Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 60

Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 60
Dýr mundi Björgólfur allur DV gerði úttekt um helgina á hí- býlum hinna lánlausu banka- stjórnenda þessa lands. Það kom ekki á óvart hversu lítið þeir skulda í húsunum, enda hljóta menn með tugir milljóna á ári að eiga fyrir húsunum sínum. Meiri athygli vakti áætlað söluverð húsanna sem var ansi ríflegt. DV mat svo að 261 fermetra ein- býlishús Björgólfs Guðmunds- sonar, við Vesturbrún 22, kosti 150 milljónir króna. Gerir það 575 þúsund krónur á hvern fer- metra. Fermetraverðið á einbýl- ishúsum Bjarna Ármannssonar, Sigurjóns Árnasonar og Sigurð- ar Einarssonar var um og yfir 350 þúsund kall fermetrinn. Ef bankastjórarnir myndu setja upp þennan verðmiða er hætt við að þeir sætu þar fastir inni til eilífðarnóns. Blaðamannafund- ur dauðans Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins var hér á landi á dögun- um til að meta horfur í efnahags- málum. Mikla athygli vakti með- al blaðamanna frammistaða for- manns nefndarinnar en erfitt er að hrósa honum fyrir hæfni í mannlegum samskiptum. Formaðurinn gerði lítið annað en að lesa orðrétt upp úr þeim gögnum sem útdeilt hafði verið meðal fjölmiðlafólks og þurfti beinlínis að draga öll svör upp úr honum með töngum. Sérstaklega var þó frétta- manni Ríkissjónvarpsins vor- kunn, enda frásögn formannsins lítt myndræn. Yfirtaka stjórnenda Umfjöllun Blaðsins um stórkaup bankastjóra og stjórnenda Ís- landsbanka á hlutabréfum í fé- laginu var athyglisverð fyrir þær sakir að fullyrt var að ekki hefði þurft að gefa út nýtt hluta- fé í tengslum við viðskiptin. Bréfin voru nefnilega „keypt af aðila úti í bæ“ eins og einn við- mælandi orðaði það. Þess var ekki verið getið í til- kynningu Íslandsbanka að við- skiptin væru partur af kauprétt- arsamningum. Því velta margir því fyrir sér hvort bankarnir geti prentað út nýtt hlutafé, eins og peninga, þegar stjórnendur þeirra óska eftir því að kaupa hlutabréf í þeim – líkt og Blaðið gefur í skyn. Lausnin er því fundin í Íslandsbankamálinu: Stjórnendur bankans fá að kaupa nýtt hlutafé þar til að þeir ná meirihluta. 4,1 4,15 242,4Steinunn Jónsdóttir selur Burðarási fjög-urra prósenta hlut í Íslandsbanka á geng-inu 13,6 Útlánavextir Íbúðalánasjóðs verðaóbreyttir eftir síðasta útboð hjásjóðnum. Vísitala neysluverðs í júní samkvæmtmælingu Hagstofunnar. Verðbólganmælist því 2,8 prósent á ársgrundvelli. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.