Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 76
32 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Fyrirliði meistaraflokks körfu- knattleiksdeildar KR, Steinar Kaldal, nefnir Veronaspagettí þeg- ar hann er inntur eftir sínum upp- áhaldsmat. Steinar segir að þetta sé ekki aðeins rosalega góður mat- ur heldur tengist uppskriftin líka góðum minningum. Veronaspaget- tí er réttur sem hann og Soffía, kærastan hans, bjuggu til saman eftir að þau komu frá Verona á Ítalíu fyrir tveimur árum. Eins og gefur að skilja voru þau undir sterkum áhrifum frá ítalskri mat- argerð á þessum tíma en þau tóku hluta af hráefninu með sér þaðan. Hann segir að þau séu mjög dug- leg að elda heima hjá sér og að Soffía eldi oftar og „betur“, þó hann sé einnig duglegur við það. Hann byrjaði að prófa sig áfram í eldhúsinu á menntaskólaaldri og það fyrsta sem hann lærði að elda voru svínalundir með sveppum og brúnni sósu. Hann telur nauðsyn- legt að eiga ferskt hráefni og gott krydd í matargerð en oftast eldar hann kjúkling eða grillar lamb. Það skemmtilegasta í matargerð finnst Steinari vera að grilla en hann er duglegur að gera það í góðra vina hópi. Hann myndi hins vegar aldrei elda lifur því honum finnst hún hræðilega vond og nán- ast óæt. VERONASPAGETTÍ STEINARS OG SOFFÍU 300-500 gr. ferskt ólífuspagettí ólífuolía 3-4 hvítlausrif fersk steinselja salt nokkrir bufftómatar tómatpuré úr dós 1 poki klettasalat 1 pakki þurrkaðir sveppir t.d. kóngasveppir 1 krukka svartar eða grænar ólífur 1 dós túnfiskur parmesan Hvítlaukurinn er saxaður og steiktur upp úr ólífuolíunni. Svo eru tómatarnir afhýddir og niður- skornir settir út í ásamt tómat- maukinu, saltinu og steinseljunni og það látið malla í fimm til tíu mínútur. Því næst er sveppunum og ólífunum blandað saman við og allt látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Að lokum er soðnu spagettíinu og sósunni hrært saman og túnfisknum, klettasal- atinu og parmesanostinum dreift ofan á. STEINAR Lenti í slæmum meiðslum undir lok tímabilsins en hlakkar til að fara að spila aftur. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og paprikurnar grillaðar við góðan hita þar til hýðið er allt orðið svart. Snúið öðru hverju svo að þær grillist jafnt. Þeim er svo stungið í bréfpoka eða settar í skál og plast breitt yfir. Látnar standa í um 5 mínútur og þá ætti að vera auðvelt að fletta hýðinu af þeim. Best er að gera þetta yfir sigti svo að safinn fari ekki til spillis. Skerið grilluðu paprikurnar í breiðar ræmur og raðið á disk. Hrærið paprikusafanum saman við ólífuolíu, hvítlauk, pipar og salt og hellið yfir paprikurnar. Dreifið furuhnetum yfir og skreytið með basilíkublöðum sem skorin hafa verið í ræmur. Berið paprikurnar t.d. fram sem forrétt eða sem meðlæti með grilluðum mat. Einnig má skera þær í mjórri ræmur og nota þær og olíuna út á pasta. 6-8 íslenskar paprikur í mismunandi litum 6 msk. ólífuolía 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt nýmalaður pipar salt 1-2 msk. furuhnetur nokkur basilíkublöð (má sleppa) Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S G RA 2 85 65 06 /2 00 5 paprikusalat Grillað Frönsk vín hafa ekki verið jafn áberandi í hillum Vínbúðanna hérlendis og fyrir nokkrum árum síðan. Einkum eiga ódýr- ari frönsk vín undir högg að sækja enda samkeppnin mikil frá löndum nýja-heimsins. Frönsk gæðavín eiga þó alltaf upp á pallborðið hjá vínunnend- um, eru jafnvel of vinsæl hjá söfnurum og ríkmennum víða um heim sem hafa þrýst verðinu á vínum ýmissa topphúsa upp úr öllu valdi. Sem betur fer er þó enn hægt að fá gæðavín á við- ráðanlegu verði í Vínbúðunum og einnig er vert að benda á að í Fríhöfninni er hægt að gera fín kaup. Hér á landi voru staddir í síðustu viku Georges Haushalt- er frá Compagnie Medocaine, sem er einn stærsti söluaðili franskra gæðavína, og Patrick Maroteaux sem á vínhúsið Chateau Brainaire Ducru auk þess að vera forseti samtaka vínframleiðanda í St. Julien. Maroteaux var áður banka- maður en vínástríðan varð þess valdandi að hann söðlaði um fyr- ir tæpum tveimur áratugum og keypti gamalgróna eign í Bor- deaux og hefur byggt húsið upp í að verða eitt það athyglisverð- asta á svæðinu. „80-90% af vín- framleiðslu í heiminum eru auð- drekkanleg vín sem eru tilbúin til neyslu strax og á að drekka innan tveggja mánaða frá því þau eru framleidd,“ segir Marot- eaux. „Um afganginn, þessi 10- 20%, gildir annað og það eru þau vín sem áhugi er stöðugt að aukast á. Góð nýja-heimsvín eru það há í alkóhóli að þau henta ekki eins vel til geymslu og okk- ar vín sem eru lægri í alkóhóli og fínlegri sem þýðir að þau end- ast betur. Markaðurinn stækkar stöðugt fyrir Bordeaux gæðavín enda skulum við ekki gleyma því að þrátt fyrir allt tal um ofur- verðlagningu þá má fá prýðileg vín allt frá tveimur og upp í tvö- hundruð evrur og það er verk- efni hvers vínáhugamanns að finna hvar smekkurinn liggur og hvað buddan leyfir.“ Maroteaux segist vera á ferðalögum um heiminn í þrjá til fjóra mánuði á ári að kynna vín sín og annarra framleiðanda í Bordeaux. „Sam- tökin standa fyrir smökkunum víða um heim og þá mætir 70 til 80 manna hersveit framleiðenda í krossferð fyrir frönskum vín- um. Það er mjög áhrifamikið og vonandi getum við einhvern tím- ann heimsótt Ísland þótt ykkar litla land þoli kannski ekki svona mikinn her!“ PATRIK MAROTEAUX: Bankamaður sem varð vínástríðunni að bráð. PATRICK MAROTEAUX: Í KROSSFERÐ UM HEIMINN AÐ KYNNA FRÖNSK VÍN Marka›urinn fyrir Bordeaux gæ›avín stækkar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Veronaspagettí körfuboltamannsins BARRAMUNDI: Þrisvar valið besta kassavínið Barramundi Cabernet Merlot hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi enda rauðvín sem hefur hlotið frábæra dóma víða um heim. Þrisvar sinnum hefur það verið valið besta kassavínið í Svíþjóð. Aftonblaðið þar í landi kallaði það „grand cru“ vín kassavínanna og vísar þar til flokkunar á frönskum gæðavínum. Vínið er nokkuð djúpt með keim af plómum og dökkum kirsuberjum. Mjög gott með grilluðu lambi, svínakjöti, kjúklingi og léttri villibráð og ekki síst eitt og sér. Heldur til fulls öllum bestu einkennunum í 10 til 14 daga eftir opnun. Einnig fá- anlegt í hvítu. Barramundi Semillon Chardonnay hvítvínið er ferskt og ljúft með góðum ávexti. Frábært sólpallavín. Verð í Vínbúðum 3.590 kr. DEAKIN ESTATE: Óvenjulega kraftmikið Deakin Estate er framleitt í Victoria, einu frjósamasta og gjöfulasta svæði Ástralíu. Vín Deakin Estate úr cabernet sauvignon-þrúgunni þykir afar kraftmikið og blaðið Herald Sun segir að það sé óvenju- lega kraftmikið og sérstakt og endurspegli einkenni svæðisins bet- ur en algengt sé um áströlsk vín. Þetta vín er bragðmikið þar sem fram koma þroskuð ber með eik- arívafi. Þetta vín er gott til neyslu núna en má vel geyma í allt að þrjú ár. Fer vel með öllu grilluðu kjöti, lamba-, svína- og nautakjöti, einnig gott með grilluðum krydduðum kjúklingi. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR L O G I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.