Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 64
Hjallakirkja í Kópavogi var vígð á páskadag 11. apríl 1993 af herra Ólafi Skúlasyni biskupi og var fyrsti sóknarprestur hennar séra Kristján Einar Þor- varðarson. Kirkjan er teiknuð af Hróbjarti Hróbjartssyni en hljómburðarfræð- ingur kirkjunnar er Stefán Einarsson í Gautaborg. Kirkjan rúmar 200 til 300 manns í sæti. Skírnarfonturinn og prédikunarstóll eru eftir Hróbjart en í stað altaristöflu er stór kross. Gólfið er lagt með íslensk- um grásteini og stólarnir úr ljósri eik klæddri ís- lensku ullaráklæði. Safn- aðarheimilið er ábyggt, en þar er skrifstofuálma og tveir salir. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og org- elið er tæplega 30 radda og smíðað af Björgvini Tómassyni. Sóknarprestur er séra Íris Kristjánsdóttir og prestur séra Sigfús Kristjánsson. „Ég á mér nú ekkert draumahús og hef ekki spáð mikið í hvernig hús mig langar í,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal þegar hún er spurð um draumahúsið sitt. „Ef ég verð einhvern tímann svo heppin að eignast einbýlishús finnst mér skipta mestu máli að það sé ná- lægt fjölskyldu minni og vinum. Ég vil frekar vera nálægt fjölskyldunni en í flottu húsi.“ Aðspurð um hvort draumahúsið sé ekki á Húsavík segir Birgitta að svo sé ekki. „Nú er fjölskylda mín flutt í bæinn þannig að ég hugsa að ég vilji frekar búa hér. Þau fluttu einmitt suður til að vera nær fjölskyldunni og sættu sig við að selja stórt einbýlishús fyrir norðan fyrir minna hús hér. Ég hugsa að ég myndi gera það sama.“ Þótt Birgitta eigi ekkert sérstakt draumahús dreymir hana um að eiga stóran garð. „Það væri algjör draumur. Ég þarf ekki að hafa stórt í kringum mig en mig langar að hafa fallegan garð við húsið mitt, hvort sem það verður í náinni fram- tíð eða bara í ellinni.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT BIRGITTA HAUKDAL Birgittu þykir mikilvægara að vera nálægt fjölskyldunni en í fallegu húsi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Langar í stóran garð HJALLAKIRKJA SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 22,37% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Hefurðu endurfjármagnað lán vegna íbúðarkaupa á þessu ári? 77,63% Ætlar þú að smíða pall í sumar? SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 6/5- 12/5 13/5- 19/5 20/5- 26/5 27/5- 2/6 3/6- 10/6 10/6- 15/6 Höll risin við Brúartorg Sparisjóður Mýrasýslu vígði nýtt hús í gær. Það stendur við norðurenda Borgarfjarð- arbrúar. Hið nýja hús Sparisjóðs Mýra- sýslu er teiknað og hannað af teiknistofu Ingimundar Sveins- sonar. Það er 1170 fermetrar að stærð á tveimur og hálfri hæð. Húsið er að hluta til glerhöll en að innan ber mikið á tré í innrétting- um. Þarna á að geta farið vel um þá 28 starfsmenn sem vinna hjá fyrirtækinu. Það hefur dágott útsýni yfir umferðina á Brúartorginu. Fyrsti afgreiðsludagur sparisjóðsins í nýja húsinu var sl. föstudaginn og að sögn Gísla Kjartanssonar, sparisjóðsstjóra var stanslaus straumur í stofnunina. Mikið var líka um dýrðir í gær þegar húsið var vígt og margir komu að skoða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Í SA K 132 188 119 204 189 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.