Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 27. júní 2005 13 helgar bjóðum við stundum upp á lifandi tónlist og þá er hér kráarstemming,“ segir Elís. Einn af þekktustu íbúum hússins er Árni Tryggvason leikari en þar liggja hans æsku- spor. Faðir Árna, Tryggvi Jó- hannsson, byggði húsið á ár- unum 1932 til 1934 en veitinga- staður opnaði fyrst í húsinu fyrir 21 ári. Þegar Brekka var í byggingu var möl borin í fötum úr fjörum við Hrísey til að byggja kjallarann en grindin var smíðuð ofan á grunninn árið 1933 og byggingin klædd. Hríseyingum þótti húsið stórt og reisulegt og kölluðu það Greifahöllina. Tveimur vikum eftir að Tryggvi og fjölskylda fluttu inn í Greifahöllina árið 1934 reið hinn mikli Dalvíkurskjálfti yfir. Brekka stóðst jarðskjálftann með sóma nema hvað að sprungur komu í reykháfinn og var hann rifinn í kjölfarið. Þegar taugaveikisfaraldur geisaði í Hrísey árið 1936 var Greifahöllin notuð sem sjúkra- hús en í húsinu var rúmbesta stofa þorpsins. Fjölskyldan bjó þó áfram í húsinu en var sett í stranga einangrun og fengu íbúarnar einungis að fara út að næturlagi, íklæddir hvítum sloppum svo aðrir Hríseyingar velktust ekki í vafa hverjir væru þar á ferð. Tryggvi og fjölskylda hans seldu Magnúsi Jóhannssyni Brekku árið 1943. Húsið var áfram notað sem íbúðarhús allt þar til sjávarútvegsfyrirtækið Borg keypti efri hæð hússins árið 1981 undir verbúð. Árið 1984 var verbúðinni breytt í Veitingahúsið Brekku og ári síðar var byggt við húsið og í þeirri mynd er húsið í dag. kk@frettabladid.is Hrísey að Greifahöllina. Tólf manna hópur frá bandarísku kvikmynda- fyrirtæki kom hingað til lands í fyrra til að mynda efni fyrir heimildarmynd um líf á öðrum hnöttum. Furðulegar geimverur í íslenskri náttúru er eitthvað sem líta má í heimildarmynd sem sýnd hefur verið á Discovery Channel að undanförnu. Í fyrrasumar kom hingað til lands tólf manna hópur frá Evergreen films í Los Angeles. Ætlunin var að taka upp bakgrunn fyrir vísindaskáldsögulega heim- ildarmynd um geimskip sem sent er í annað stjörnukerfi þar sem fyrir finnst líf. Í þættinum er farið með áhorf- endur í sýndarveruleikaferð um plánetuna Darwin IV, tilbúna plánetu staðsetta 6,5 ljósárum frá jörðinni. Send eru ómönnuð för til plánetunnar sem eiga að finna og meta lífverurnar. Í þættinum svara nokkrir sérfræðingar og vísinda- menn spurningum um hvað gæti gerst ef líf fyndist á öðrum hnöttum og hvort í rauninni sé möguleiki á því. Ekki ómerkari menn en Stephen Hawking eðlisfræðingur, Michio Kaku strengjafræðingur og Jim Garvin aðalvísindamaður NASA koma fram í þættinum. Árni Páll Hansson hjá True North sá um að þjónusta kvik- myndatökumennina á Íslandi. „Þeir voru hér við tökur í hálfan mánuð á sunnanverðu landinu en aðallega í Landmannalaugum og á Vatna- jökli,“ segir Árni Páll, sem segir að Ísland hafi orðið fyrir valinu þar sem hér eru miklar víðáttur og lítill gróður. Þá líti stór hluti landsins beinlínis út eins og á framandi plánetu. Árni Páll hefur litið þáttinn augum og segir útkomuna glæsi- lega. Landið sé þó nánast óþekkjan- legt eftir alla tæknivinnuna en inn á bakgrunninn var tölvuteiknaður framandi gróður og dýralíf. Líklega muni þeir sem þekki svæðið þó kannast við sitt heimatún. „Tökurnar gengu gríðarlega vel,” segir Árni og voru erlendu kvikmyndagerðarmennirnir mjög ánægðir. Árni Páll segir þáttinn tæknilega mjög vel unninn. Ný tækni hafi verið notuð við tökurnar þar sem teknar voru stafrænar ljós- myndir í 360 gráðu hring og búin til nokkurs konar hálfkúla þar sem sýndarmyndavél var komið fyrir. Það skipti því sköpum að hafa mikla víðáttu og hreina náttúru. solveig@frettabladid.is VIÐ TÖKUR Ísland varð fyrir valinu þar sem hér eru miklar víðáttur og lítill gróður. Þar með þjónaði það vel sem bakgrunnur fyrir tölvuteiknaðar geimverur og gróður. Ísland er framandi pláneta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.