Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 69
FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005 37 N etið er ótæmandi brunnurvisku og óskynsamlegraupplýsinga. Með tilkomu netsins breyttist þróun tónlistar til frambúðar. Útgáfurisarnir misstu töluverða stjórn á markað- inum þar sem þeir gátu ekki leng- ur sent allt niður þann farveg sem þeir höfðu skapað. Tónlistar- menn höfðu nú aðrar leiðir til þess að ná til fólksins. Það virðist því sem útgáfurisarnir hafi ekki verið búnir að kortleggja neyt- endur tónlistar eins vel og þeir héldu. Margt bendir nefnilega til þess að plötusala hafi ekki minnk- að með tilkomu netsins, heldur hafi hún dreifst á fleiri söluaðila. Þannig hafa risarnir þurft að draga saman segl sín, á meðan fleiri minni fyrirtæki hafa komið vörum sínum á framfæri. Hver sækir í sinn heim. Þannig er það líka með tónlist og á netinu getur hver orðið sérfræðingur á sínu sviði, sama hversu þröngt það er. Þetta var erfiðara hér áður fyrr, þar sem hingað bárust aðeins nokkur tímarit á mánuði. Fyrir 10 árum síðan leituðu grúskarar t.d. nær eingöngu í blöð á borð við NME, Melody Maker eða Wire til þess að fá vís- bendingar um ferskustu straumana í tónlist. Í dag getur hver sem er beintengt sig hafi hann nettengingu heima hjá sér. Oft er erfitt að vita hvar á að byrja, en hér eru nokkrar ábend- ingar. Fréttir Flest tónlistarblöðin eru með vefi þar sem oftast er hægt að finna fréttir. Eðlilega eru fréttirnar á þeim oftast mjög bundnar því hvar í heiminum skrifstofur þeirra eru. NME.com er gott dæmi um það, þar sem flestar greinarnar eru um breskar sveit- ir. Sumar þeirra eru nánast óþekktar í öðrum löndum. Roll- ingStone.com gefur svo ágætis heildarmynd af því sem er að ger- ast á yfirborðinu í Bandaríkjun- um. Þungarokkarar geta fengið sinn skammt á Kerrang.com. Vef- urinn MTV.com gefur ágætis mynd af heimi unglinga, en „fréttir“ þar eru oftast bara orð- réttar fréttatilkynningar frá plötufyrirtækjum. Sjónvarps- stöðin reynir svo að sinna foreldr- um krakkanna með fréttaflutn- ingi á VH1.com sem tengir aðal- lega á fréttir annars staðar frá, oft frá viðurkenndum fréttastof- um svo sem BBC. Þeir sem hafa frekar brennandi áhuga á tónlist- armarkaðnum en tónlist ættu að skoða Billboard.com. Þeim sem líður best á yfirborð- inu er bent á vefina Dot- music.com, Soundgenerator.com og Popmatters.com. Þeir kafa ekki djúpt, en skila oftast fagleg- um fréttum af þeim tónlistar- mönnum sem eru ofarlega á sölu- listum víðs vegar um heim. Vef- urinn launch.yahoo.com er besti meginstraumsvefurinn því hann býður notendum upp á að skoða myndbönd og að heyra lagabúta. Þeir sem hafa einungis gaman af kántrítónlist geta fundið sér heimili á cmt.com. Plötudómar Með komu netsins hafa skapast nokkrir miðlar sem eru byrjaðir að hafa þó nokkur áhrif á mark- aðssetningu tónlistar. Þar má nefna Metacritic.com sem fjallar líka um kvikmyndir og tölvuleiki. Hann safnar saman dómum héðan og þaðan, svipað og Rottentom- atoes.com gerir við kvikmyndir, og setur upp heildareinkunn. Shakingthrough.net er svipaður vefur gagnrýnenda sem tekur þó enga heildareinkunn saman. Aðalfréttastofa grúskaranna er líklegast vefurinn Pitchfork- media.com. Hann er vel skrifaður og fréttaritarar þar eru duglegir í því að skúbba öðrum með merki- legar fréttir. Einnig virðist hann vera gjörsamlega óspilltur af „lögmálum“ stjórfyrirtækjanna. Það sést best á því að vefurinn gerir engar tilraunir til þess að útiloka neitt, sama þótt útgefand- inn sé stórlax, smálax eða graf- lax. Vefurinn býðir einnig gestum sínum að setja inn mp3 lög, sem aðrir grúskarar geta svo kynnt sér. Almennt grúsk og íslenskir vefir Annar slíkur grúskaravefur er breski vefurinn Drowned- insound.com. Þar eru fréttir ferskar auk þess sem vefurinn er frábær þegar kemur að því að finna athyglisverða tónleika í Bretlandi. Aðalstöð grúskaranna hlýtur þó að vera Allmusic.com. Þar er hægt að fá sögu, dóma og upplýsingar um nær alla tónlist- armenn heims. Hér á Íslandi er þróunin komin styttra. Vefurinn Rokk.is virðist vera miðstöð yngri tónlistar- manna sem vilja koma sér á framfæri. Þar er þeim boðið að setja lög sín á netið og fá við- brögð á spjallþráðum. Vefurinn mp3.is er eini íslenski vefurinn sem gerir tilraunir til þess að segja fréttir af íslensku tónlistar- lífi á kantinum. Hiphop.is átti að gera slíkt hið sama fyrir íslenskt hiphopp en er sjaldan uppfærður. Á hugi.is skiptast menn á skoðun- um um tónlist, en oft fara þær rökræður út í innantómt skítkast. Ekki má svo gleyma vefnum ton- list.is sem er fyrst og fremst tón- listarbúð sem selur stök lög og plötur. Þess vegna eru fréttirnar þar oft tengdar því sem selja á hverju sinni. biggi@frettabladid.is DOTMUSIC.COM Fyrir þá sem líður best á yfirborðinu. METACRITIC Fjallar um kvikmyndir og tölvuleiki. Þar má finna dóma allstaðar að. DROWNEDINSOUND.COM Þar eru fréttir ferskar auk þess sem vefurinn er frábær þeg- ar kemur að því að finna athyglisverða tónleika í Bretlandi. Þeir sem lifa og hrærast í tónlist sækja ekki lengur upplýsingar sínar á síður dagblaðanna. Fréttir dagsins í dag á netinu eru fréttir dagblaðanna daginn eftir. Góðir tónlistarvefir á netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.