið fjör á jólunum og árið sem þessi plata kom út. Önnur klassísk jóla- plata frá svipuðum tíma er The Beach Boys Christmas album. Hún hljómar í rauninni svolítið eins og poppplötur þeirra, enda hafa raddútsetningar þeirra oft verið mjög jólalegar. Önnur velheppnuð jólaplata var A Very Special Christmas sem var fyrst gefin út árið 1989. Platan var gefin út til styrktar ólympíuleikum fatlaðra. Eftirminnilegustu smell- irnir á plötunni voru eflaust Santa Baby í flutningi Madonnu, Have Yourself a Merry Little Christmas með The Pretenders, Christmas in Hollis með Run DMC og Christmas (Baby Please Come Home) í flutn- ingi U2. Eftir vinsældir þeirra plötu var ákveðið að gera þetta að seríu. Það var t.d. á A Very Special Christmas númer þrjú sem lagið Christmas Time með Smashing Pumpkins birtist fyrst. Íslensku jólalögin Hér á Klakanum eigum við okk- ar eigin jólahetjur. Plata Hauks Morthens, Hátíð í bæ, rýkur alltaf út um hver jól sem og plata systk- inanna Vilhjálms og Ellýjar Vil- hjálms. Diddú syngur oft inn jólin á mörgum heimilum enda seldist Jólastjarnan hennar í gull á sínum tíma. Hér áður fyrr urðu jólin ekki fullkomnuð fyrir yngstu kynslóð- ina fyrr en ein af þremur jólaplöt- um Ómars Ragnarssonar um Gáttaþef hafði fengið að renna í gegn. Jólapabbinn sjálfur er þó án efa Björgvin Halldórsson. Jólaplötur, þar sem hann söng hin ýmsu jóla- lög með gestum sínum, eru nánast uppistaðan af þeim jólalögum sem útvarpsstöðvarnar sprengja sig á fyrir hver jól. Af öðrum jólaplötum þar sem safnað var saman íslensk- um popphetjum má nefna Í hátíð- arskap frá árinu 1981, þar sem dúettinn Þú og ég fór á kostum, og plata Brunaliðsins, sem hét því ójólalega nafni Með eld í hjarta. Þar syngja Pálmi Gunnarsson, Ragnhildur Gísladóttir, Didda og Laddi nokkur þekkt jólalög. Ein nánast týnd jólaklassík er platan Heims um ból sem Hljóm- arnir gerðu, þó ekki undir nafni. Þar var m.a. að finna afbragðs út- gáfu á Snæfinni snjókarli. Uppáhaldsjólaplata grúskar- anna er líklegast Hvít er borg og bær sem innihélt jólalög Ingibjarg- ar Þorsteins. Þar sungu m.a. Egill Ólafsson, Megas og Björk Guð- mundsdóttir sem söng Jólaköttinn. Á mínu heimili er þó alltaf leik- in yfir jólamatnum jólaplata Sin- fóníuhljómsveitar Íslands sem heitir Hvít jól. Fyrr en hún er sett á fóninn, verða engin jól hjá mér. ■ Hverjar eru bestu jólaplötur allra tíma?                                                        ! " #      $   Nick Cave ætlar að gefa út þre- faldan geisladisk á næsta ári þar sem hann safnar saman öllum b-hliðar lögum og aukalögum. Þar verður að finna öll þau lög sem hann hefur gefið út, en voru ekki á breiðskífum hans, auk efnis sem aldrei áður hefur náð á plast. Plat- an spannar allan 21 árs feril Cave sem forsprakka The Bad Seeds og hefur að geyma hvorki meira né minna en 56 lög. Þannig er ekki að finna nein lög sem Cave hefur gert einn á þessum tíma, eða með öðrum en Bad Seeds. Cave er svo stoltur af b-hliðum sínum að hann kallar þetta bestu plötu sem hann hefur gert. Á plöt- unni er glás af tökulögum og út- gáfum af þekktum lögum eftir Cave sem hafa aldrei heyrst áður. Diskurinn kemur í búðir í lok mars á næsta ári. ■ Annar af tveimur söngvurum og forsprökkum The Libert- ines virðist ætla að standa við loforð sitt um að leggja sveit- ina í dvala eftir áramót. Carl Barat stofnaði á dögunum hljómsveitina The Chavs sem inniheldur liðsmenn úr The Charlatans, Razorlight og Primal Scream. Íslandsvinur- inn Tim Burgess syngur. Barat segir helstu ástæðu þess að The Libertines ætli í „frí“ vera að hann þurfi að fara í uppskurð og að þeir vilji losna við fyrrverandi félaga þeirra, Pete Doherty. The Chavs spilaði á sínum fyrstu tónleikum á dögunum og lék aðallega lög eftir The Charlatans og The Libertines. ■ THE LIBERTINES Carl Barat ætlar að fara í frí frá The Libertines til að huga að sveitinni The Chavs. The Libertines leysist upp NICK CAVE Ætlar að gefa út þrefaldan geisladisk þar sem hann safnar saman öll- um b-hliðar lögum sínum. Cave tekur til HAUKUR MORTHENS Konungur íslensku jólalaganna. Fáir hafa jafnmikil áhrif á jólastemninguna og Haukur. NAT KING COLE Einn þeirra sem höfðar vel til Íslendinga um jól. SVALA BJÖRGVINS Söng lagið Ég hlakka svo til sem nýtur enn gríðarlegra vinsælda. MAHALIA JACKSON Ógrynni af plötum hefur verið gefið út í nafni hennar. 62-63 (42-43) Tónlist 15.12.2004 20:59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.