Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Þórlindur Kjartansson skrifar Á síðustu misserum hefur sú breyting orðið hjá ís- lenskum netnotendum að sífellt meira gagnamagn er innifalið í áskriftinni. Nú auglýsa fyrirtækin að innhal frá útlöndum sé ótakmarkað en fyrir ör- stuttu síðan þurfu notendur að borga í kringum 2.500 krónur fyrir hvert gígabæt sem þeir höluðu inn umfram tiltekið þak. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ótakmarkað inn- hal getur leitt til þess að kerfi stíflist þar sem burðargeta net- kerfisins er ekki næg til þess að margir notendur geti hlaðið niður gögnum á fullum afköst- um. Af þessum sökum hafa bæði Síminn og Og Vodafone gripið til þess ráðs að áskilja sér rétt til þess að draga úr þjónustu við viðskiptavini sem að mati fyrirtækjanna hala inn óhóflegu magni. Hive setur hins vegar engin slík mörk gagnvart sínum við- skiptavinum. Hins vegar reyna kerfisstjórar Hive að tryggja að mikið innhal gagna hjá einstaka notendum hafi ekki áhrif á hraðann hjá öðrum notendum. Þessu má líkja við það þegar flutningabílar eru skyldaðir til að keyra um að nóttu svo þeir hægi ekki á bíla- umferð þegar álagið er mest á daginn. Hjá Og Vodafone er kveðið á um það í notkunar- skilmálum að ekki sé ætlast til þess að hlaðið sé niður meira en fjörtíu gígabætum á mánuði. Ef það gerist geta notendurnir átt von á bréfi frá fyrir- tækinu þar sem þeir eru látnir vita af því að þeir séu komnir yfir þau mörk. Að sögn Gísla Þorsteins- sonar hjá Og Vodafone er mjög fátítt að grípa þurfi til þessa ráðs. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að í notkunarskilmálum sé kveðið á um að hægt sé að bregðast við óhóflegri notkun. Að sögn Evu telja sérfræðingar hjá Símanum að eðlilegt sé að miða við fimmtíu gígabæt á mánuði í því sam- hengi en Síminn hafi ekki haft afskipti af neinum notendum enn sem komið er og muni byrja á því að hafa sam- band við þá sem hlaða niður meira en hundrað gígabætum. Þeir sem hlaða niður svo miklu að efni þurfa að vera að hala inn gögnum á fullum afköstum næstum allan sólarhringinn. Netnotendur hafa hins vegar bent á að hugtakið óhófleg net- notkun sé loðið. Ef netverji vill horfa á sjónvarp í gegnum netið eru gígabætin fljót að hlaðast upp. Auknir möguleikar til þess að horfa á sjónvarp yfir netið breyta því öllum forsendum um hvað sé eðlilegt magn af niður- hali. Sé til dæmis horft á sjón- varp á Netinu í fullum gæðum átta tíma á dag er heildarniðurhal á mánuði 139 gígabæt sem er langt umfram þau viðmið sem Og Vodafone og Síminn hafa sett sér. Þorsteinn Baldur Friðriksson, markaðsstjóri Hive, segir að stórtækustu notendur Hive séu að hlaða niður um þrjú hundruð gígabætum á mánuði. Hann bendir á að áður en Hive kom til sögunnar og hóf að bjóða ótakmarkað innhal á netinu hefði slíkt kostað viðkomandi hátt í milljón á mánuði. Stórnotendur hægja á netumferð Þótt fyrirtæki auglýsi ótakmarkað innhal á netinu beita þau aðferðum til að takmarka notkunina svo hraðinn á netinu minnki ekki vegna álags frá stórnotendum. Vilja áfram bann við GSM Vísindamenn óttast verri skilyrði til stjörnugláps ef GSM-símar verða leyfðir í flugvélum. Microsoft bætir ráð sitt Tölvurisinn lofar að láta af einokunartilburðum. MIKIÐ ÁLAG Á NETIÐ Sjónvarpssendingar í góð- um gæðum á Netinu útheimta mikla gagnaflutn- inga. Símafyrirtækin bjóða upp á takmarkalaust innhal en setja samt sem áður skilyrði þar sem mjög mikil notkun getur dregið úr hraða hjá öðrum notendum. Microsoft tölvurisinn hefur sent Evrópusambandinu tillögur um hvernig fyrirtækið hyggist bæta viðskiptahætti sína. Evrópusambandið hefur sakað Microsoft um að misnota einokun- arstöðu sína. Í fyrra var fyrirtækið sektað um 40 milljarða króna og gefinn frestur til fyrsta júní 2005 til að bæta ráð sitt. Hefði Microsoft ekki sent inn tillögurnar hefði fyrir- tækið mátt búast við 300 milljóna króna dagsektum. Evrópusambandinu mislíkar einkum hvernig Microsoft reynir að koma í veg fyrir að önnur tölvufyrir- tæki geti hannað forrit sem nota má innan Windows stýri- forritsins. Hefur fyrirtækinu meðal annars verið gert að framleiða útgáfu af Windows sem ekki inniheldur Media Player tónlistarforritið. Evrópusambandið vill að tölvuframleiðendur sjálfir ráði því hvaða tónlistarforrit fylgi afurðum þeirra. - jsk Áhugamenn um rannsóknir á himingeiminum eru ekki sáttir við hugmyndir um að leyfa far- þegum í flugvélum að nota GSM síma. Stjörnuskoðararnir segja að rafsegulmerki frá símunum trufli móttökuskilyrði fyrir aðrar bylgjur sem notaðar eru til að rannsaka útgeiminn. Mjög umdeilt er hvort það hafi slæm áhrif á flugöryggi að leyfa notkun farsíma í farþega- rými og er líklegt að banninu verði aflétt í Bandaríkjunum inn- an tíðar og þá munu önnur ríki sennilega fylgja í kjölfarið. Til þess að draga úr rafsegul- mengun ef GSM-símar verða leyfðir í háloftunum hefur verið stungið upp á því að komið verði fyrir GSM-mastri í hverri vél. Ástæðan er sú að merkjasending- ar GSM-síma breytast í hlutfalli við fjarlægð frá sendi og með því að hafa sendinn um borð í vélinni er hægt að draga verulega úr styrk merkisins. - þk SKOÐAR STJÖRNURNAR Áhugamenn um stjörnuskoðun óttast að ef GSM símar verða leyfðir í flugvélum kunni það að hafa slæm áhrif á móttökuskilyrðin. Fr ét ta bl að ið /A FP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.