Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 14
Er íbúal‡›ræ›i a› vakna til lífs? Flestir eru sammála um a› kosningar um skipu- lagsmál á Seltjarnarnesi hafi veri› farsæl lausn á umdeildu máli. Frétta- bla›i› ræddi vi› tvo bæjarstjóra og borgar- fulltrúa um íbúal‡›ræ›i. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að þrátt fyrir annmarka geti íbúalýðræði verið farsælasta leiðin til þess að komast að endanlegri niðurstöðu um mál sem sterkur ágreiningur er um og segir kosningarnar á Seltjarnar- nesi dæmi um slíkt. „Tillögur meirihluta bæjarstjórnar mættu mikilli mótstöðu og þá var málinu komið í annan farveg og skoðað upp á nýtt. Bæjar- stjórnin steig í raun og veru frá málinu og leyfði öðrum að koma sínum tillögum að sem að lokum höfðu betur.“ Árni segir þó alls ekki gefið hvenær eigi að grípa til beins lýðræðis. „Menn þurfa að gera sér grein fyrir hvert hlutverk kjörinna fulltrúa er og hvenær þeir eiga að stíga frá málum. Fyrir það fyrsta þarf þátttaka að vera yfirgnæfandi og úrslitin skýr. Til dæmis er lítið lýðræði ef það er 50 prósent þátt- taka og annar hópurinn vinnur með litlum mun. Þá held ég að það sé betra að kjörnir fulltrúar af- greiði málin með sínum hætti.“ Borgarbúar kjósi um samgöngur Björk Vilhelmsdóttir, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans, segir að kosningarnar á Seltjarnarnesi séu eftirtektarverðar og jafnvel til eftirbreytni. „Íbúalýðræði er alltaf að þróast. Nokkur ár eru síðan kosið var um flugvöllinn og þó sú kosning hafi ekki verið full- komin var hún vissulega mikil- vægur áfangi á leiðinni til beinna lýðræðis. Þó alltaf sé deilt um útfærslur veit ég ekki til þess að nokkur borgarfulltrúi hafi sett sig upp á móti íbúalýð- ræði sem slíku.“ Íbúalýðræði á víða við að mati Bjarkar, sérstaklega í velferðar- og skólakerfinu, fólk virðist þó hafa mestan áhuga á skipulagsmálum. Björk segist vilja að næsta mál sem almenningur í Reykjavík og nágrannasveitafélögum ætti að hafa sitt að segja sé samgöngu- mál. „Ég vil spyrja borgarbúa um áherslur í samgöngumálum, það er hvort við eigum að tryggja al- menningssamgöngum frekari for- gang á kostnað einkabílsins og gera þær að raunverulegum val- kost eða eigum við að fjölga akreinum við Hringbrautina upp í tíu, eins og útlit er fyrir að verði að gera ef einkabílum fjölgar eins og þeir hafa verið að gera. Í þessu máli vil ég að rödd almennings fái að heyrast.“ Ætti að vera oftar beitt „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að æskilegt sé að grípa oftar til beins lýðræðis, s é r s t a k l e g a þegar um er að ræða af- mörkuð mál,“ segir Tryggvi H a r ð a r s o n , bæjarstjóri á Seyðisfirði. T r y g g v i segir það jafn- vel sérstaklega æskilegt að yfirvöld heyri afstöðu íbúa. „Sá málaflokkur snýr oft að út- færslum á nánasta umhverfi fólks og grundvallaratriði og í slíkum tilfellum tel ég það ekki verra ráð en hvað annað að láta fólkið sjálft kjósa.“ Tryggvi segir það hins vegar deilumál hvenær ástæða sé til þess að grípa til þessa úrræðis, en hafi fólk tiltölulega skýra valkosti ætti framkvæmdin að vera tiltölulega einföld. Þá bendir Tryggvi á að stór hópur fólks líti svo á að hann hafi litla möguleika til að hafa áhrif á umhverfi sitt og með þessari leið sé reynt að koma til móts við þann hóp. „Hvort sá hópur verði ánægðari með ákvarðanirnar sem eru teknar er allt annar handleggur. En það ber þá að minnsta kosti ábyrgð á þeim.“ ■ LÁRUS BJARNASON Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð Úrlausn mála fyrr á fer›inni NÝSKRÁNINGAR Í FRAMHALDSSKÓLA SPURT & SVARAÐ 14 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Þegar útlendingur frá landi utan EES kemur til Íslands til að vinna þarf hann að fá atvinnu- leyfi. Hins vegar er öllum íbúum á EES- svæðinu frjálst að koma hingað til lands að vinna án þess að þurfa til þess sérstakt leyfi. Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun sjá um framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga. Vinnumálastofnun gefur leyfið út Ströng skilyrði eru um það hverjir eigi kost á því að fá atvinnuleyfi. Tímabundið atvinnu- leyfi er veitt atvinnurekanda til þess að ráða útlending til starfa að uppfylltum þeim skil- yrðum og gefur Vinnumálastofnun leyfið út en tilkynnir allar leyfisveitingar til Útlendinga- stofnunnar. Meðal þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla áður en atvinnuleyfi er gefið út er að fyrst hafi verið leitað að starfsmanni hér á landi í starfið, að fyrir liggi undirritaður ráðningarsamningur sem er samkvæmt ís- lenskri vinnulöggjöf og kjarasamningum, að starfsmaðurinn sé tryggður af atvinnurekanda og að atvinnurekandi ábyrgist heimflutning starfsmannsins verði hann af einhverjum ástæðum óvinnufær. Atvinnurekandi fer svo með atvinnuleyfið fyrir hönd útlendingsins og fellur leyfið úr gildi ef útlendingurinn missir vinnuna. Refsiákvæði „Vinnumálastofnun er heimilt að afturkalla at- vinnuleyfi ef útlendingur eða atvinnurekandi hefur við umsókn, gegn betri vitund, veitt rangar upplýsingar eða leynt atvikum sem hefðu getað haft verulega þýðingu við leyfis- veitinguna og ekki er lengur fullnægt skilyrð- um fyrir veitingu atvinnuleyfis eða það leiðir að öðru leyti af almennum stjórnsýslu- reglum,“ segir í lögum um atvinnuleyfi fyrir útlendinga. Ef lögin eru brotin eru viðurlögin sekt eða fangelsi í allt að sex mánuði hafi at- vinnurekandi veitt rangar eða villandi upp- lýsingar við umsókn atvinnuleyfisins. Hins vegar ef atvinnurekandi er með útlending í vinnu sem ekki hefur atvinnuleyfi varðar það sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Leyfi› í höndum atvinnurekanda FBL GREINING: ATVINNULEYFI FYRIR ÚTLENDINGA fréttir og fró›leikur Heimild: Hagstofan Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 Ti lboðsverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.43 Internetnotkun Íslendinga á aldrinum 65 - 74 ára SVONA ERUM VIÐ 33% 2002 2003 2004 29% 31% 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Nýlokið er nýskráningu nemenda í framhaldsskóla landsins, en lögum samkvæmt eiga allir sem útskrifast úr grunnskóla að vori rétt á fram- haldsskólavist að hausti. Þannig skýrist nú í byrjun vikunnar hvaða nemendur hafa hvergi fengið skóla- vist og menntamálaráðuneytið reynir að hlutast til um mál þeirra. Hvernig gengur nýskráningu nemenda í Menntaskólann við Hamrahlíð? Búið er að vinna úr umsóknum og fyrir helgi voru póstlögð svör til nemenda um hvort þeir fái skólavist eður ei. Þurfti að vísa mörgum frá þetta árið? Hingað bárust mikið fleiri umsóknir en við gátum tekið við í skólann. Við gátum tekið um 240 nemendur inn, en umsóknir voru um 370 til 380 þar sem nemendur voru með skólann sem sitt fyrsta val. Hefur vinnulag breyst við skráninguna frá því í fyrra? Núna var efnt til meira samráðs af hálfu menntamálaráðuneytisins og það held ég að hafi skilað sér og í heildina gengið betur að vinna úr umsóknum. Ferlinu er hins vegar ekki lokið fyrr en allir hafa fengið viðunandi úrlausnir og ég á von að það gerist fyrr en í fyrra. ÁRNI SIGFÚSSON Mikilvægt að kjörnir fulltrúar viti hvenær þeir eiga að láta málin í hendur al- mennings. BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Telur borgarbúa eiga að kjósa um áhersl- ur í almenningssam- göngum. TRYGGVI HARÐARSON Fólk vill meiri möguleika til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.