Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 69

Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 69
FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005 37 N etið er ótæmandi brunnurvisku og óskynsamlegraupplýsinga. Með tilkomu netsins breyttist þróun tónlistar til frambúðar. Útgáfurisarnir misstu töluverða stjórn á markað- inum þar sem þeir gátu ekki leng- ur sent allt niður þann farveg sem þeir höfðu skapað. Tónlistar- menn höfðu nú aðrar leiðir til þess að ná til fólksins. Það virðist því sem útgáfurisarnir hafi ekki verið búnir að kortleggja neyt- endur tónlistar eins vel og þeir héldu. Margt bendir nefnilega til þess að plötusala hafi ekki minnk- að með tilkomu netsins, heldur hafi hún dreifst á fleiri söluaðila. Þannig hafa risarnir þurft að draga saman segl sín, á meðan fleiri minni fyrirtæki hafa komið vörum sínum á framfæri. Hver sækir í sinn heim. Þannig er það líka með tónlist og á netinu getur hver orðið sérfræðingur á sínu sviði, sama hversu þröngt það er. Þetta var erfiðara hér áður fyrr, þar sem hingað bárust aðeins nokkur tímarit á mánuði. Fyrir 10 árum síðan leituðu grúskarar t.d. nær eingöngu í blöð á borð við NME, Melody Maker eða Wire til þess að fá vís- bendingar um ferskustu straumana í tónlist. Í dag getur hver sem er beintengt sig hafi hann nettengingu heima hjá sér. Oft er erfitt að vita hvar á að byrja, en hér eru nokkrar ábend- ingar. Fréttir Flest tónlistarblöðin eru með vefi þar sem oftast er hægt að finna fréttir. Eðlilega eru fréttirnar á þeim oftast mjög bundnar því hvar í heiminum skrifstofur þeirra eru. NME.com er gott dæmi um það, þar sem flestar greinarnar eru um breskar sveit- ir. Sumar þeirra eru nánast óþekktar í öðrum löndum. Roll- ingStone.com gefur svo ágætis heildarmynd af því sem er að ger- ast á yfirborðinu í Bandaríkjun- um. Þungarokkarar geta fengið sinn skammt á Kerrang.com. Vef- urinn MTV.com gefur ágætis mynd af heimi unglinga, en „fréttir“ þar eru oftast bara orð- réttar fréttatilkynningar frá plötufyrirtækjum. Sjónvarps- stöðin reynir svo að sinna foreldr- um krakkanna með fréttaflutn- ingi á VH1.com sem tengir aðal- lega á fréttir annars staðar frá, oft frá viðurkenndum fréttastof- um svo sem BBC. Þeir sem hafa frekar brennandi áhuga á tónlist- armarkaðnum en tónlist ættu að skoða Billboard.com. Þeim sem líður best á yfirborð- inu er bent á vefina Dot- music.com, Soundgenerator.com og Popmatters.com. Þeir kafa ekki djúpt, en skila oftast fagleg- um fréttum af þeim tónlistar- mönnum sem eru ofarlega á sölu- listum víðs vegar um heim. Vef- urinn launch.yahoo.com er besti meginstraumsvefurinn því hann býður notendum upp á að skoða myndbönd og að heyra lagabúta. Þeir sem hafa einungis gaman af kántrítónlist geta fundið sér heimili á cmt.com. Plötudómar Með komu netsins hafa skapast nokkrir miðlar sem eru byrjaðir að hafa þó nokkur áhrif á mark- aðssetningu tónlistar. Þar má nefna Metacritic.com sem fjallar líka um kvikmyndir og tölvuleiki. Hann safnar saman dómum héðan og þaðan, svipað og Rottentom- atoes.com gerir við kvikmyndir, og setur upp heildareinkunn. Shakingthrough.net er svipaður vefur gagnrýnenda sem tekur þó enga heildareinkunn saman. Aðalfréttastofa grúskaranna er líklegast vefurinn Pitchfork- media.com. Hann er vel skrifaður og fréttaritarar þar eru duglegir í því að skúbba öðrum með merki- legar fréttir. Einnig virðist hann vera gjörsamlega óspilltur af „lögmálum“ stjórfyrirtækjanna. Það sést best á því að vefurinn gerir engar tilraunir til þess að útiloka neitt, sama þótt útgefand- inn sé stórlax, smálax eða graf- lax. Vefurinn býðir einnig gestum sínum að setja inn mp3 lög, sem aðrir grúskarar geta svo kynnt sér. Almennt grúsk og íslenskir vefir Annar slíkur grúskaravefur er breski vefurinn Drowned- insound.com. Þar eru fréttir ferskar auk þess sem vefurinn er frábær þegar kemur að því að finna athyglisverða tónleika í Bretlandi. Aðalstöð grúskaranna hlýtur þó að vera Allmusic.com. Þar er hægt að fá sögu, dóma og upplýsingar um nær alla tónlist- armenn heims. Hér á Íslandi er þróunin komin styttra. Vefurinn Rokk.is virðist vera miðstöð yngri tónlistar- manna sem vilja koma sér á framfæri. Þar er þeim boðið að setja lög sín á netið og fá við- brögð á spjallþráðum. Vefurinn mp3.is er eini íslenski vefurinn sem gerir tilraunir til þess að segja fréttir af íslensku tónlistar- lífi á kantinum. Hiphop.is átti að gera slíkt hið sama fyrir íslenskt hiphopp en er sjaldan uppfærður. Á hugi.is skiptast menn á skoðun- um um tónlist, en oft fara þær rökræður út í innantómt skítkast. Ekki má svo gleyma vefnum ton- list.is sem er fyrst og fremst tón- listarbúð sem selur stök lög og plötur. Þess vegna eru fréttirnar þar oft tengdar því sem selja á hverju sinni. biggi@frettabladid.is DOTMUSIC.COM Fyrir þá sem líður best á yfirborðinu. METACRITIC Fjallar um kvikmyndir og tölvuleiki. Þar má finna dóma allstaðar að. DROWNEDINSOUND.COM Þar eru fréttir ferskar auk þess sem vefurinn er frábær þeg- ar kemur að því að finna athyglisverða tónleika í Bretlandi. Þeir sem lifa og hrærast í tónlist sækja ekki lengur upplýsingar sínar á síður dagblaðanna. Fréttir dagsins í dag á netinu eru fréttir dagblaðanna daginn eftir. Góðir tónlistarvefir á netinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.