Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 14
14 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Svonefndar nóróveirusýkingar hafa færst tals- vert í vöxt hér á landi á undanförnum árum, einkum þó yfir sumarmánuðina. Heilbrigðisyfir- völd búast við að þær geri vart við sig á kom- andi mánuðum. Algengustu einkenni þessarar hvimleiðu sýk- ingar eru niðurgangur og/eða uppköst og því geta fylgt kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Veikindin ganga í lang- flestum tilfellum yfir hjá hraustu fólki á einum til þremur sólarhringum án þess að til læknis- meðferðar þurfi að koma. Nóróveirusýkingarnar hafa gert talsverðan usla á undanförnum árum. Er þess skemmst að minnast að á annað hundrað manns veiktust í Húsafelli um hvítasunnuna í fyrra. Þá tókst ekki að sýna fram á uppruna smitsins en vonast var til að hægt væri að hindra frekari hópsýkingar með lagfæringum á vatnsveitu. Minni hópsýk- ingar, sem tengjast til dæmis veiðihúsum og sumarbústöðum, hafa einnig brotist út um landið. Þá hafa þær tengst veitinga- og hótel- rekstri, meðal annars vegna neysluvatns sem talið er hafa mengast af nóróveirum úr rot- þróm. Þessar veirur hafa líka valdið vandræð- um á öldrunarheimilum og sjúkrastofnunum, til dæmis á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Sýkingar á slíkum stofnunum geta reynst íbúum og starfsfólki þungbærar. Nóróveirusýkinga hefur einnig orðið vart á skemmtiferðaskipum sem sigla hingað til lands. Hreinlæti er besta vopnið gegn sýkingunum því þær eru bráðsmitandi. Dæmi eru um að veiran hafi borist í fólk með svifúða sem verður til við uppköst sjúklinga. Smitleiðirnar eru margar en meðal þeirra al- gengustu eru menguð fæða og vatn, svo og beint smit manna á milli. Þeir sem eru með nóróveirusýkingu eiga alls ekki að matreiða fyr- ir aðra. Góður handþvottur og annars konar hreinlæti er afar mikilvægt í baráttunni gegn nóróveirusýkingum. Heimild:Farsóttarfréttir Landlæknisembættisins. Hóps‡kingar sem herja á fólk á sumrin FBL – GREINING: NÓRÓVEIRUSÝKINGAR fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL KVENNA AF FJÖLDA ÞINGMANNA Á NORÐURLÖNDUNUM 2003 Heimild: Hagstofan Hagna›urinn á Hesteyri Ekki er óvarlegt a› ætla a› hagna›ur Hesteyrar af fjárfestingu sinni í Keri hf. ári› 2002 sé um fjögurra milljar›a króna vir›i í dag. Hesteyri er eigandi fjór›ungshlutar í VÍS sem er stór hluthafi í KB banka. Skinney-fiinganes á nú flri›jungshlut í Hesteyri. Fjárfesting Fiskiðjunnar Skag- firðings og Skinneyjar-Þinganess sumarið 2002 hefur skapað fyrir- tækinu Hesteyri verðmæti sem í dag má meta til að minnsta kosti fjögurra milljarða króna. Kaup sameiginlegs félags fyrirtækj- anna tveggja á tæplega fjórðungs- hlut í olíufyrirtækinu Keri hf., sem síðar varð næststærsti hlut- hafinn í Búnaðarbanka Íslands, skapaði fyrirtækjunum samnings- stöðu sem varð til þess að félagið hlaut í skiptum fyrir bréfin í Keri bréf í VÍS sem félagið á enn í dag. Það mun hafa verið að hug- mynd Jóns Eðvalds Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar, að ákveðið var að virkja gamalt félag í eigu Kaupfélags Skagfirð- inga til fjárfestingarinnar. Hvort félag um sig keypti helmingshlut í félaginu Hesteyri 2 ehf. og var nafni fyrirtækisins breytt í Eign- arhaldsfélagið Hesteyri ehf. Skip- uð var ný stjórn auk þess sem hlutafé var aukið verulega. Full- trúar Skinneyjar-Þinganes í stjórninni urðu þeir Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri og Gunnar Ásgeirsson stjórnarfor- maður, en frá Fiskiðjunni þeir Jón Eðvald og Þórólfur Gíslason stjórnarformaður. Þeir Aðalsteinn og Gunnar eru náfrændur Hall- dórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra en Þórólfur er forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga sem er mjög umsvifamikið á ýmsum sviðum. Sama dag og Hesteyri skipti um lit keypti félagið 22,53% hlut í Keri af Straumi fjárfestingarbanka en Hest- eyri hafði frumkvæði að við- skiptunum. Tilkynnt var um viðskiptin til Kauphallar Ís- lands 16. ágúst 2002. Valdabarátta og samningsstaða Kaup Hesteyr- ar lögðust illa í stærstu hluthafa Kers sem neit- uðu Hesteyri um hluthafa- fund sem fé- lagið hafði óskað eftir til að koma mönnum í s t j ó r n . Á s t æ ð a n mun hafa verið tak- markaður áhugi eins stærsta hluthafa Kers á að fá tiltekna fultrúa Hesteyrar í stjórn Kers. Höfnunin kom full- trúum Hesteyrar í opna skjöldu. Átök og þreifingar áttu sér stað um ýmsar lausnir á þeim vanda sem upp var kominn. Voru Hest- eyri boðnir ýmsir eignarhlutir í skiptum fyrir bréfin í Keri en að lokum varð það ofan á að félagið Norvík, sem var og er að mestu í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti bréf Hesteyrar í Keri og Hesteyri fékk fjórðungs- hlut Norvíkur í VÍS í staðinn. Um þau viðskipti hefur meðal annars verið fjallað og fulllyrt að hlutur- inn í VÍS væri um sjö hundruð milljónum króna verðmætari en hluturinn í Keri. Um þá kenningu skal ekki fullyrt. Hitt er hins vegar ljóst að verðmæti bréfanna í Keri byggðust að stórum hluta á því að Ker var ásamt S-hópnum í vænlegri stöðu um kaup á Búnaðarbankanum og varð síðar næststærsti hluthafinn í bankanum í gegnum einkahluta- félagið Eglu, en hlutur Kers í bank- anum varð síðar 35,2 p r ó s e n t . Staða Hest- eyrar var ekki síðri í g e g n u m VÍS því síð- a r n e f n d a fyrirtækið var einnig aðili að S- h ó p n u m með um 13,1 pró- senta hlut auk þess sem hlutur í VÍS var talinn góð fjárfesting. Hlutur Hesteyrar í VÍS Hesteyri greiddi um þrjá milljarða fyrir hlutinn í Keri og fjármagnaði kaupin með eigin fé fyrir um milljarð, en að öðru leyti með lánsfé frá Íslands- banka. Félagið er enn í dag hlut- hafi í VÍS með um fjórðungshlut. Sé tekið mið af lokagengi VÍS þegar félagið var afskráð úr Kauphöll Íslands í lok ársins 2004 og útistandandi hlutafé má telja að félagið hafi þá verið um 27 milljarða króna virði sem er upphæð í lægri kantinum þegar meta á félagið í dag en félagið hefur skilað góðri afkomu af eig- in rekstri auk þess sem það er stór hluthafi í KB banka. Þannig má ætla að hlutur Hesteyrar í VÍS sé fjórðungur þeirrar upp- hæðar, eða tæpir 7 milljarðar. Gengishagnaður Hesteyrar af VÍS frá því viðskiptin áttu sér stað er því að lágmarki 4 millj- arðar sem raunar er ekki fjarri þeim hækkunum sem hafa átt sér stað á markaði á þessum tíma. Ekki er það þó svo að hluthaf- arnir séu aðeins tveir í Hesteyri, því VÍS hefur keypt þriðjung hlutafjár í félaginu en Hesteyri hefur einnig keypt um fimmt- ungshlut í Skinney-Þinganesi. Þriðjungur fjögurra miljarða er um 1.300 milljónir króna fyrir hvert félag, Skinney-Þinganes og önnur. Hægt er að reikna hlut Halldórs Ásgrímssonar og fjöl- skyldu sem fjórðung þeirrar upphæðar, eða 325 milljónir. Hafa ber þó þann fyrirvara að um óinnleystan hagnað er að ræða. Það breytir því ekki að það er sú tala sem er lauslega reikn- uð og einkum og aðeins til komin vegna þess að Skinney-Þinganes ákvað við annað fyrirtæki að fjárfesta í Keri sem hafði lykil- stöðu í samningaviðræðum við kaup á ríkisbönkunum og síðar varð næststærsti hluthafi bank- ans. ■ SKEMMTIFERÐASKIP Nóróveirusýkingar hafa verið vandamál á skemmtiferðaskipum. Skipið á myndinni tengist fréttinni ekki. HJÁLMAR BLÖNDAL BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING HESTEYRI Fjölskylda forsætisráðherra Skinney– Þinganes Fiskiðjan Skagfirðingur Búnaðarbanki Íslands Hesteyri Ker VÍS 25% 50% 22,53% 13,1% 50% 25% (35,2%) TENGSLIN VIÐ HESTEYRI Hesteyri seldi 22,53% hlut sinn í Keri og fékk 25% hlut í VÍS sem eignaðist svo 13,1% í Búnaðarbanka Íslands en Ker keypti meira í Búnaðar- bankanum, eða 35,2%. ÞÓRÓLFUR GÍSLASON Sv íþ jó ð D an m ör k Fi nn la nd N or eg ur Ís la nd 30 ,2 % 38 ,3 % 37 ,5 % 45 ,3 % 36 ,4 %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.