Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 4
4 27. júní 2005 MÁNUDAGUR FÍB fer yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur: A›ildarleysi FÍB árétta› DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja- víkur hefur sýknað Samkeppnis- ráð af kröfum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og þrota- bús Alþjóðlegrar miðlunar ehf., sem bauð um tíma bifreiðatrygg- ingar. FÍB og þrotabúið vildu fá felldan úr gildi úrskurð úrskurð- arnefndar samkeppnismála frá því í fyrra. Þar var FÍB og félag- inu synjað um gögn þar sem þau áttu ekki aðild að málum. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir verið að fara yfir dóminn og ákvörðun- ar um áfrýjun sé að vænta á næstu vikum. Hann kvaðst sem fyrr undrandi á að FÍB skyldi, sem almannasamtök, ekki vera talið eiga hagsmuni að málinu. FÍB og Alþjóðleg miðlun vildu í upphafi fá afhent gögn sem lágu til grundvallar úrskurði Sam- keppnisráðs um samráð trygg- ingafélaga. „Sigur hefði í för með sér að stjórnvöld þyrftu að taka upp fyrri ákvarðanir og þarf væntan- lega ákveðinn kjark hjá dómara til þess að taka ákvörðun um það,“ segir Runólfur og telur ekki útilokað að kjarkinn sé að finna í Hæstarétti. „Að minnsta kosti eru fleiri dómarar um hituna þar.“ -óká MÓTMÆLI „Það er lokað fyrir öll skynfæri fanganna í Guant- anamo-fangelsinu á Kúbu með eyrnahlífum, rykgrímum og augnhlífum, svo eru þeir látnir sitja þannig í hnipri í allt að 45 mínútur. Við vildum leyfa fólki að kynnast því hvernig það er að verða fórnarlamb slíkra að- ferða. Svo getur fólk spurt sig sjálft að því hvort um pyntingar sé að ræða,“ segir Jón Þór Ólafs- son, forsvarsmaður aðgerð- ahópsins innan Amnesty International, sem stóð fyrir uppákomunni á Austurvelli í gær en 26. júní er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnarlömbum pynt- inga. Jón segir að um 25 manns hafi kynnst aðferðum Banda- ríkjastjórnar af eigin raun á Austurvelli í gær. Viðstöddum gafst kostur á að skrifa undir áskorun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Banda- ríkjastjórn gefi leyfi sitt til að fram fari rannsókn á öllum ásökunum um illa meðferð á föngum í Guantanamo og að hin- ir ábyrgu verði látnir svara til saka komi í ljós að í fangelsinu sé notast við ólöglegar aðferðir. Meira en 70 manns skrifuðu undir áskorunina og heldur und- irskriftasöfnun áfram á næst- unni. Áskorunin verður í kjöl- farið send til íslensku ríkis- stjórnarinnar. „Meginkrafa Amnesty er að þeir sem bera ábyrgð á pynting- unum verði látnir svara til saka; að Amnesty eða svipuð samtök fái að skoða aðstæður í þessum fangabúðum og að eftirlitsfull- trúi SÞ fái óheftan aðgang að búðunum, í samræmi við alþjóð- legan samning sem bannar pynt- ingar, en honum hefur hingað til verið neitað um aðgang. Fjórða krafan er að þeir sem eru í haldi vegna stríðsins gegn hryðju- verkum fái réttláta málsmeð- ferð fyrir dómsstólum, og að þeir verði leystir úr haldi ef engar ákærur liggja fyrir að því loknu. Síðasta krafan er að Gu- antanamo verði lokað,“ segir Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, um kröfur nýs samræmds átaks Amnesty gegn pyntingum í heiminum sem hófst formlega í gær. ingi@frettabladid.is RÚSTIR EINAR Írakar safnast í kringum brak bíls sem var sprengdur í borginni Samarra í gær. Níu létust í árásinni. Sjúkrahúsið í Neskaupstað: Snei›mynda- tæki a› gjöf SJÚKRAHÚS Hollvinasamtök Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaup- stað gáfu nýverið sjúkrahúsinu tölvusneiðmyndatæki af full- kominni gerð. Um tvo mánuði tók að koma tækinu fyrir þar sem brjóta þurfti niður veggi og samræma rými. Ekki hefur enn verið ráð- inn geislafræðingur að FSN en unnið er úr myndgreiningum á hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Mikill sparnaður felst í því að þurfa ekki að senda sjúklinga norður eða suður til sneiðmyndatöku, en árlega hafa verið sendir um 500 sjúklingar í slíka meðferð. - eg Rice skorar á Ísraela: Ekki frekari landtökur JERÚSALEM, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefur beint þeim til- mælum til Ísraelstjórnar að hún hætti að stækka landtöku- byggðir gyðinga á vesturbakka Jórdanar. Hún segir að Bandaríkja- stjórn ekki samþykkja nýjar byggðir gyðinga á svæðum Palestínumanna. Þetta tjáði hún ísraelskum stjórnvöldum ný- verið í heimsókn sinni þar en stjórnvöld greindu frá þessu í gær. Ísraelsk stjórnvöld eru því á milli steins og sleggju enda há- værar kröfur landtökumanna um að fá að leggja undir sig meira landsvæði. ■ VEÐRIÐ Í DAG KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,92 66,24 120,15 120,73 79,58 80,02 10,68 10,75 9,97 10,03 8,45 8,50 0,60 0,61 96,41 96,99 GENGI GJALDMIÐLA 24.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 112,16 +0,09% Íslendingar til Palestínu: Fimm flegar skrá›ir HJÁLPARSTARF Hjá félaginu Ísland- Palestína er enn tekið við um- sóknum um vist í alþjóðlegum æskulýðsbúðum í Nablus 20. júlí til 5. ágúst. Þegar hafa fimm verið skráðir. Í búðunum, sem palestínsku læknahjálparsamtökin (UPRMC) standa að, tekur fólk á aldrinum 20 til 35 ára þátt í sjálfboðastarfi í gömlu borginni, flóttamanna- búðum og þorpum í kringum Nablus. Þátttakendur greiða sjálfir fargjaldið til Palestínu, en UPRMC sér um húsnæði og veita 100 evrur í styrk fyrir mat og öðru tilfallandi. Í tilkynningu fé- lags Íslands-Palestínu segir einnig að í undirbúningi sé þátt- taka í alþjóðlegri kvennaráð- stefnu í Jerúsalem dagana 12. til 16. ágúst. -óká TÆKIÐ SKOÐAÐ Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og Hannes Þór Baldursson virða tækið fyrir sér. ERLENT FLUGVÉL SNÚIÐ VEGNA HNÍFS Flugvél frá American Airlines sem lagði upp frá Chicago á leiðinni til Rómar var snúið við eftir að farþegi fann lítinn hníf um borð. Hnífurinn fannst um klukkustund eftir flugtak og var hann í poka sem innihélt teppi og kodda. Viðsnúningur- inn var af öryggisástæðum samkvæmt talsmanni flug- félagsins því ekki var vitað hvernig hnífurinn komst í pokann. SKYNLEYSI Fólki sem var á Austurvelli í gær gafst kostur á að kynnast þeim aðferðum sem Bandaríkjastjórn notar á fanga sína á Kúbu en þær ganga út á að loka fyrir öll skiln- ingarvit fanganna. RUNÓLFUR ÓLAFSSON Runólfur, sem er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segir niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur í kærumáli samtakanna á hendur Samkeppnisráði nokkur von- brigði. Verið er að skoða mögulega áfrýjun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Mótmæltu pyntingum Íslandsdeild Amnesty International mótmælti yfriheyrslua›fer›um Bandaríkjastjórnar í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu me› uppákomu á Austurvelli í gær. Gestir og gangandi gátu sett sig í spor fanganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.