Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 68

Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 68
Finnur Beck, fréttamaður, verður á vakt hjá Sjónvarpinu fram á kvöld og ætlar því ekki að halda stórt upp á þrítugsafmælið sitt. „Ég gifti mig í fyrra og þá var stór veisla, þannig að þetta verð- ur „low profile“ núna,“ segir Finnur sem ætlar þó að bjóða fjölskyldunni í kaffi í kvöld. „Þar mun frúin bera fram svakalegar kræsingar eins og vanalega þeg- ar svona stendur á,“ segir Finnur sem finnst konan sín snillingur í matargerð. Finnur segir að henni takist ágætlega að fita sig þó ekki sé það á honum að sjá. Finnur er nýlega kominn heim úr fríi frá Taílandi ásamt konu sinni. „Það var alveg frábært og ég mæli með að fólk fari þangað í frí,“ segir Finnur sem fannst fólkið yndislegt, veðrið frábært og strendurnar góðar. Það kom honum einna mest á óvart hve auðvelt er að vera ferðamaður á Taílandi. Því sé að þakka hve fólkið er almennilegt og því hve margir tali ensku. Einu tungu- málaerfiðleikarnir hafi verið að skilja framburðinn sem oft hafi skapað fyndinn misskilning. Finnur fór bæði til Bangkok þar sem hann segir að margt sé að skoða og gott að versla. Þá fóru þau hjónin til Phuket eyju til að kanna hvernig sá staður væri að jafna sig eftir fljóðbylgjuna í desember. Finnur segir að upp- byggingin gangi mjög vel þótt vanti enn þá ferðamennina. „Hins vegar er ekkert slegið af í þjón- ustunni,“ segir Finnur en sums staðar voru sex þjónar á veitinga- stað en einungis setið á tveimur borðum. Finni finnst bara skemmtilegt að vera að komast á fertugsaldur- inn og hræðist það ekki. „Maður verður alltaf betri manneskja eft- ir því sem maður þroskast meira,“ segir Finnur sem ætlar ekki að hætta að kalla vini sína stráka alveg á næstunni. ■ 24 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR ELLA FITZGERALD (1918-1996) lést á þessum degi. Það er gott að komast á fertugsaldur TÍMAMÓT: FINNUR BECK FRÉTTAMAÐUR ER ÞRÍTUGUR Í DAG „Það eina sem er betra en að syngja er að syngja meira.“ Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald sló í gegn á unglingsaldri og er minnst sem einnar bestu djasssöngkonu allra tíma. timamot@frettabladid.is FINNUR BECK Er nýlega kominn heim úr fríi frá Taílandi þar sem hann skoðaði meðal annars Phuket eyju sem varð hvað verst úti í flóðbylgjunum í desember. Finnur segir upp- byggingu ganga mjög vel en það vanti enn þá ferðamenn. Á þessum degi árið 1215 setti Jóhann Englands- konungur innsigli sitt á Magna Carta, eða Sáttmál- ann mikla. Jóhann var krýndur konungur árið 1199 eftir að bróðir hans, Ríkharður Ljónshjarta, féll frá. Jóhann þótti almennt séð slæmur konungur og tókst illa upp í valdatíð sinni. Árið 1214 fundaði erkibisk- upinn af Kantaraborg með aðalsmönnum og sam- mæltust þeir um að krefja konunginn um réttinda- skrá sér til handa. Ári seinna gerðu þeir uppreisn þegar þeim fannst Jóhann brjóta lög lénsherranna. Hann átti engra úrkosta völ nema að láta undan kröfum aðalsmannanna. Magna Carta-skjalið samanstendur af formála og 63 klásúlum og þykir merkilegt fyrir þær sakir að það staðfesti að til væru lög sem jafnvel konungur- inn þyrfti að lúta. Þá skipti 39. ákvæðið ekki síst máli, en þar kemur fram að engan má svipta frelsi eða eignum án réttarhalda og skal hann dæmdur af jafningj- um sínum. Sama ár og sáttmálinn var innsiglaður braust út borgara- styrjöld. Jóhann féll frá árið 1216 en sonur hans, Hinrik III, gaf sáttmálann út aftur árið 1217. Hann gerði það í annað sinn árið 1225 eftir að hafa brotið uppreisnarmenn á bak aftur og Magna Carta var formlega bundinn í ríkislög. Mikilvægi skjalsins liggur fyrst og fremst í því að það er birtingarmynd þess að enginn væri yfir lög hafinn og stuðlaði þannig að lýðræðisþróun á Englandi. Fjögur frumrit af skjalinu hafa varðveist. MAGNA CARTA ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1389 Tyrkir sigra Serba í orrust- unni um Kosovo-hérað. 1590 Leó X páfi hótar að bann- færa Martein Lúther. 1626 Karl I Englandskonungur leysir upp þingið. 1752 Benjamin Franklin gerir til- raunir á rafmagni með flugdreka. 1785 Tveir franskir loftbelgjaflug- menn láta lífið í fyrsta flug- slysi heimsins. 1869 John Wesley Hyatt fær einkaleyfi á filmu. 1876 Flóðbylgja verður 28 þús- und Japönum að bana. 1924 J. Edgar Hoover verður yfir- maður bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI. 1965 Bob Dylan tekur upp lagið „Like a Rolling Stone“. Konungur sta›festir Magna Carta Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmans míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Sveinbjörns Sigurðssonar byggingameistara, Miðleiti 7, Helga Kristinsdóttir Kristinn Sveinbjörnsson Valgerður Bjarnadóttir Sigurður Sveinbjörnsson Dagný Jónasdóttir Árni Sveinbjörnsson Áslaug Sigurðardóttir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Auður Jónsdóttir Anna María Sveinbjörnsdóttir Egill Ingibergsson barnabörn, barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Óskar Emilsson Bólstaðarhlíð 41, andaðist þann 13. júní. Hafdís Óskarsdóttir Hlynur Guðmundsson Birgir L. Blöndal Áslaug Steingrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bergljót Þorsteinsdóttir frá Byggðarholti, Lóni, fyrrum húsfreyja, andaðist á Elliheimilinu Skjólgarði, Höfn, Hornafirði, fimmtudag- inn 9. júní. Guðmundur Þórðarson, Freysteinn Þórðarson, Guðlaug Þorgeirs- dóttir, Arnór Þórðarson, Ólöf Rafnsdóttir, Erla Ásthildur Þórðar- dóttir, Hugi Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar , Svavar Vemundsson múrarameistari, Lækjarsmára 6, Kópavogi, Verður jarðsunginn fimmtudaginn 16. júní frá Kópavogskirkju kl. 15. Guðmundur Svavarsson Hrafnhildur Björnsdóttir Ósk Svavarsdóttir Andrés Árnmarsson Svava Hlíð Svavarsdóttir Páll Breiðfjörð Eyjólfsson Sandra Svavarsdóttir Gunnar Svavarsson Erla Kolbrún Svavarsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn 80 ára afmæli Föstudaginn 17. júlí n.k. verður Lilja Stefánsdóttir Grensásvegi 58 í Reykjavík, áttræð. Af því tilefni taka hún og fjölskylda hennar á móti gestum í Holtakránni Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti milli kl. 16.00 og 19.00 á afmælisdaginn. 70 ÁRA AFMÆLI Miðvikudaginn 15. júní verður Svanur Jóhanns- son 70 ára. Svanur verður að heiman á afmælisdaginn. ANDLÁT Kristín Helgadóttir, Hvítingavegi 2, Vest- mannaeyjum, lést á Hraunbúðum föstu- daginn 10. júní. Brynjólfur Jónatan Jónsson, Borg, Reykhólasveit, andaðist á dvalarheimil- inu Barmahlíð laugardaginn 11. júní. Þorbjörg Einarsdóttir, Hóli, Stöðvarfirði, lést laugardaginn 11. júní. Jörundur Sigurgeir Sigtryggsson and- aðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 11. júní. Ragnar Guðjónsson, úr Landeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudag- inn 12. júní. JAR‹ARFARIR 13.00 Gísli Jósefsson, málarameistari, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. 14.00 Kristín Stefanía Magnúsdóttir, Kirkjuvegi 1, Keflavík, verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Vikar Davíðsson, Hátúni 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.