Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 25
Nú er tími útreiðartúranna.
Bráðum taka sleppitúrar við
og síðan lengri hestaferðir.
Því er ráð að skoða hvaða
reiðfatnaður er í tísku.
„Það eru tískusveiflur í reiðfatnaði
eins og öðrum fötum,“ segir Brynja
Viðarsdóttir, afgreiðslukona í versl-
uninni Hestar og menn,
sem selur allt sem við-
kemur útreiðum.
„Eitt það
nýjasta er
stuttir sum-
arjakkar
sem hægt
er að taka
ermarnar
af og gera
að vestum
sem notuð
eru mikið í
keppni. Þeir
ná svona niður
fyrir buxnastreng.
Það þýðir ekkert
að vera í síðu þeg-
ar maður situr í hnakk. Það er svo
óþægilegt“.
Brynja sýnir flíspeysur, bæði
venjulegar og „vindstopper“ sem
eru vindþéttar og aðsniðnar. „Þetta
eru flott sportföt sem margir ganga
í dags daglega.“ En hvað um ís-
lensku lopapeysuna, er hún úti?
„Lopapeysur eru ekki mikið notað-
ar af hestamönnum dags daglega.
Hárin loða við þær og það er meira
mál að þvo þær en gerviefnin. En á
hestamótum vill fólk vera í flottri
lopapeysu og útlendingar kaupa
þær talsvert hjá okkur á sumrin.“
Bómullarklútar, svokölluð buff,
eru eitt af því sem allir verða að
eiga,“ að sögn Brynju. Klútarnir
eru til í öllum litum, bæði einlitir
og mynstraðir. „Fyrir utan að
vera notaðir um hálsinn er
hægt að setja þá fyrir
andlitið ef það er
mikið ryk, og
líka undir
hjálminn sem
e y r n a b a n d .
Rosasniðugt,“ segir hún og hljómar
sannfærandi. Þá eru þunn-
ar fiberpeysur vinsælar hjá
hestamönnum, aðsniðnar
fyrir konur og beinar fyrir
herra. Þær eru renndar í
hálsinn og með rúllukraga
og fást í mörgum litum.
En talandi um liti. Eru einhverj-
ir sérstakir litir sem falla í kramið
hjá hestamönnum? „Það er mjög al-
gengt að fólk sé í svörtu en grænir
og rauðir litir koma svolítið inn á
vorin og sumrin, þá þessi
kívígræni. Ekki bleikir og aðrir
væmnir litir heldur einhverjir
sportlegir. Nema kannski ein gul
peysa innanundir!“
gun@frettabladid.is
3MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2005
Leggjabrjótur 17. júní
og Jónsmessuganga á Heklu 24. júní
Hún opnar fyrir míkrafóninn
næsta sunnudagsmorgun kl. 9
Gistihúsið Skúlagarður í
Kelduhverfi
Sími 465-2280
skulagardur@kelduhverfi.is
Notalegt gistihús sem býður upp á góðar veitingar í mat og
drykk.Tilvalið fyrir smærri ættarmót, veislur og fundi.
Við erum í næsta nágrenni við náttúruperlurnar Ásbyrgi,
Jökulsárgljúfur, Hljóðakletta, Hafragilsfoss og Dettifoss.
Verið velkomin,
Guðrún og Júlíus
golfvöllur vikunnar }
Garðavöllur
GOLFKLÚBBURINN LEYNIR AKRANESI.
Garðavöllur er heimavöllur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi en hann var stofn-
aður fyrir þrjátíu árum og var sjöundi golfklúbbur landsins. Bæjaryfirvöld höfðu
úthlutað klúbbnum gamalgrónu þriggja hektara túni við austurenda skógræktar
bæjarins og voru þar strax gerðar tvær holur og slegin braut milli þeirra. Árið
eftir fékkst álíka stórt tún til viðbótar vestan þess fyrsta og voru settar út sex
brautir. Völlurinn er nú átján holur og sjötta holan er almennt vinsælust enda
talin fallegust þótt sú þriðja fylgi henni fast á eftir.
Á golfvellinum er æfingasvæði og hægt að fá leigða bolta og gott púttgrín fyrir
utan skálann. Í skálanum er veitingasala og hægt að fá leigð sett og kerrur. Fullt
vallargjald fyrir 17 ára og eldri er 3.000 krónur en 16 ára og yngri borga 1.500
krónur. Þriðjungsafsláttur er ef mætt er fyrir klukkan tvö á virkum dögum.
Nánari upplýsingar má fá á www.golf.is.
Ekki gott að vera í síðu
þegar setið er í hnakk
Fréttablaðið/Edwin Rögnvaldsson
Veiðimenn spá nú í hæga byrjun í laxánum sem þegar
hafa verið opnaðar: Norðurá þokast hægt af stað, Blanda
er engin veisla, Kjósin dauf til að byrja með en nú spá
menn í þau tíðindi að einkum er það smálax sem gengur
svo snemma. Náttúruvísindin kenna að fyrst gangi stórlax
sem hefur verið tvö ár í sjó, síðan laxinn sem var á beit í
vetur við strendur laxins. Það er sá síðarnefndi sem er
kominn vonum fyrr, eins og sást í Þverá þegar hún var
opnuð með fimm smálöxum, en engum stórlaxi sem hún
er þó fræg fyrir. Sumir segja að þetta viti á miklar smálaxa-
göngur, en eftir stendur spurningin: Hvar er sá stóri úr því
hann er ekki mættur? Dauður í hafi?
Stórurriðar sleppa
Silungsveiðin á Skagaheiði þykir fara vel af stað, margir
renna hýru auga til þessa rómaða „einverusvæðis“ þar sem
er ódýr veiði, stundum góð, og dásamleg
náttúra. Nú fara að berast fréttir af Arnar-
vatnsheiði fljótlega, en þar verður opnað fyrir
almenning 15. júní. Gloppóttur gangur hefur
verið á Þingvöllum, menn kvarta nokkuð yfir
smárri bleikju, en þar lenti veiðimaður í
hrikalegri glímu við urriðatröll á dögunum,
var í klukkutíma að draga að landi og missti
alla línuna út þrívegis. Þegar fiskurinn kom
svo nálægt veiðimanninum að hann áttaði
sig á því að skelfast sleit hann 6 punda
bleikjutaum eins og ekkert væri. Á urriða-
svæðinu í Mývatnssveit lenti Ólafur Haralds-
son í svipuðu dæmi, nema þar kom flugan til
baka með slitru úr gómi fisksins eftir harðan
slag!
Hvers vegna ekki ókeypis á Þingvöllum?
Menn tína ber á Þingvöllum án greiðslu,
hirða sveppi, sóla sig, ganga um stíga og
njóta lífsins, allt án greiðslu – en veiðimenn
þurfa að borga fyrir sig í „þjóðgarðinum“.
Hvers vegna? Ekki er stofninn í hættu, engin
er þjónustan, hvers vegna fá menn ekki að veiða ókeypis?
Svo spyrja veiðimenn en þessi umræða sprettur upp árlega
og sárnar mörgum.
Heilræði vikunnar: Farðu vel með fiskinn!
Veiddur fiskur þarf að komast í kæli sem fyrst! Ekki liggja í
plastpoka og soðna í sólinni! Ekki slægja fisk á bakkanum,
aldrei! Sýkingarhætta er mikil af slíku og slógið dregur að
varg. Verið umhverfisvæn: Vandið meðferð, skiljið ekki eftir
úrgang við vatnið, hvorki af fiski né öðru. Bara eigin spor.
Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á
www.flugur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti
til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt
sem varðar veiðiskap í sumar
VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein
VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS
Smálaxarnir koma en stórurriðar sleppa!
Tóti tönn alias Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir, með einn af þeim fáu stóru
sem fengist hafa í vor.
„Vindstopper“ eru þessar flíspeysur kall-
aðar, enda eru þær vindheldar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
Buff eru eitt af því sem hestamenn
verða að eiga. Það gagnast sem háls-
klútur, rykgríma eða eyrnaskjól.
Fiberfatnaður er mjúkur og hlýr og mik-
ið notaður af hestafólki.
Regnkápur geta verið nauðsynlegar í
hestaferðum. Þessar eru með hárri klauf
að aftan og hægt að smella löfunum
utan um kálfana þannig að úr verði
buxnaskálmar.
Eitt það nýjasta er stuttir
sumarjakkar sem hægt er
að taka ermarnar af og
gera að vestum.