Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 40
Tónleikahald erlendra stórsveita hérlendis hefur velt hundruðum milljóna á ári síðustu tvö ár. Eft- irspurn eftir miðum á þessa tónleika hleypur á þúsundum og sló þungarokkshljómsveitin Metallica aðsóknarmet í fyrrasumar þegar 18 þúsund manns mættu á tónleika sveitarinnar í Egilshöll. Umfang tónleikahalds er svo mikið hér á landi að um sjálfstæða atvinnugrein er nánast að ræða. Á þessu ári mun andvirði miðasölu á er- lenda tónlistarmenn vera meiri en hálfur millj- arður króna. En hverjar eru ástæður þessara fjölda tónleika og þessarar gífurlegu aðsóknar? Eru tónleikahaldarar að moka inn peningum á þessu og því óstöðvandi í því að flytja inn erlenda tónlistarmenn? Sumarið 2004 sló öll met í fjölda tónleika og aðsókn en sumarið núna er aðeins ró- legra. Taka verður tillit til þess að verið er að gera upp Laugardalshöllina og því færri hentug- ir tónleikastaðir í boði. EKKI SKJÓTFENGINN GRÓÐI Tónleikahaldarar segja sögur um skjótfenginn gróða stórlega ýktar og vara við því að reynslu- lausir aðilar rói á þessi mið. Í mörg horn beri að líta og eru sögur á kreiki um að nokkrir hafi far- ið mjög illa á þessu. Gróði getur verið nokkur af tónleikahaldi en áhættan er þó öllu meiri. Oftast er ekki um mjög fjársterka aðila að ræða og því augljóst að ef illa fer er fallið mikið. Einnig er oft samið um að tónlistamennirnir fái stóran hluta hagnaðar ef einhver er en tón- leikahaldarinn tekur allt tapið á sig, ef eitthvað er. Sérstaklega er um slíka samninga að ræða í tilvikum frægra hljómsveita sem eru vanar að draga þúsundir aðdáenda til sín. STERKT GENGI Helsta ástæða þess að tónlistarmenn flykkjast hingað til lands er að gengi krónunnar er mjög sterkt um þessar mundir. Innflutningur á tónlist er eins og hver annar innflutningur og því njóta íslenskir tónlistarunnendur háa gengisins í botn. Tónleikahaldarar segja lítið mega bera út af í kostnaðinum til að tónleikar standi ekki undir sér. Því megi búast við að með veikingu krónunn- ar fækki tónleikum til muna. Einnig benda tónleikahaldarar á að ef gróði verður á tónleikum fá tónlistarmennirnir hluta hans en bera ekkert tap ef verður. Önnur ástæða þess að tónleikum fjölgar er að tónleikahald er mun stærri hluti af tónlist en áður. Bæði vegna minnkandi tekna vegna hljóm- plötusölu og einnig vegna þess að tónlistarunn- endur vilja heldur sjá hljómsveitirnir á sviði. Með nýjustu tækni er erfitt að greina hversu góð hljómsveitin í rauninni er og því eru tónleikar dá- lítil prófraun á hæfileika listamannanna. Tónlist- armenn selja einnig fleiri plötur í kjölfar tón- leikaferða. Erlendis er svipað uppi á teningnum, stórar tónlistarhátíðar njóta mikilla vinsæla og hljóm- sveitir eru duglegar við að stíga á stokk. Þriðja ástæðan liggur í því að nokkrir aðilar bjóða nú tæki og tól til leigu fyrir stórtónleika og því er samkeppni á því sviði. Samkeppnin verður til þess að meira er hægt að semja um verð. HUNDRUÐ MILLJÓNA Tekjur tónleikahalda eru mjög einhæfar, þær koma frá seldum miðum og því er hægt að áætla tekjur hvers tónleikahalds. Tónleikar sem haldn- ir voru með Metallicu í fyrra sumar slógu öll met MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Erlendar stórhljómsveitir hafa komið hingað til lands og haldið tónleika fyrir tugi þúsunda gesta að undanförnu. Síðasta sumar sló öll met en sumarið í ár virðist einnig vera mjög blómlegt. Meira er þó um þungt rokk heldur en almennt vinsældapopp enda hefur reynslan sýnt að lítill áhugi er fyrir því. Dögg Hjaltalín skoðar hvort Ísland sé svona rosalega vinsælt að hljómsveitirnar sækist eftir að spila hér eða hvort skýringarnar megi rekja til sterks gengis krónunnar og minnkandi tekna af plötusölu. Rokkað fyrir fúlgur fjár 18 ÞÚSUND MANNS MÆTTU Á TÓNLEIKA METALLICU SÍÐASTA SUMAR Slógu öll met og umferðarþunginn eftir því. EINN FREMSTI TENÓR HEIMS Dýrari tónlistarmenn draga til sín hóp fólks sem sækir ekki mikið aðra tónleika. Einnig sjá fyrirtæki sér leik á borði með því að kaupa marga miða og bjóða viðskiptavinum sínum. Miðar á tónleika slíkra lista- manna kosta oft tugi þúsunda. Breiður hópur fólks sækir tónleika er- lendra listamanna sem koma hingað en fjölbreytt flóra er í boði, allt frá frægum óperusöngvurum til harðra þungarokkara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.