Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 16
Af endurskoðanda að vera virðist Halldór Ásgrímsson furðu illa að sér um fjármál sín. Hann hélt sérstakan blaðamannafund til þess að kynna plagg sem Ríkis- endurskoðun hafði tekið saman um að hann hefði í fyrsta lagi verið hæfur til að stýra sölu bankanna og að hann hefði í öðru lagi ekki komið nálægt þessari sölu. Þótt Halldór hefði að vísu verið í ráðherranefnd sem átti að stýra sölu bankanna þá hafi það verið viðskiptaráðherra sem bæði annaðist þessa sölu og bar ábyrgð á henni. Maður hlýtur þá að spyrja sig til hvers ráðherra- nefndin hafi verið – og hvers vegna Halldór hélt hinn fræga símafund með S-hópnum og Kaldbak (sem er félag KEA for- kólfa) til að sameina þessi gömlu Framsóknarveldi við kaupin á Búnaðarbankanum. Á blaðamannafundinum gerði Halldór grein fyrir eignarhlut sín- um og fjölskyldu sinnar í fyrir- tækinu Skinney-Þinganes – sem aftur á eftir krókaleiðum aðild að S-hópnum sem keypti Búnaðar- bankann með umdeildum hætti – en ekki leið á löngu áður en upp úr dúrnum kom að hluturinn var meiri en forsætisráðherrann sagði hann vera. Og komst upp vegna þess að Helga Hjörvar hug- kvæmdist á fundi fjárlaganefndar að spyrja út í eitthvert dularfullt félag sem enginn vissi hvað var á bak við. Áður höfðu þær upplýs- ingar að Skinney- Þinganes væri aðili að Hesteyri sem var aðili að S-hópnum fallið niður, að sögn vegna mistaka hjá Deloitte & Touche. Þótt ekki verði fullyrt að þessum upplýsingum hafi verið haldið leyndum þá verður því seint haldið fram að þær hafi leg- ið á lausu. Nú er Skinney-Þinganes kannski ekkert Fininvest og Hall- dór til allrar hamingju enginn Berlusconi. Að því er manni skilst er hér um að ræða arf í fjöl- skyldufyrirtæki og ráðherrann lætur á sér skilja að hann komi ekkert nálægt umsýslu þessa fjár, fylgist ekkert með því; hefur af- neitað því – en ekki losað sig við það. Svo lítið vill hann raunar af því vita að hann bregst ókvæða við þegar bent er á að þessi eign- arhlutur hans hefur orðið til þess að hann er flæktur í kaup á Bún- aðarbankanum sjálfur, að því er virðist gegnum rammflókið net ýmissa fyrirtækja sem mynda hinn dularfulla S-hóp – talar þá um að hann vilji að fjölskylda sín sé látin í friði, eins og hér sé ver- ið að hnýsast í viðkvæm einkamál viðkomandi með óviðurkvæmi- legum hætti. Eignatengsl forsætisráðherra við fyrirtæki sem kaupir banka af ríkisstjórn eru ekki viðkvæm einkamál. Ekki bætir stöðu ráðherrans það orð sem S-hópurinn hefur á sér. Þetta er í vitund fólks S-ið sem eftir stendur af SÍS þegar hafa fallið brott stafirnir fyrir „íslenskra“ og „samvinnufélaga“. S-ið fyrir „Samband“ stendur eitt eftir – samband gamalla SíS- og Framsóknarforkólfa um að tryggja áfram persónuleg völd sín og áhrif og greiðan aðgang að auðsuppsprettum gegnum póli- tísk ítök eftir hrun sjálfs Sam- bandsins. Þetta er S-hópurinn sem safnar saman molunum sem urðu eftir við hrunið. Og hefur gengið bærilega: Einkum var það mikill happafengur að komast í þá stöðu að verða nokkurs konar leppur fyrir Kaupþing þegar Búnaðarbankinn var seldur. Vera má að Halldór Ásgrímsson hafi í einhverjum ríkisendurskoðunar- skilningi verið „hæfur“ til að bera – eða bera ekki – ábyrgð á þessari sölu en hitt er hvað sem því líður staðreynd að hann á hlut í fyrirtæki sem kom að því að kaupa bankann. Hann er báðum megin borðsins – reyndar að eig- in sögn jafn mikið úti á þekju báðum megin. Halldór hefur löngum þótt trúverðugur og traustvekjandi maður – að minnsta kosti fram að því að hann tók þátt í að breiða út rétt- lætingarnar fyrir innrásinni í Írak – en samt sem áður hljótum við að spyrja hvort það nægi að hann segist ekki hafa komið ná- lægt sölunni og fylgist ekkert með því hvað komi út úr kaupun- um fyrir sig og sína. En biður fólk að láta fjölskyldu sína í friði. Eiginlega er það ráðgáta hvers vegna Halldór Ásgrímsson hefur ekki fyrir löngu síðan losað sig við eign sína í þessum fyrirtækj- um, því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gengur í gegnum pólitískar hremmingar vegna hennar. En það voru ekki fjölmiðl- ar sem flæktu fjölskyldu hans inn í þessi kaup – ekki einu sinni stjórnarandstaðan. Þetta er ekki skáldskapur vondra manna. Þetta snýst um grundvallaratriði í póli- tísku og efnahagslegu siðferði. Þetta snýst um hagsmuni – persónulega hagsmuni manns sem á að gæta almannahagsmuna. Nú getur vel verið að ráðherrann líti svo á að þessir hagsmunir fari vel saman – slíkt hendir löngum valdamenn – en það á ekki að vera komið undir ráðherrum sjálfum að meta slíkt heldur eiga að gilda um þetta almennar og altækar reglur. ■ Veikleikar í fjármálastjórninni hafa leitt til þess að út-gjaldaþróun fjölmargra fjárlagaliða er með þeim hættiað ekki verður við unað lengur,“ segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Það er fleira sem Ríkisendurskoðun hefur áhyggjur af. Hún segir að stund- um hafi forstöðumenn ríkisstofnana lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið erfitt að réttlæta í pólitískum skilningi. Af þessum sökum telji forstöðumenn sig því vera í góðri trú um að viðkom- andi ráðuneyti sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist. Gangi það ekki eftir geti stofnunin á endanum setið uppi með óviðráð- anlegan halla. Varðandi fullyrðingar Ríkisendurskoðunar sagðist sá sem mesta ábyrgð ber, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, ekki taka undir að þetta væri raunin þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans. „En ef svo er þá er það vítavert.“ Þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun bendi á fjölmörg atriði sem betur megi fara segir ráðherrann þetta: „En ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er.“ Þarna er kosið að nefna það jákvæða sem finnst en látið liggja að því að Ríkisendur- skoðun sé ekki endilega á réttri leið og settir fyrirvarar um gagnrýnina. Ráðherrarnir verða að bera ábyrgðina, alla ábyrgð og líka þá óþægilegu. Auk þess eru fjárlög og fjáraukalög ekki eitt og það sama. Flest ráðuneytin ná nokkurskonar jafnvægi í reksturinn með fjáraukalögum, sem er eftirá redding, redding sem oft kemur til eftir að tökin á fjármálunum hafa farið fjandans til. Þannig fékk forsætisráðuneytið, á ákveðnu tímabili, fimmtu hverja krónu sem notuð var eftirá, með seinnitíma reddingum. Þessu ómarkvissa stjórnun gerir þeim sem reka stofnanirnar erfitt fyrir. Þegar fjárveitingar eru minni en nauðsynlegt er til að stofnanir geti framfylgt þeim skyldum sem lög kveða á um, eiga forstöðumenn þeirra oft í vanda. Hvaða lög eiga þeir þá að brjóta, fjárlög eða lög sem kveða á um skyldur? Þeir segjast leita til ráðherranna, sem segja að betra sé að brjóta fjárlög en þau sem skerði þjónustu og komi sér illa pólitískt. Þannig er það. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjárlög séu ákveðin lög og þau beri að virða. „Það er náttúrlega orðið dálítið mikið þegar einstök ráðuneyti eru farin að fara um og yfir tíu prósent fram úr fjárlögum.“ Framkvæmdavaldið virðir ekki lögin og þess vegna verður gaman að sjá hvaða tökum þingið tekur lagabrjótana þegar það kemur saman að loknu sumarleyfi í október í vetur. ■ 27. júní 2005 MÁNUDAGUR MÁL MANNA SIGURJÓN M. EGILSSON Forstöðumenn ríkisstofnana segjast lattir til samdráttar sé hann pólitískt erfiður. Reddingar rá›uneyta FRÁ DEGI TIL DAGS fiannig fékk forsætisrá›uneyti› á ákve›nu tímabili fimmtu hverja krónu sem notu› var eftir á, me› seinni tíma reddingum. Miðasala í Skífunni, á event.is og í 575-1522 Randalínur í Valhöll Afmælishátíð Sambands ungra sjálf- stæðismanna var haldin í Valhöll í gær en þá varð sambandið 75 ára. Veglega var veitt af randalínum og sterkum kaffidrykkjum líkt og nútíminn væri 75 ára gamall. Borðin svignuðu undan veitingum og höfðu elstu menn að máli að svo vel hefði ekki áður verið veitt. Afmælishátíðin féll þó í skuggann af þeirri umræðu gesta að senn líður að því að íhaldsamari öfl taki forystuna í sambandinu og byggi upp nýjan veru- leika, ef til vill meira í takt við liðna tíma. Af meintu jafnræði Framsóknarmenn og Vinstri grænir stagla töluvert á því að jafnræði eigi að vera með framboðsmálum hjá flokkun- um sem bjóða fram á Reykjavíkurlist- anum. Þessu eru hins vegar ekki allir sammála. Bent er á að Alþýðuflokkur- inn hafi árið 1994 aðeins fengið einn mann á R- listann enda var fylgi hans í Reykjavík á þeim tíma svo lítið að flokknum varð frekar umhugað að hafa lítil áhrif í stórum R-lista heldur en engin. Pétur Jónsson fékk þá fjórða sæti listans en næsti maður varð svo í níunda sæti. Þannig var jafnræðið. Álíka sterkur og bjór Og viðræðunefnd R-listans fundar í kvöld sem fyrr. Framsóknarmenn virð- ast gera hvað sem er til að bjóða fram undir merkjum listans enda löngu ljóst að fylgi flokksins í Reykjavík er langt neðan við valdauppbyggingu meirihlut- ans í borginni. Framsókn fer með for- mennsku í Orkuveitunni, íþrótta- og tómstundaráði, hefur forseta borgar- stjórnar og þar mætti lengi telja. Þá er forsætisráðherrann og félagsmála- ráðherra þingmenn Reykjavíkur auk þess sem einn þing- maður til viðbótar er frá flokknum í Reykjavík. Allt þetta fyrir minna en fimm prósent. bergsteinn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG HALLDÓR OG S-HÓPURINN GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Eignatengsl forsætisrá›herra vi› fyrirtæki sem kaupir banka af ríkisstjórninni eru ekki vi›- kvæm einkamál. Ófró›ur endursko›andi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.