Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 22

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 22
Samvinnuhlutafélagið Frjálsi fjárfestingarbankinn tilkynnti í gær að hann væri orðinn stærsti eigandi í B-deild í Sláturfélagi Suðurlands. Sláturfélagið er með annað rekstarform en önnur félög í Kaup- höllinni, en það er svokallað samvinnuhluta- félag. Stofnsjóðurinn skiptist í A- og B-deild. Sú fyrri er inneignir félagsmanna sem starfa á félagssvæði SS. A-deildarbréfin hafa at- kvæðisrétt öfugt við B-deildarbréfin, sem ganga kaupum og sölum á markaði. Eigend- ur í B-deildinni hafa því ekkert atkvæðavægi á aðalfundum. Það kemur því ekki á óvart að viðskipti með bréf í SS eru fátíð og mark- aðsvirði í raun og veru langt undir því sem fengist við að leysa félagið upp. Skortur á upplýsingum Frjálsi fjárfestingarbankinn lét tæpa þrjá mánuði líða frá því að hann eignaðist bréfin við búskipti í Svínabúinu Brautarholti, og þar til tilkynnt var um eigendaskiptin í Kauphöll Íslands. Stjórnendur Frjálsa fjárfestingarbank- ans bera því við að gleymst hafi að tilkynna um breytinguna. Það kemur sér illa fyrir alla aðila að svona hafi farið, þar sem hlutabréfa- markaðurinn byggist á því að allar upplýsing- ar séu á yfirborðinu – svo ekki sé minnst á viðskipti með 30 prósenta hlut eins og var í tilviki Frjálsa. Nú vaknar upp sú spurning hvort Kauphöllin þurfi ekki að skikka forystu- menn allra skráðra félaga til að senda mán- aðarlega uppfærðan hluthafalista. Þegar listi yfir stærstu hlutahafana er skoðaður á heimasíðu Kauphallarinnar kemur í ljós að mörg félög birta ekki slíkan lista, þar á meðal úrvalsvísitölufélögin Atorka Group, FL Group og Kögun. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.060 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 220 Velta: 1.467 milljónir -0,15% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hlutabréf í FL Group hækkuðu um 3,21 prósent í gær. Bréfin hafa hækkað langmest allra í Kauphöll Íslands það sem af er ári eða um sjötíu prósent. Bakkavör kemur næst og hef- ur hækkað um 47 prósent, þá kemur Landsbankinn sem hefur hækkað um 39 prósent og Straumur hefur hækkað um 33 prósent. Aðeins eitt félag í hefur lækkað í Kauphöll Íslands í ár. Flaga Group hefur lækkað um 25 pró- sent. FTSE í Lundúnum lækkaði um 0,07 prósent í gær en Dax vísital- an í Þýskalandi lækkaði um 0,16 prósent. 22 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Þýski bankinn Hauck & Aufhäuser selur hlut sinn í Eglu, næststærsta hlut- hafa KB banka, og yfir- gefur klakann. Félag í eigu Ólafs Ólafssonar kaupir bréfin. Fjárfestingu þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbanki- ers KGaA í íslensku viðskiptalífi er lokið eftir að Kjalar, eignar- haldsfélag í eigu Ólafs Ólafsson- ar, stjórnarformanns Samskipa, og fjölskyldu hans, keypti um 23 prósenta hlut í Eglu, næststærsta hluthafanum í KB banka. Kaup- verðið nemur um 5,5 milljörðum króna. Tæplega tíu prósenta hlut- ur Eglu í KB banka er um 34 millj- arða króna virði. „Við teljum að hér sé um góða fjárfestingu að ræða. Bréf í KB banka hafa sýnt góða ávöxtun í gengum tíðina og við höfum mikla trú á stjórnendum félagsins,“ seg- ir Guðmundur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Eglu. Hann segir að Kjalar hafi gert tilboð í eignar- hlut Hauck & Aufhäuser, sem gekk að því. „Peter Gatti, hjá Hauck & Aufhäuser, sagði á sín- um tíma að bankinn ætlaði sér að vera í tvö ár í KB banka og íhuga fjárfestinguna að þeim tíma liðn- um. Nú telja þeir að tími sé kom- inn að snúa sér að öðru,“ segir Guðmundur ennfremur. Þar vísar hann til kaupsamnings Eglu og ríkisins sem var bundinn þeim kvöðum að kaupendum væri óheimilt að selja innan 21 mánað- ar frá undirritun samningsins. Þýski bankinn fékk hins vegar heimild frá viðskiptaráðherra til að selja hluta af eign sinni fyrr eða í febrúar 2004. Hauck & Aufhäuser kom inn í íslenskt viðskiptalíf árið 2002 þegar Egla keypti 32,6 prósenta hlut í Búnaðarbankanum.af ríkis- sjóði. Þá var kaupverðið á hlut Eglu 8,5 milljarðar. Hlutur Eglu í KB banka er því fjórum sinnum verðmætari en upprunaleg fjár- festing í Búnaðarbankanum en í millitíðinni hefur Egla aukið við hlut sinn með þátttöku í hlutafjár- útboðum.. Eftir kaupin eru þrír eigendur að Eglu, Ker (68 prósent), Kjalar (28 prósent) og Fjárfestingarfé- lagið Grettir hf. (4 prósent). Ólaf- ur Ólafsson á um 60 prósent í Keri og allan Kjalar ásamt fjölskyldu. Ætla má að óbeinn eignarhlur Ólafs í KB banka sé um 23 millj- arða króna virði. eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 39,40 -0,50% ... Atorka 5,90 – ... Bakkavör 35,60 +0,80% ... Burðarás 14,60 – ... FL Group 16,10 +3,20% ... Flaga 4,60 – ... Íslandsbanki 13,55 -0,40% ... KB banki 528 – ... Kögun 60,00 +1,20% ... Landsbankinn 16,50 -1,20% ... Marel 56,20 – ... Og fjarskipti 3,95 -2,50% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,25 - 0,40% ... Össur 77,50 - Kjalar kaupir fyrir 5,5 milljarða FL Group +3,21% Tryggingamiðstöin +2,83% Kögun +1,18% Og fjarskipti -2,47% Landsbankinn -1,20% Actavis -0,51% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is MÓTORHJÓLAFATNAÐUR Akito V-Force Vandaðir leðurgallar Jakki 24.900 kr. Buxur 16.900 kr. Nitro hjálmar Verð frá 15.900 kr. Akito Python II Vindhelt / Vatnshelt / Andar Jakki 19.900 kr. Buxur 11.900 kr. Leðurskór Verð frá 12.900 kr. Nitró / Járnhálsi 2 / Sími: 557 4848 / www.nitro.is Swift Tourismo Vandaðir leðurhanskar Verð 6.800 kr. KAUPIR Í EGLU Kjalar, eignarhaldsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Sam- skipa, keypti í gær hlutabréf í Eglu fyrir 5,5 milljarða. Seljandinn var þýski bankinn Hauck & Aufhäuser. Egla á tíu prósenta hlut í KB banka.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.