Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 18
Á laugardaginn var sat ég ásamt nokkrum félögum mínum úr Þjóð- arhreyfingunni ánægjulegt mál- þing á vegum stjórnarskrárnefnd- ar, sem forsætisráðherra skipaði í vetur, og fékk það hlutverk að sjá um endurskoðun á stjórnar- skránni – þó aðallega I. II. og V. kafla hennar, þ.e.a.s. kafla sem fjalla um forsetaembættið og skipan dómsvaldsins. Þó er ekkert í skipunarbréfi nefndarinnar, sem beinlínis bannar henni að endur- skoða stjórnarskrána í heild sinni, ef svo ber undir. Eins og kunnugt er var það eft- ir hinar hatrömu deilur í fyrra- sumar, fyrst um fjölmiðlafrum- varp Davíðs Oddssonar og í fram- haldi af því deilunni um málskots- rétt forseta í 26. grein stjórnar- skrárinnar, sem ákveðið var að koma nefnd þessari á laggirnar. Því er ekki nema eðlilegt að menn tortryggi tilgang forystumanna ríkisstjórnarinnar með skipan nefndarinnar og telji dulda undir- rót og markmið þessarar endur- skoðunar vera þá að svipta for- setaembættið því valdi í framtíð- inni að geta synjað lögum undir- skriftar og knýja með því fram þjóðaratkvæði um tiltekið deilu- mál. Að 26. greininni óbreyttri munu handhafar valdsins í fram- tíðinni ekki komast upp með það öðru sinni að skjóta sér undan skýrum fyrirmælum stjórnar- skrárinnar um þjóðaratkvæði. Það vekur hins vegar vonir um að vinna nefndarinnar skili já- kvæðum árangri, hún hefur ákveðið að starfa fyrir opnum tjöldum og kveðja sér til liðsinnis félagasamtök og áhugamanna- hópa, sem allir eru frjálsir að því að koma tillögum til breytinga á framfæri við nefndina. Um 20 mismunandi hópar tóku þátt í fyrrgreindu málþingi og er óhætt að segja, að taki nefndin tillit til þeirra tillagna, sem þeir lögðu fram, þá verður öll stjórnarskráin undir, en ekki bara þeir kaflar sem forsætisráðherra lagði áherslu á í skipunarbréfinu. Nefndinni er ætlað að skila áliti fyrir árslok 2006. Nái hún sam- komulagi um breytingar, og fái þær breytingar samþykki Alþing- is, verða þær til umræðu við al- þingiskosningar vorið 2007, og öðlast gildi eftir að nýtt þing hefur samþykkt þær öðru sinni. Því er ekki við að búast að rót- tækustu tillögurnar finni náð fyrir augum nefndarinnar, en þær eru: Að framvegis verði kosið um stjórnarskrárbreytingar í þjóðar- atkvæðagreiðslu og að kvatt verði til sérstaks stjórnlagaþings eða þjóðfundar sem fái það hlutverk að setja lýðveldinu Íslandi stjórn- arskrá við hæfi þeirra tíma sem við lifum á. Fengju þessar tillögur hljómgrunn yrðu þetta einu breyt- ingar sem gerðar yrðu á stjórnar- skránni í þessari lotu og raunveru- leg vinna við stjórnarskrársamn- ingu gæti svo hafist á næsta kjör- tímabili. Það er hins vegar ekki raun- hæft að ætla annað en að þessi stjórnarskrárnefnd reyni nú að ná samkomulagi um breytingar sem svo fari í dóm þjóðarinnar með þeim hætti sem nú er mælt fyrir um í gildandi stjórnarskrá: Sam- þykki tveggja þinga með alþingis- kosningum í milli, þannig að ekki yrði kosið sérstaklega um breyt- ingarnar heldur blönduðust þær inn í hina almennu þjóðmálabar- áttu. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvaða breytingar á stjórnar- skránni núverandi stjórnarflokk- ar vilji að blandist inn í næstu kosningabaráttu flokkanna. Mun þeim þykja sigurstranglegt að ganga til kosninga sameiginlega undir því merki að svipta forseta- embættið þeim málskotsrétti til þjóðarinnar sem felst í núverandi 26. grein og bjóða í staðinn að efna megi til þjóðaratkvæðis að kröfu tiltekins fjölda þingmanna, eða með undirskriftum tiltekins fjölda kjósenda? Að áliti þeirra þingmanna sem að samningu þessa ákvæðis komu á þinginu 1944 var þetta ákvæði óhjákvæmilegt sem tákn þess að allt vald sé komið frá þjóðinni. Þjóðhöfðinginn undirskrifar lög í hennar nafni sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, kosinn með jöfnu vægi atkvæða allra þegna landsins sem eins kjördæmis. Synji hann lögum undirskriftar ganga þau lög til þjóðarinnar til samþykkis eða synjunar. Þetta ákvæði er jafnframt eini valdhem- illinn á störf Alþingis, eina hindr- unin gegn því að hér ríki algert þingveldi (eða í reynd algert ein- veldi foringja þingmeirihlutans hverju sinni). Mér hefur sýnst þjóðin skynja þetta á undanförnum árum og ára- tugum. Og þjóðinni þykir vænt um embætti forsetans og hefur ávallt reynt að standa vörð um að vegur þess og virðing verði ekki skert. Ég held því, að ekki sé vænlegt fyrir núverandi stjórnarflokka að láta kjósa um afnám 26. greinar- innar í næstu kosningum, jafnvel þótt þeir bjóði aðrar leiðir til að knýja fram þjóðaratkvæði. Þær mega gjarnan koma til viðbótar málskotsrétti forsetans – en ekki í staðinn fyrir hann. Að svo mæltu óska ég nefnd- inni allra heilla í þýðingarmiklu starfi sínu. ■ Viðvörunarbjöllur efnahagslífsins glymja um þessarmundir úr mörgum áttum, bæði innanlands og frá erlend-um stofnunum sem við eigum aðild að. Nú síðast var það sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem sendi frá sér álit um efnahagsmálin hér á landi, eftir að hafa dvalist hér og kynnt sér málin af eigin raun. Athygli erlendra stofnana beinist gjarnan að ríkisfjármálunum og er áréttað að þar þurfi menn að hafa var- ann á. Það er líka sá þáttur sem ætti að vera auðveldast að stjórna, því erfitt er fyrir yfirvöld að hafa hemil á einkaneysl- unni, þar sem einstaklingarnir koma beint við sögu. Einkaneysl- an birtist um þessar mundir einna gleggst í miklum innflutningi á bílum, ekki síst frá Norður-Ameríku. Stórir amerískir drekar eru orðnir býsna fyrirferðarmiklir á þjóðvegum landsins og þeim á enn eftir að fjölga, ef fram heldur sem horfir með lágt gengi Bandaríkjadollars. Þá hefur innflutningur á ýmsum öðr- um varanlegum neysluvörum svokölluðum aukist mjög á undan- förnum mánuðum. Sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hrósar íslenskum stjórnvöldum í upphafi álits síns fyrir að fylgja af festu stefnu sem lagt hefur grunninn að kröftugum hagvexti og á þar við uppbyggingu stóriðju sem nýtir hreina orku. Þessi upbygging hefur hins vegar í för með sér miklar sveiflur í hagkerfinu, og það er þar sem stjórnvöld þurfa að koma inn í. Sendinefndin tel- ur að meira aðhald þurfi varðandi fjárlög ríkisins, og nú þegar undirbúningur fjárlaga næsta árs stendur yfir þurfa stjórnvöld að taka fullt tillit til þessara athugasemda. Það hlýtur að koma sterklega til greina að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum, þótt það verði kannski ekki vinsælt hjá mörgum einstaklingum sem lengi hafa beðið eftir því að skattar yrðu lækkaðir. Tekju- skattsprósenta lækkaði um eitt prósentustig um síðustu áramót, en á móti kom að útsvarið hækkaði í mörgum sveitarfélögum. Tekjuskattsprósentan á svo að lækka jafnmikið um næstu ára- mót og síðan um tvö prósentustig árið 2007 – á kosningaári. Þá á eignarskattur að falla að fullu niður um næstu áramót. Þetta eru þær skattalækkanir sem hugsanlega væri hægt að fresta í hinni miklu uppsveiflu sem nú er. Þá er það útgjaldahliðin, sem oft hefur verið auðveldara fyrir ríkið að snúa sér að við svipaðar að- stæður. Niðurskurðarhnífnum hefur þá gjarnan verið beitt á fyrirhugaðar vegaframkvæmdir, þótt nauðsynlegar séu. Það er að sjálfsögðu hægt fyrir ríkið að draga úr ýmsum framkvæmd- um öðrum, en þá koma kjördæmahagsmunir oft við sögu og þingmenn eru minntir á það af ýmsum þrýstihópum að það eru kosningar á fjögurra ára fresti. Stór hluti þenslunnar nú verður hins vegar ekki rakinn beint til ríkisins heldur einstaklinga og fyrirtækja. Mikilli hagsæld fylgir gjarnan mikil þensla og svo er einmitt um þessar mundir. Húsbyggingar á höfuðborgarsvæðinu slá nú öll met eins og oft hefur verið minnst á á undanförnum misserum, og eiga húsnæð- islán bankanna þar ekki síst hlut að máli. Lán þeirra til íbúða- kaupa nema nú á þriðja hundrað milljarða króna. Þess sér líka stað í efnahagslífinu, og ríkisvaldið fær þar við lítið ráðið. ■ 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins telur þörf á meira aðhaldi í ríkisfjármálum Allir vara vi› flenslunni hér FRÁ DEGI TIL DAGS Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 40 miðar og 4 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B as eC am p Pr od uc tio ns Í samvinnu við: Fjölskyldan og samúð fólksins Halldór Ásgrímsson fór mikinn á blaða- mannafundi sínum á mánudag sem boðaður var með aðeins hálftíma fyrir- vara. Eitt mál var á dagskrá: hæfi Hall- dórs vegna fjölskyldutengsla og banka- sölunnar. Halldór var heldur ósáttur á fund- inum með flest nema ríkisendurskoðanda. Eitt af því var ágangur fjölmiðlafólks. Fannst Halldóri nóg um hvernig fjölmiðlar höfðu hamast á fjöl- skyldu sinni, en augu manna munu hafa beinst mjög að henni að undanförnu. Fjölskyldan og kvótinn Fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgríms- sonar er ekki fjölskyldufyrirtæki að mati hans sjálfs. Fjölskylda hans á fjórðungshlut í Skinney-Þinganesi. Halldór á heldur ekki kvóta, heldur er það fyrirtæki í eigu hans og fjölskyldu hans sem á kvótann. Þess vegna er ekki hægt heldur að tala um kvóta- eign hans sjálfs né heldur vanhæfi hans til að fjalla um, setja lög eða á annað borð hafa með nokkuð að gera sem tengist kvóta. Ríkisendur- skoðandi mun reyndar ekki hafa gef- ið út álit um kvótaeign Halldórs og mun ekki hafa verið beðinn um það, hvorki af stjórnarandstöðu né honum sjálfum. Fjölskyldan í Skagafirði Í Skagafirði er eitthvert blómlegasta kaupfélag landsins. Samvinnuhugsjónin, sem dó drottni sínum víðast hvar á landinu, lifir í Skagafirði undir forystu Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra. Þeg- ar sala ríkisbankanna stóð sem hæst var Kaupfélagið ásamt Fiskiðjunni Skagfirð- ingi upphaflega í hópi þeirra sem buðu í bankana en heltust síðar úr lestinni. Fiskiðjan tók þó síðar þátt í bankakaup- unum því hún fór með Skinney-Þinga- nes í fjárfestingu á VÍS í gegnum félagið Hesteyri en VÍS var hluti af hinum svo- kallaða S-hópi sem keypti Búnaðarbank- ann. hjalmar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG UM STJÓRNARSKRÁNA ÓLAFUR HANNIBALSSON fietta ákvæ›i er eini valdhem- illinn á störf Alflingis, eina hindrunin gegn flví a› hér ríki algert flingveldi (e›a í reynd algert einveldi foringja fling- meirihlutans hverju sinni). Málskotsrétturinn l99130605_halldor_02.jpg,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.