Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 44

Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 44
15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR4 ÁLFUKEPPNIN Í dag sem fyrr eiga Brasilíumenn marga frábæra leikmenn, en enginn stenst þó hin- um stórkostlega Ronaldinho snún- ing. Á góðum degi er það framlag hans sem gerir gæfumuninn í jöfnum leikjum. Frank Rijkaard, þjálfari hans hjá Barcelona, segir getu hans koma sér á óvart á hverjum degi. „Það er ekki nóg með að hann kunni allar gabbhreyfingar sem þekkjast í leiknum, heldur er fjöl- hæfni hans sem leikmanns ótrú- leg. Hann getur klárað færi eins og framherji, er góður auka- spyrnumaður og hefur frábært auga fyrir samspili. Hann gerir aðra leikmenn í liðinu betri með nærveru sinni og sá eiginleiki hjá honum er alltaf að vaxa“. Alinn upp í fátækt Ronaldinho var alinn upp í Restinga, sem er fátækra- hverfi í borginni Porto Alegre. Þar var hann með boltann á tánum allan daginn. „Ég hugsa um f ó t b o l t a t u t t u g u og fjóra klukkutíma á dag. Allt mitt líf snýst um fótbolta og hefur gert það alla tíð. Ég gæti einfaldlega ekki lifað án bolta.“ Ferill Ronaldinhos hingað til er glæsilegur. Hann var lykilmaður í sautján ára landsliði Brasilíu- manna sem varð heimsmeistari árið 1997 og var eftir hann krýnd- ur besti leikmaður keppninnar. Skoraði í fyrsta leik Fyrsti A-landsliðsleikur hans var gegn Venesú- ela í Ameríkubikarn- um árið 1999, og þar skoraði hann frá- bært mark og stal senunni af mörg- u m stærri nöfnum í liði Brasilíu- manna. Nokkrum vikum síðar var hann kjörinn besti leikmaður álfu- keppninnar í Mexíkó þar sem hann var jafnframt markahæstur allra leikmanna. Árið 2002 varð hann síðan heimsmeistari með frábæru liði Brasilíumanna á HM í Japan og Suður-Kóreu. Stórkostlegur vetur Nú á vormánuðum varð lið hans, B a r c e l o n a , Spánarmeist- ari eftir langa bið, og voru flestir á því að það h e f ð i aldrei get- að orðið ef Ronald- i n h o s hefði ekki notið við. Þrátt fyrir alla titlana og ár- angurinn er Ron- aldinho enn ungur að árum, aðeins 25 ára, og hann á ef- laust eftir að sýna sitt besta í á l f u - keppn- inni í s u m a r , þar sem hann verður drifkraft- urinn í liði Brasilíu. Erfitt að er að leita að sambærilegum leikmanni og Ron- aldinho í sögu knattspyrnunnar, þar sem sérstaða hans felst í fjöl- breytilegum eiginleikum og að- lögunarhæfni að ýmsum afbrigð- um sóknarleiks. Líkt við Zico og Pelé Helst hefur honum verið líkt við samlanda sína Zico og Pele, en einnig hefur argentíski snillingur- inn Diego Armando Maradona verið borinn saman við hann þeg- ar kemur að boltatækni og leikskilningi. Þótt Ronaldinho sé ekki á sama stalli og þessir snill- ingar enn sem komið er verður forvitnilegt að sjá hvernig hann á eftir að þróast sem leikmaður. Hann virðist hafa alla burði til þess að vera einn af betri leik- mönnum sögunnar og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt, þrátt fyrir ungan aldur. Langt er síðan jafn skemmti- legur leikmaður kom fram á sjón- arsviðið og því er gleðilegt fyrir sjónvarpsáhorfendur að fá að fylgjast með honum í álfukeppn- inni í sumar. magnush@frettabladid.is ÁLFUKEPPNIN Í BEINNI Á SÝN OG SÝN2 Miðvikudagur 15. júní Argentína -Túnis kl. 16:00 Fimmtudagur 16. júní Brasilía – Grikkland kl. 22:30 Laugardagur 18. júní Túnis – Þýskaland kl. 15:45 Ástralía – Argentína kl. 18:30 (Sýn2) Sunnudagur 19. júní Grikkland – Japan kl. 15:45 Mexikó – Brasilía kl. 18:30 (Sýn2) Þriðjudagur 21. júní Argentína – Þýskaland kl. 18:30 Miðvikudagur 22. júní Japan – Brasilía kl. 18:30 Grikkland – Mexíkó kl. 18:30 (Sýn2) Laugardagur 25. júní Undanúrslit kl. 15:45 Sunnudagur 26. júní Undanúrslit kl. 14:05 Miðvikudagur 29. júní Úrslitaleikurinn kl. 18:30 Álfukeppnin hefur aldrei verið glæsilegri en í ár og búist er við frábærri keppni: Sigurvegararnir lei›a saman hesta sína ÁLFUKEPPNIN Liðin átta sem taka þátt í keppninni mæta með sína sterkustu leikmenn og munu leggja allt í sölurnar til þess að sigra í keppninni. Otto Rehhagel, sem gerði Grikki svo eftiminnilega að Evr- ópumeisturum í Portúgal í fyrra, segir mikilvægt fyrir lið sitt að sanna sig meðal þeirra bestu. Aldrei jafnsterk lið „Það reynir á okkur í þessari keppni, því við verðum að standa undir þeim væntingum sem mynduðust við sigurinn á EM í fyrra. Að auki hafa liðin sem keppa aldrei verið jafnsterk og þess vegna verður þessi keppni lærdómsrík fyrir mig og leik- menn mína.“ Heims- og Suður-Ameríku- meistarar Brasilíumanna eru undir mikilli pressu. „Það er ekki hægt að neita því að við erum sigurstranglegir en þannig er það alltaf hjá okkur. Við tökum þessa keppni mjög alvarlega því þetta er fullkominn undirbúning- ur fyrir heimsmeistarakeppnina á næsta ári. Við munum spila til sigurs í hverjum leik og ávallt stilla upp s t e r k a s t a m ö g u l e g a liði,“ segir l a n d s l i ð s - þ j á l f a r i n n Carlos Al- b e r t o Parreira. Ólympíu- m e i s t a r a r Argent ínu- manna ætla sér stóra hluti á mót- inu. Þeir mæta með sína sterk- ustu menn og líta á mót- ið sem mikil- vægan und- irbúning fyrir HM á næsta ári, þar sem ófarirnar frá HM 2002, þegar Argentínumenn komust ekki upp úr riðlakeppn- inni, verða ekki látnar e n d u r t a k a sig. Sigurveg- arar í keppni h v e r r a r h e i m s á l f u fyrir sig mætast í á l f u k e p p n - inni, en að auki bætast Ó l y m p í u - meistararnir við, sem að þessu sinni eru Argent- í n u m e n n , eins og áður sagði. Japönum er mikið í mun að standa sig á mótinu fyrir hönd allrar Asíu, þar sem fótbolt- inn er orðinn vinsælasta íþrótta- greinin eftir velgengni Suður- Kóreu á HM 2002. Mikið af stjörnum Afríkumeistarar Túnisbúa, Mexíkóar og Eyjaálfumeistarar Ástrala, hafa átt góðu gengi að fagna að undanförnu, og hafa lykilmenn þeirra getið sér gott orð á sviði alþjóðaboltans. Sérstaklega hafa leikmenn eins og Ástralinn Tim Cahill hjá Everton, Mexíkóinn Rafael Marquez sem leikur með Barcelona og Túnisbúinn Slim Ben Achour, leikmaður Paris St- Germain í Frakklandi, vakið verðskuldaða athygli. Það má því með sanni segja að á þessu móti leiði sigurvegararn- ir saman hesta sína, og því mikil- vægt fyrir liðin að sanna sig sem stórþjóð í knattspyrnuheiminum með góðum árangri í keppninni. Sá besti ver›ur me› Brasilíu Álfukeppnin í knattspyrnu hefst í dag en keppnin fer a› flessu sinni fram í fi‡skalandi og er eins konar upphitunarmót fyrir HM sem fram fer í fi‡skalandi a› ári. Margar af bestu knattspyrnufljó›um heims eru mættar til leiks en augu flestra beinast a› heimsmeisturum Brasilíumanna. fieir mæta til leiks me› grí›arlega sterkt li› og flar á me›al besta knattspynumann heims, Ronaldinho, sem fór á kostum me› Barcelona í vetur. Í FÍNU FORMI Ronaldinho ætlar sér stóra hluti í Álfukeppninni en hann sést hér æfa hornspyrnur á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.