Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,58 65,90 118,79 119,37 79,47 79,91 10,68 10,74 10,09 10,15 8,56 8,61 0,60 0,60 95,95 96,53 GENGI GJALDMIÐLA 14.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 111,8831 +0,90% 4 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Skeggrætt um staðsetningu álvers á Norðurlandi: Húnvetningar vilja stóri›ju STÓRIÐJA Fulltrúar allra átta sveit- arfélaganna í Austur-Húnavatns- sýslu hafa sent ríkisstjórninni áskorun þess efnis að Austur- Húnavatnssýsla eða Skagafjarð- arsýsla verði kynnt fyrir fjár- festum sem vænlegur valkostur varðandi staðsetningu fyrir stór- iðju. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, seg- ir að sveitarstjórnarmenn í Aust- ur-Húnavatnssýslu telji að þeir hafi orðið útundan í umræðunni um stóriðju og með áskoruninni vilji þeir koma sýslunni á fram- færi. „Við horfum einkum til um 50 hektara iðnaðarsvæðis við Eyjarey sem er miðja vegu á milli Skagastrandar og Blöndu- óss og í 40 km fjarlægð frá Sauð- árkróki. Það er mikill vilji á með- al sveitarstjórnarmanna í sýsl- unni fyrir að fá álver eða aðra stóriðju í sýsluna og á döfinni er að kanna hug íbúanna,“ segir Jóna. Austur-Húnvetningar telja að nálægð við Blönduvirkjun eigi að vega þungt varðandi staðsetn- ingu stóriðju á Norðurlandi og segja að allt frá því virkjunin hóf starfsemi árið 1991 hafi orkan verið flutt úr héraði til notkunar á sunnanverðu landinu. -kk Barnakláms leita› í tölvum Íslendings LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangs- miklum aðgerðum gegn alþjóð- legum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu „Icebreaker“ og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Ís- lendingurinn hefði tengst net- búnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndun- um. Lögreglumenn fóru inn á heimili hins grunaða snemma í gærmorgun, handtóku hann og gerðu hjá honum húsleit. Hald- lagðar voru fjórar tölvur sem voru til athugunar hjá lögreglu í gær. Við frekari leit var svo sótt meira af tölvubúnaði og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað vörslu barnakláms. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaður mannsins hefði að geyma barnaklám. „Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt,“ sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. „Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp, ná til upphafs- punktsins og finna þá sem fram- leiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum.“ Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því það hefði verið búið að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá hon- um efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til ann- arra hér á landi. jss@frettabladid.is Olíu-fyrir-mat rannsókn SÞ: N‡ gögn um flátt Annans SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Aðilar að rannsókninni á framkvæmd hinn- ar svonefndu olíu-fyrir-mat áætl- un Sameinuðu þjóðanna í Írak sögðu í gær að þeir væru að skoða með hraði ný gögn sem fram væru komin um málið og kunna að vera íþyngjandi fyrir Kofi Annan, framkvæmdastjóra sam- takanna. Gögnin kváðu benda til að Annan hafi vitað meira en áður var talið um samning sem gerður var á vegum olíu-fyrir-mat áætl- unarinnar við svissneskt fyrir- tæki sem sonur Annans, Kojo, var á launaskrá hjá. ■ Slys í sjóræningjaskipi: Háseti fær hníf í kvi›inn Hamfarir í Chile:Miki› tjón í jar›skjálfta CHILE, AP Stjórnvöld í Chile reyndu í gær allt sem í þeirra valdi stóð til að hindra frekari hörmungar og hlúa að þeim sem um sárt eiga að binda eftir að öflugur jarðskjálfti, 7,9 á Richter, skók dreifbýlt hérað í Andesfjöllum í norðurhluta landsins í fyrrinótt. Skjálftinn varð að minnsta kosti tíu manns að fjörtjóni og olli miklu tjóni á mannvirkjum. Vegir voru víða í sundur vegna jarðhruns. Reynist mælingin á styrkleika skjálftans rétt er þetta þriðji öfl- ugasti skjálftinn sem orðið hefur í heiminum síðan fljóðbylgju- skjálftinn mikli varð í Indlands- hafi um jólin. ■ VEÐRIÐ Í DAG Tölvubúna›ur, disklingar og myndbönd eru til rannsóknar hjá Lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um a› fla› innihaldi barnaklám. Eigandi búna›arins, 32 ára karlma›ur, var handtekinn í gær og yfirheyr›ur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M AG N Ú S EI N AR SS O N Í ÞYRLUNNI Hlynnt var að hinum slasaða um leið og hann var kominn í þyrluna SJÓSLYS Landhelgisgæslan sótti slasaðan sjómann í togarann Ostrovet frá Dóminíku í fyrrinótt. Sjómaðurinn, sem var rússneskur, hafði að sögn áhafnar hlotið stungusár á kvið við fiskvinnslu um borð. Ekki er þó talið útlokað að stungan hafi orðið eftir einhvers konar átök. Þegar tilkynnt var um slysið var togarinn 268 sjómílur frá landi. Þyrlan fór í loftið um fjögur um nóttina og fékk fylgd frá þyrlu varnarliðsins sökum þess hve fjarlægðin var mikil. Vel gekk að hífa manninn um borð í þyrluna enda voru fjórir skipverjar úr varðskipinu Óðni þá komnir um borð í skipið. Þyrlan var komin til Reykjavíkur rúmlega átta í gær- morgun og var hinn slasaði fluttur á sjúkrahúsið í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá togaranum var hinn slasaði 29 ára karlmaður frá Rússlandi, en flestir í áhöfn skipsins eru Rússar. - grs BANDARÍKIN BANASLYS Í DISNEY WORLD Fjögurra ára gamall piltur lést af völdum hjartaáfalls eftir að hafa farið í tívolítæki í Disney World skemmtigarðinum í Flórída. Tæk- ið á að líkja eftir geimskoti en því er skotið upp í loftið á ógnar- hraða. Margir hafa veikst í tæk- inu síðan það var tekið í notkun enda eru ælupokar um borð. Notkun þess var tímabundið stöðvuð eftir slysið en nú hefur hún verið heimiluð á ný. HLÚÐ AÐ SLÖSUÐUM Sjúkraliðar bera mann sem slasaðist í jarðskjálfatnum í Iquique í Norður-Chile á mánudagskvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P UPPTÆKAR TÖLVUR Tölvurnar hér að ofan gerði lögregla upptækar í mars í öðru máli en hér er fjallað um, en þó tengdu barnaklámi á netinu. Ljóst verður í dag hvort tölvurnar sem teknar voru í gær hjá 32 ára manni hafa verið notaðar til að vista barnaklám. IÐNAÐARSVÆÐIÐ VIÐ EYJAREY Sveitarstjórnarmenn í Austur-Húnavatns- sýslu telja sýsluna mörgum kostum búna með tilliti til stóriðju. BORGARFJÖRÐUR BILUN Í DREIFIKERFI Um klukkan sex í gærkvöldi fór rafmagn af í hluta Borgarfjarðar. Vinnuflokk- ur Rarik frá Borgarnesi var í gærkvöldi búinn að einangra bil- unina við álmu að Hítardal og vann að bilanaleit. Vonir stóðu til að fljótlega tækist að finna bilun- ina og koma rafmagni á bæi sem enn voru án rafmagns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.