Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 72
24 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Ég fylgdist náið með úrslita- keppni NBA- körfuboltans í Ameríku og hafði gaman að. Ég hafði ekki glápt á boltann af þvílíkum áhuga síðan ég var patti. Við þetta gengdarlausa gláp rifjaðist upp fyrir mér að einhvers staðar í skúffu heima hjá mömmu á ég tugi, ef ekki hundruð körfuboltamynda. Þessu safnaði ég af áfergju þegar ég var í Meló, tók möppurnar með í skólann og bíttaði við bekkjar- bræður mína. Allir nammiaurarnir fóru svo í það að kaupa myndir; Upper Deck í gulli og svona. Alltaf jafn spennandi að opna pakkann og vonast eftir einhverri hetju, jafnvel Jordan. Yfirleitt voru pakkarnir fullir af einhverjum aulahlunkum hjá Washington Bullets sem spiluðu þrjár mínútur í leik og voru með einhver 2,3 stig að meðaltali. Maður lét það ekki á sig fá enda stundum hægt að bítta svona fjórum til sex svoleiðis aulakallamyndum fyrir einn góðann hjá þeim sem minna vissu um málið. Ég hugsa að ég fari bráðum í það að leita þessar myndir uppi, svona nostalgíunnar vegna. Einhverjum árum síðar kom svo poxið, kringlótt pappaspjöld með myndum af hljómsveitum og ein- hverju. Ég átti aldrei neitt sérlega mikið af poxi, ekki nema svona þrjú hundruð spjöld. Svo voru það poxs- sleggjurnar sem maður notaði til þess að reyna að snúa við sem flestum myndum úr misháum bunkum. Þessu fylgdu því mikil vísindi, hversu þykka eða þunna sleggju ætti að nota í hvert skipti. Og já, svo átti ég alltaf kókjójó á sínum tíma og eyddi ófáum stundum í að æfa upp trikkin; láta jójóið spinna og gera vagg og veltu eða hvað þetta hét nú allt saman. Svo hef ég ekki tekið almenni- legt æði árum saman, horfi á litlu systkini mín safna pókemon-köllum einhverjum sem ég hef ekki hug- mynd um hvernig virka og hamstra kóktappa til þess að eignast jójó, eins og ég lék mér sjálfur með í gamla daga. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ODDUR ÁSTRÁÐSSON SAFNAÐI KÖRFUBOLTAMYNDUM OG POXI. Viljið þið að ég taki æði? Laugavegi 51 • s: 552 2201 Lokað í dag. Útsalan hefst á morgun Þriðjudag kl. 10.00 40% afsláttur Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 14-18 mánudaga - laugardaga 12-18 sunnudaga Lokað 2. og 3. júlí. KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 1 1 . H V E R V I N N U R Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu komin/n í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Glæsilegur War of the worlds varningur DVD myndir • Coca Cola • Margt fleira SENDU SMS SKEYTIÐ JA WWF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli En ég verð víst að sýna kollegum mín- um skilning. Starkarður Húgóson! Hann má ekki keyra næturvagninn sam- kvæmt læknisráði. Ég vona að hon- um batni og hann komi brátt aftur í vinnu. Því þá mun ég hefna mín! Jú! Jú! Jú! Nei! Nei! Nei! Jú, annars set ég þig í straff! Fínt! Fyrst segir hún að ég eigi að vera sjálfstætt hugsandi einstaklingur... ...og svo vill hún ráða hverju ég klæðist. Ég elska Snúllu! Ég elska hana svo mikið að ég ætla að fá mér tattú! Bíddu rólegur Mjási. Ég skal tattúvera þig. Viltu gera það. Hvaða tattú ertu með? Hjarta? Hnefa! Vá! Þetta er frábær heimildar- mynd! Ég elska þessa heimildarmynd! Þetta er besta heimildarmynd sem ég hef séð! Húrra fyrir heim- ildarmyndum! Solla, þetta er teiknimynd! Af hverju kallarðu þetta heimildarmynd? Af því að mamma leyfir mér að horfa á eins margar heimildar- myndir og ég vil. M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.