Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 VIÐSKIPTI „Það var verið að blekkja Fjármálaeftirlitið og þá sem áttu bankann með Eglu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, að- júnkt við Háskóla Íslands, um kaup þýska bankans Hauck og Aufhäuser á hlut í Búnaðar- bankanum en þýski bankinn var hluti af S-hópnum svokallaða í gegnum fyrirtækið Eglu hf. Vilhjálmur segir að þegar Búnaðarbankinn var seldur til S- hópsins var ljóst að þýski bankinn fór með virkan eignar- hlut. Ef aðrir hefðu átt þennan hlut, hefði átt að greina frá því. „Ef virkur eignarhlutur er stærri en gefið er upp, er hlut- hafaskráin röng,“ segir Vil- hjálmur. Umræddar upplýsingar komu fram í skýrslu ríkisendur- skoðunar vegna sölu á ríkisbönkunum. Hvergi er minnst á kaupin á hlut í Bún- aðarbankanum í ársreikningi þýska bankans sem þykir enn frekari vísbending um að bankinn hafi ekki verið raun- verulegur eigandi bréfanna. Ekki náðist í Pál Gunnar Páls- son, forstjóra Fjármálaeftirlitis- ins, í gær. -hb Aðjúnkt við Háskóla Íslands um sölu á Búnaðarbanka: Fjármálaeftirliti› blekkt BETRI NOTAÐIR BÍLAR Þrjúhundruð og fimmtíu þúsund króna afsláttur af sérvöldum bílum RIGNING Á vesturhelmingi landsins. Gæti dropað á austurhelmingnum síðdegis. Hiti 10-16 stig hlýjast austan til. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR 27. júní 2005 - 171. tölublað – 5. árgangur Kaffihúsastelpan í Sjónvarpinu Sjónvarpsmyndin The Girl in the Café, sem var tekin upp að miklum hluta hér á landi síðasta sumar, verður frumsýnd í Sjónvarpinu hinn 9. júlí. Myndin er úr smiðju Richards Curtis, sem skrifaði meðal annars handrit að myndunum Love Actually og Four Weddings and a Funeral. SJÓNVARP 30 Í MIÐJU BLAÐSINS ▲ Stórborgarbragur og bíóstemning HALLDÓRA BRAGADÓTTIR ARKITEKT: ● hús ● fasteignir ▲ PYNTINGUM MÓTMÆLT Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær. Þar gátu vegfarandur sett sig í spor fanga í Guantanamo-fangabúðunum. Sjá síðu 4. EFNAHAGSMÁL „Það eru að ganga til baka lækkanir sem verið hafa í matvöru,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans. Hún segir kostaboð á matvöru, sem vegi þungt í vísitöluútreikningi, hafa mikið að segja. Bankinn spáir nú 0,4 prósenta verðbólgu milli mánaða, en þar er meðal annars horft til hækkana á matvöru. „Ég get ekki tekið undir að verðstríðið sé búið. Auðvitað er enn tekist á um hverjir eru ódýrastir. Við hættum ekki í þessu stríði,“ segir Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar. „Það er samt greinilegt að Krónan og Bón- us eru að slást um þetta og alveg óhætt að segja að Kaskó og Nettó hafi bakkað út úr slagnum. Við erum búnir að skilgreina okkur sem lágvöru- verslun og það kostar á f r a m h a l d - andi átök.“ Guðmund- ur Marteins- son, fram- kvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng en tel- ur þó einsýnt að minna verði um undirboð á borð við að fólk fái mjólkurlítrann á krónu, eða jafn- vel gefins. „Ég held að svona bull- verð sé úr sögunni, að minnsta kosti tímabundið. Þetta snýst nátt- úrlega um stöðugt lágt verðlag, enda skiptir það neytandann mestu máli,“ segir hann og telur augljóst að lágvöruverslanir haldi áfram að veita hverri annarri að- hald. Guðmundur segir blöðin full af auglýsingum matvöruverslana þar sem afslættir og lágt vöru- verð er kynnt. Edda Rós segir að undanfarið hafi fasteignaverð einna helst ýtt undir verðbólgu, en nú komi einnig inn hærra bensínverð og hækkun á verði matvöru. Hún segir almennt gert ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um hálft prósent til viðbótar í september til þess að bregðast við aukinni verðbólgu. olikr@frettabladid.is TÓNLIST SIGTRYGGUR BALDURSSON: Trommar á úreld loftnet FÓLK 30 VEITINGAR ELÍS ÁRNASON: Rekur eina veitinga- sta›inn í Hrísey TILVERAN 12 Ófróður endurskoðandi Eignatengsl forsætisráðherra við fyrir- tæki sem kaupir banka af ríkis- stjórninni eru ekki viðkvæm einkamál, segir Guðmundur Andri Thorsson. Honum finnst það ráðgáta hvers vegna Halldór Ásgrímsson hefur ekki fyrir löngu síðan losað sig við eign sína í þessum fyrirtækjum. UMRÆÐAN 16 Íslandsmótið búið? FH-ingar eru búnir að stinga af í Landsbankadeildinni eftir áttunda sigurleikinn í röð. Ekkert lið virðist eiga möguleika gegn meisturunum og fátt sem bendir til annars en að FH muni verja titilinn. ÍÞRÓTTIR 20 VEÐRIÐ Í DAG Óvissuástand í Búlgaríu: Enginn hefur meirihluta SÓFÍA, AP Að loknum kosningum í Búlgaríu ríkir ákveðið óvissuástand með framhaldið. Sósíalista- flokkurinn fór með sigur af hólmi en hann hlaut tæpan þriðjung at- kvæða. Flokkur forsætisráðherrans Simeon Saxcoburggotski hlaut hins vegar tæpan fimmtung atkvæða. Sergei Stanisev, leiðtogi sósíal- ista, hefur farið fram á stjórnar- myndunarumboð en það er hins vegar alveg óvíst með hverjum sósíalistar geta hugsað sér að starfa. Stanishev útilokar sam- starf með þjóðernissósíalista- flokknum ATAKA og lýsir því yfir að honum þyki afar ólíklegt að samstaða náist við flokk Saxco- burggotskis. ■ JÓN KR. ÓLAFSSON Tróð þrisvar upp á hátíðinni Bíldudals grænar um helgina. Bíldudals grænar: Jón Kr. aldrei sungi› betur HÁTIÐ Sumarhátíðinni Bíldudals grænar lauk í gær. „Hátíðin fór alveg rosalega vel fram og var heill hellingur af fólki. Veðrið hefði hins vegar mátt vera ákjósanlegra. Ég söng þarna í þrígang. Það var mikið stuð hérna á Bíldudal alla helgina og alveg frábær stemmning,“ segir Jón Kr. Ólafsson söngvari sem fékk hól frá fólki sem sagði að hann hefði aldrei sungið betur en á hátíðinni í ár. Hátíðin hófst á fimmtudag og fór nú fram í annað sinn. Að sögn lögreglunnar á Patreks- firði var nóg að gera í bænum um helgina en ekki þurfti að hafa mikil afskipti af hátíðargestum, sem voru til fyrirmyndar. ■ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Ver›strí› ekki a› baki Hugsanlega sér fyrir endann á undirbo›um á matvörumarka›i. Forsvarsmenn Bónuss og Krónunnar segja ver›strí› alls ekki a› baki. Hagfræ›ingur Lands- bankans segir gyllibo›in hafa haft mikil áhrif á ver›bólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.