Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 83

Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 83
KRINGLUKAST MOKKASÍUR Á 30% AFSLÆTTI Kringlunni • 553 4141 Gleðifréttir frá Gleðistofu Íslands Laugardaga kl. 11:30 og alla virka daga kl. 11:30, 16:30 og 21:30 G O T T F Ó L K M c C A N N Fyrirsætan og leikkonan Paris Hilton ætlar að hætta í sviðsljós- inu eftir tvö ár. Þetta sagði hún í viðtali við bandaríska tímaritið Newsweek. Þá ætlar hún að snúa sér að því að verða góð móðir og eiginkona en Paris trúlofaðist ný- lega nafna sínum Latsis. Paris Hilton hefur verið áber- andi meðal stjörnuliðsins undan- farin ár og fékk sinn eigin þátt á MTV, Simple Life. Hún segist ekki lengur nenna að leika heimsku ljóskuna. „Mér fannst sætt að leika heimsku ljóskuna í sjón- varpi. Það var bara fyndið. Ég lít á mig sem viðskiptakonu,“ sagði Paris og bætti því við að það væri orðið skelfilegt að fara út að skemmta sér. „Það eru allir að bjóða mér samning, vilja láta taka myndir af sér með mér. Þetta er alveg hrikalega uppáþrengjandi lið. Ég trúi því ekki að mér hafi þótt þetta skemmtilegt einhvern tímann.“ ■ Paris leggur ni›ur störf PARIS OG MAMMA HENNAR Kathy, mamma Parisar Hilton, hefur hvatt hana til þess að ná sáttum við Nicole Ritchie. Paris fær væntanlega nógan tíma til þess þegar hún kveður sviðsljósið eftir tvö ár. Vince Vaughn segist vera svekktur yfir því að á hann skuli vera minnst í kynningarmyndum Mr. & Mrs. Smith. Doug Liman, leikstjóri myndarinnar og Vaughn eru vinir frá fornu fari en þeir gerðu Swin- gers saman. Liman hringdi í Vaughn og spurði hvort hann vildi ekki leika lítið hlutverk sem ekki væri minnst á í kynningarmyndum. Vaughn sló til og gerði gamla vini sínum greiða. „Hlutverkið varð síðan aðeins stærra en upphaflega stóð til og Liman fannst ég skila svo góðu starfi að hann ákvað að nota það í kynningarmyndbandið,“ sagði Vaughn. Hann er þó ekkert brjálað- ur yfir þessu og segist hafa skemmt sér mjög vel við gerð myndarinnar. „Mig langaði bara svo að koma að- dáendum mínum á óvart,“ sagði Vaughn. ■ VINCE VAUGHN Glímdi við lesblindu og er þakklátur föður sínum fyrir að hafa ekki sett sig á lyf. Hann er nú meðal helstu gamanleikara Bandaríkjanna og hlutverk hans í Mr. & Mrs. Smith varð mun stærra en áætlað var. Ætla›i ekki a› vera á listanum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.