Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 78
30 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Lárétt: 1 ilma, 5 passlegt, 6 í röð, 7 ónefndur, 8 fótabúnað, 9 karlmannsnafn, 10 klaki, 12 bílaleiga, 13 mér að skapi, 15 tónn, 16 blóðsuga, 18 beljaka. Lóðrétt: 1 annirnar, 2 tími dags, 3 tveir eins, 4 stoðirnar, 6 áfall, 8 eyða, 11 urmul, 14 eins um l, 17 tvíhljóði. Lausn. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Svikna eiginkonan í Garðabæ: SVARAR BUBBA FULLUM HÁLSI „Stend við allt sem ég sagði um Brynju “ Sjónvarpsmyndin The Girl in the Café, sem meðal annars var tekin upp að miklum hluta hér á landi síðasta sumar, verður frumsýnd í Sjónvarpinu 9. júlí. Myndin er úr smiðju Richards Curtis sem skrifaði meðal annars handrit að myndunum Love Actually og Four Wedding and a Funeral. Hún fjallar um embættismann í breska fjármálaráðuneytinu og atvinnu- lausa unga konu sem hann hittir á kaffihúsi. Með þeim tekst ágætur vinskapur og býður hann henni með sér til Íslands þar sem fundur átta helstu iðnríkja heims fer fram. Myndin verður frumsýnd á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO á morgun. Handritshöfundurinn Curtis komst í hann krappan þegar hann var að kynna myndina í London fyrir skömmu en þar sakaði ís- lenskur blaðamaður hann um að hafa ekki kynnt sér staðhætti á Íslandi nógu vel því erlendu þjóð- arleiðtogarnir lenda allir í Reykjavík en ekki á alþjóðaflug- vellinum í Keflavík. ■ Kaffihúsastelpan í Sjónvarpinu STELPAN Á KAFFIHÚSINU Með helstu hlutverk í myndinni fara Bill Nighy og Kelly MacDonald. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Páll Skúlason Japanskir 88% Komandi helgi er önnur mesta ferðahelgi ársins, þegar ungmenni á sumarvinnumarkaði fá útborguð sín fyrstu laun og skipuleggja ferðir utan við bæinn til þess að safnast saman. Til viðbótar stendur yfir hásumarleyfis- tími og margir sækja í sumarbústaði og fjölbreytt ferðalög. Sigurður Helgason verkefnastjóri umferðaráróðurs og fjölmiðlunar á Umferðastofu segir komandi helgi ekki beinlínis kvíðvænlega, en beygur sé í brjóstum þeirra sem starfa við umferðamál. „Yfir sumarið er umferð á vegum landsins mjög þung, en oft svo þung að menn hafa síður tækifæri til þess að aka hratt, sem er jákvæða hliðin á málinu. Framúr- og hraðakstur er mesta ógnin og valda flestum slysum yfir sumartímann, en aðstæður sem þessar gera skil- yrði til slíks hátternis mun verri,“ segir Sigurður og bætir við að þjóðvegir til og frá borginni teppist gjarnan á helgum sem þessum. „Tappar myndast á leiðinni að Hvalfjarðargöngum og austur fyrir fjall, og við ráðleggjum fólki að velja fleiri leiðir en þessar hefðbundnu um Vestur- og Suður- landsveg, til að minnka spennu á gatnamótum þeirra. Við förum alltaf af stað í von um að allir leggist á eitt og átti sig á ábyrgðinni sem fylgir því að stjórna bíl, því sumarið er sá árstími þegar flest alvarleg slys verða.“ Sigurður segir hrað- og hættulegan akstur ekki ein- skorast við ungt fólk, heldur fólk á öllum aldri sem of- metur eigin ökuhæfni. „Mín tilfinning er sú að ungir ökumenn sýni mikla skynsemi og aðgát í umferðinni, þótt í þeirra hópi finnist vitaskuld undantekningar eins og hjá öðrum,“ segir Sigurður, en bendir við hættu samfara auknum fjölda fellihýsa á vegunum, aukinni mótorhjólaeign og aukinna þungaflutninga. „Hjólhýsin auka spennu á vegum þegar fólki finnst það fast fyrir aftan, og fleiri flutningabílum fylgir aukin hætta á slysum. Flestir mótorhjólaeigendur eru á aldrinum fjörtíu til sextíu ára, með gömul ökuréttindi. Mótorhjólaakstur er sérhæfður og krefst mikils undirbúnings. Því má lítið út af bera til að slys verði ekki, og þarf oft ekki nema lítinn stein til að illa fari, en bót er í máli að eldri hópurinn er heldur rólegri á bensíngjöfinni en sá yngri,“ segir Sigurður, sem hvetur alla ökumenn til að gæta ítrustu gætni á ferðalögum sínum um landið. SIGURÐUR HELGASON VERKEFNASTJÓRI UMFERÐARÁRÓÐURS OG FJÖLMIÐLUNAR HEFUR BEYG GAGNVART KOMANDI HELGI SÉRFRÆÐINGURINN SIGURÐUR HELGASON Varasöm fer›ahelgi framundan ...fær Eggert Pétursson mynd- listarmaður fyrir það afrek að hljóta önnur verðlaun norrænu myndlistarverðlaunanna Carnegie Art Award 2006, fyrir sérstæð blómamálverk sem endurspegla flóru Íslands. HRÓSIÐ Sigtryggur Baldursson, öðru nafni Bogomil Font, vinnur að mjög skemmtilegu verkefni þessa dagana. Hann er framkvæmda- stjóri trommukvartetts sem spilar á gríðarstórar trommur sem kallast parabólur. Með honum í kvartettinum eru Stein- grímur Guðmundsson, Davíð Þór Jónsson og Helgi Svavar Helga- son. Það einkennilegasta við para- bólurnar er að þær voru alls ekki hugsaðar sem hljóðfæri. „Þessi kvikindi eru í formlegri eigu Fjarska sem er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar,“ segir Sig- tryggur og á við trommurnar. Sigvaldi Kaldalóns Jónsson, rafeindavirki hjá Fjarska, segir parabólurnar í rauninni vera loft- net sem tekur á móti radíó- bylgjum. „Þær eru margar hverjar orðnar úreldar þar sem fjarskiptin eru að breytast. Þau fara sífellt minna fram í loftinu og eru að færast yfir í ljósleiðarana í jörðinni.“ Þegar Sigtryggur er spurður hvernig þetta hafi allt byrjað, þá segist hann hafa fyrst séð para- bólurnar fyrir rúmu ári síðan. Hann var að spila í Elliðaár- dalnum og þegar hann gekk inn í gömlu vararafstöðina þar, „brúna kumbaldann“, þá var upplifunin ævintýraleg. „Þetta var svona eins og að vera Lísa í Undralandi fyrir mig sem trommara. Ég sá bara fullt af trommum í þessum gömlu tækjum og uppveðraðist allur,“ segir hann, en para- bólurnar voru þar í geymslu. Fyrir milligöngu góðra manna, þar á meðal Kristins garðyrkju- stjóra Orkuveitunnar í Elliðaár- dal, fékk hann loftnetin í hend- urnar. Sigtryggur segist harla lítið hafa þurft að breyta para- bólunum, helst hafi aðeins þurft að strekkja dúkana. Sigtryggur og félagar eru því búnir að vinna með parabólurnar í nokkurn tíma en þeir héldu skemmtilega sýningu ásamt Götu- leikhúsinu og fleirum 17. júní. „Benóný Ægisson hafði samband við mig um samstarf við Götuleik- húsið og það gekk mjög vel,“ segir Sigtryggur en takturinn glumdi svo undirtók í miðbæ Reykja- víkur þegar þeir slógu trumburnar eins og berserkir við engla- og djöflasýningu Götuleik- hússins. „Tónlistinni myndi ég lýsa sem skipulagðri óreiðu,“ segir hann. „Hluti af prógramminu er spuni en við styðjumst samt við ákveðin form.“ Þessi frumlegi trommukvar- tett er bara rétt að byrja og takt- geggjararnir fjórir ætla að halda fleiri tónleika í sumar. „Já, við verðum með fleiri tónleika og svo stefnum við til útlanda, hugsan- lega í samstarfi við Eimskip,“ segir Sigtryggur. soleyk@frettabladid.is GÖTULEIKHÚSIÐ Trommukvartettinn kom fram með Götuleikhúsinu 17. júní. Hér sést einn púkinn úr þeirri sýningu. SIGTRYGGUR OG FÉLAGAR Sigtryggur sá tækifæri í gömlum tækjum í vararafstöðinni í Elliðaárdal. SIGTRYGGUR BALDURSSON: VINNUR MEÐ GÖTULEIKHÚSINU Trommar á úreld loftnet M YN D /J O R R I Lárétt:1anga,5nóg,6st,7nn,8skó,9 jóel,10ís,12alp,13kær, 15la,16igla, 18ruma. Lóðrétt:1annríkið,2nón,3gg,4stólp- arnir, 6skell,8sóa,11sæg,14rlr, 17au. Enginn viðbjóður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.