Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 6
6 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Skæðar sjálfsmorðsárásir í Írak: Á fjór›a tug fórst í Mosul ÍRAK, AP Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Í gær fórst á fjórða tug manna í sprengjuárásum í Bagdad og Mosul. Fyrst var pall- bíl hlöðnum sprengiefni ekið inn í lögreglustöð í miðborg Mosul og létust 10 lögreglumenn í sprengingunni. Sprengiefnið var falið í vatnsmelónum sem hlaðið var á pall bílsins. Tvær sjálfsmorðsprengju- árásir til viðbótar fylgdu síðar um daginn í borginni. Maður sprengdi sig í loft upp á bílastæði utan við höfuðstöðvar íraska hersins og varð 16 manns að bana og særði sjö til viðbótar. Þriðji árásar- maðurinn sprengdi sig svo í loft upp á spítala í borginni skömmu síðar og grandaði fimm lögreglu- mönnum og særði tólf. Mosul er þriðja stærsta borg Íraks, um 360 kílómetra norðvestan við Bagdad. Sprengja grandaði einnig bandarískum hermanni í miðborg Bagdad í gærmorgun og særði tvo aðra. Að minnsta kosti 1735 bandarískir hermenn hafa þá látist síðan innrásin í Írak hófst í mars 2003. ■ Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri: Rúmlega 200 milljónir söfnu›ust SÖFNUN Liðlega hundruð tuttugu milljónir króna söfnuðust í lands- söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri sem haldin var til styrktar fórn- arlömbum hamfaranna við Ind- landshaf en söfnunin hefur staðið yfir síðastliðið hálft ár. Það voru Barnaheill á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS-barnaþorpin og UNICEF-Barnahjálp sam- einuðu þjóðanna sem fengu það hlutverk að úthluta því sem safnaðist til hamfarasvæðanna. Áður höfðu safnast um hundrað milljónir hér á landi og því má segja að framlag Íslendinga sé rúmlega tvö hundruð milljónir. Hólmfríður Anna Baldurs- dóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir að söfnunin sé umfangsmesta söfnun sem haldin hefur verið hér á landi. „Þetta fór framar okkar vonum en við vissum í raun ekkert við hverju var að búast þannig þetta er afar ánægjulegt. Hjálparstarf og framlög geta áorkað miklu og við viljum hvetja fólk til að gefa áfram til bágstaddra.“ -hb Höfum broti› bla› í skipulagsumræ›u Jónmundur Gu›marsson bæjarstjóri segir marka tímamót a› bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi skuli hafa veri› rei›ubúin a› leggja tvo skuldbindandi kosti í skipulagsmálum í hendur bæjarbúa. Hann er sáttur vi› kjörsóknina um helgina. SVEITARSTJÓRNARMÁL Skipulagstil- lagan sem varð ofan á í bindandi kosningu íbúa á Seltjarnarnesi um helgina gerir ráð fyrir heldur minni fjölgun íbúa á Nesinu en sú sem varð undir. Að sögn Jón- mundar Guð- m a r s s o n a r b æ j a r s t j ó r a munar þar um 120 íbúum. „ Í b ú u m fylgja skatt- tekjur, en við miðum auðvitað bara frekari út- reikninga okkar og forsendur í fjár- málum bæjarins við þá aukningu sem niðurstaða varð um,“ segir Jón- mundur og fagnar því að niðurstaða skuli fengin í málinu. Hann segir bæjaryfirvöld ekki hafa uppi ráða- gerðir um fjölgun annars staðar á Nesinu að svo stöddu. „Aðalskipu- lag bæjarins er þó vissulega í vinnslu, en viðurkennast verður að orðið er frekar fátt um fína drætti hvað þau mál snertir.“ Jónmundur segir tvenns konar tímamót falin í kosningunni um helgina. „Annars vegar er blað brotið í skipulagsumræðu að bæjar- stjórn skuli reiðubúin að leggja tvo skuldbindandi kosti í hendur íbúa að velja á milli. Það finnst mér vera eftirtektarverð nýbreytni. Því til viðbótar felast heilmikil tímamót í því fyrir okkur Seltirninga að fá niðurstöðu í málinu,“ segir hann, en lengi hefur verið deilt um skipulag á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. „Við erum með þessu komin með umboð frá Seltirningum á kosninga- aldri til þess að vinna að tilteknu skipulagi á svæðinu og ráðast í fyllingu tímans í framkvæmdir sem allir hafa beðið með óþreyju, en erfitt hefur verið að ná utan um hvernig menn vildu hafa.“ Þá kveðst Jónmundur nokkuð sáttur við þátttöku í kosningunni, þó svo ef til vill hefði mátt búast við að hún yrði meiri miðað við hve málið hefur verið sagt mikið hitamál. „Mér finnst þó 52 prósent kjörsókn gefa til kynna að fólk hafi látið sig málið varða. Kannski var ekki svo mikill munur á fylgi við hvora til- lögu fyrir sig en þó nægilegur til að niðurstaðan var afgerandi og skýr. Hún treystir þann grunn sem við byggjum frekari framkvæmdir á.“ Sjá einnig umfjöllun um íbúalýð- ræði á síðu 14 olikr@frettabladid.is Háskólinn á Akureyri: Í samstarf vi› Kínverja MENNTAMÁL Háskólinn á Akureyri hefur gert samning við kín- verska háskólann University of Political Science and Law í Peking. Skólinn er einn virtasti lagaháskóli Kína og hefur á undanförnum fimmtíu árum út- skrifað tíu þúsund lögfræðinga. Samningur milli skólanna tekur til nemenda- og kennaraskipta á komandi misserum og fyrst og fremst til félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akur- eyri. Einnig er stefnt að sam- starfi á sviði mannréttindamála og lagarannsókna. -hb SVÞ gagnrýna stjórnvöld: Landbúna›ur skuli breytast VERSLUN Samtök verslunar og þjónustu telja óeðlilegt að við- halda óhagkvæmu kerfi í land- búnaði hér á landi og hvetja stjórnvöld til þess að hefja skipulega breytingu á þessu kerfi. Það muni lækka matvöru- verð og verða hagfellt fyrir þorra landsmanna. Í yfirlýsingu segir að stjórn- völd geti hvenær sem er ákveðið breytingu. Ekki þurfi að bíða eftir því að alþjóðastofnanir knýi stjórnvöld til aðgerða. „Jafnframt þarf að aðstoða landbúnaðinn við að umbreytast í sjálfbærar og rekstrarlega hagkvæmar einingar á sem skemmstum tíma,“ segir í yfir- lýsingunni. ■ Minnsvarði á Höfða: Aldarafmæli loftskeyta TÆKNI Minnisvarði var afhjúpaður á Höfða í gær í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá því að fyrsta loftskeytið barst til Ís- lands. Hinn 26. júní árið 1905, komst landið í daglegt fréttasam- band við útlönd og olli miklum þáttaskilum því þá urðu frjáls far- skipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loft- skeytastöðvar Marconi’s Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík þar sem í dag er Höfði.Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktsson- ar, afhjúpaði minnisvarðann, en Einar Bendiktsson var umboðs- maður Marconi-félagsins, sem sá um fyrstu loftskeytasendinguna hingað til lands. ■ LAGERSALA Ullarvörur á góðu verði Opið dagana 27. júní – 1. júlí frá kl. 14 - 20 Verðdæmi: Peysur 1.500,- til 4.000,- Vesti 1.000,- til 3.000,- Teppi 500,- til 5.000,- Slár 3.000,- til 5.000,- Sokkar 400,- til 800,- Húfur 500,- til 1.500,- Vettlingar 500,- til 1.500,- Treflar 500,- til 2.000,- Barnapeysur 1.000,- til 3.000,- Tinna ehf - Janus ehf Auðbrekka 21 - 200 Kópavogur Ganga íslenskir fjölmiðlar of langt í umfjöllun um einkalíf fólks? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á R-listinn að stilla upp á lista með opnu prófkjöri? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 17,24% 82,76% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN JÓNMUNDUR GUÐMARSSON HÁHÝSI SEM EKKI RÍSA VIÐ SUÐURSTRÖND Skipulagstillögurnar sem kosið var um á Seltjarnarnesi um helgina urðu til í meðförum rýnihóps bæjarbúa og segir bæjarstjórinn sátt hafa verið í bæjarstjórninni um að bæta ekki þar við og sæta þeirri niðurstöðu sem bæjarbúar kysu. MINNISVARÐI AFHJÆUPAÐUR Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Ben, af- hjúpaði minnisvarðann. ORKUVINNSLA GASORKUVER RÍS Í NOREGI Stjórn Naturkraft AS í Noregi samþykkti fyrir helgi að reisa fyrsta gasorkuverið sem byggt er í Noregi. Naturkraft er í eigu Norsk Hydro og Statkraft sem eiga helming hvort. Orkuverið verður hið fyrsta sinnar tegundar í Evrópu og sagt byggja á allra nýjustu tækni. Lottó helgarinnar: Einn fær tíu milljónir GETSPÁ Einn var með allar tölur réttar í útdrætti lottótalnanna á laugardagskvöldið. Sá hlýtur fyrir vikið tæplega 10,2 milljónir króna í verðlaun. Fjórir voru með fjóra rétta auk bónustölu, en fyrir það fær hver hinna heppnu 165.290 krónur. Lottótölurnar á laugardaginn voru 7, 11, 15, 18 og 36. Bónus- talan var 14. 73 voru með fjórar tölur réttar og fá rúmar 8.500 krónur og um 4.600 manns voru með þrjá og tvo plús bónustölu rétta. Heildarupphæð vinninga nam rúmum 13,8 milljónum króna. Jókertölurnar voru 4, 9, 2, 6 og 2. Þar var einn með röðina rétta og fær 2 milljónir króna. -óká HÓLMFRÍÐUR ANNA BALDURSDÓTTIR Hvetur fólk til að gefa áfram til bágstaddra. ÍBÚÐARHÚS Í BAGDAD Í RÚST Sprengju- árásir urðu tugum að bana í Írak í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.