Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 19
3MÁNUDAGUR 27. júní 2005 Alvöru gasgrill Ryðfrítt alvöru gasgrill - engar málamiðlanir! Perfectglo gasgrillið fæst hjá ECC Skúlagötu 63 - Sími 511 1001 - Opið 10-18                   ! """ Grindvíkingar framleiða amerískt parkett fyrir íslenskar aðstæður Geo Plank í Grindavík notar íslenska orku til að þurrka við og hefur aðferðin vakið mikla athygli. „Parkettið er í raun aukabúgrein hjá okkur,“ segir Stefán Jónsson, framleiðslustjóri Geo Plank. „Við sérhæfum okkur mestmegnis í svokölluðum iðnaðarspóni sem við flytjum út til Svíþjóðar. Þetta er há- gæðavara sem hingað til hefur að- eins fengist í Ameríku. Nú erum við farnir að vinna ameríska viðinn hér og það er hagkvæmara fyrir Svíana að kaupa við frá Íslandi en að láta flytja hann alla leið frá Ameríku. Geo Plank notar íslenska orku til að þurrka viðinn og hefur aðferðin vakið töluverða athygli. „Við notum heita vatnið til að þurrka harðvið- inn og það hefur gefist mjög vel. Parkett sem er framleitt annars staðar hentar kannski ekki alveg fyrir íslenskt rakastig. Hér er loft- ið kalt og þurrt og við reynum að þurrka viðinn niður í það rakastig sem hentar húsum á Íslandi.“ Geo Plank hefur þegar flutt tölu- vert magn af iðnaðarspóni úr landi og parkettframleiðslan gengur vel. „Nú erum við að vinna parkett fyrir stórt hús í Kópavogi sem verður um 300 fermetrar. Það er fyrsta stóra verkefnið en við höfum selt fjölmörgum einstaklingum parkett til að leggja heima hjá sér,“ Segir Stefán. „Sumir eru með sérþarfir og vilja kannski fá kvistlaust parkett eða einhvern sérstakan lit sem ekki er til annars staðar. Þar sem við vinnum viðinn frá grunni getum við orðið við slíkum óskum. Við eigum líka töluvert af parketti á lager sem hægt er að kaupa tilbúið, til dæmis hnotu. Hún hefur reyndar verið svo vinsæl að okkur hefur gengið hálfilla að koma á fót almennileg- um lager. Hann tæmist alltaf.“ ■ Geo Plank sérhæfir sig í amerískum viðar- tegundum svo sem hnotu, eik, kirsuberjaviði og hlyni. Olíuborin eik. Parkettið er unnið úr há- gæðaviði frá Ameríku sem er þurrkaður og unninn í Grindavík. Notuð er íslensk orka til að þurrka viðinn og hefur hún vakið töluverða athygli. Viðurinn er þurrkaður niður í það rakastig sem hentar íslenskum húsum. Margir heyja baráttu við mosann á hverju sumri meðan öðrum þykir mosinn fallegur og njóta þess að leggjast í sólbað í mjúka mosabreiðu. Kalk er besta ráðið gegn mosanum Mosi getur verið til vandræða í görðum og margir eyða miklum tíma í að berjast við mosa á hverju sumri. Ráðin eru mörg en kalkáburður virkar einna best. Eiríkur Ómar, garðyrkufræðing- ur hjá Garðheimum, segir að ýmislegt sé hægt að gera til að losna við mosa úr görðum. „Yfir- leitt er notað kalk til að vinna bug á mosa og það hentar vel. Best er að nota kornað kalk eða skelja- kalk en skeljakalkið virkar ekki eins fljótt. Kalkinu er þá stráð yfir garðinn um leið og áburður er borinn á,“ segir Eiríkur. Mosi þrífst best í súrum jarðvegi og með því að bera kalk á grasflöt- ina breytist sýrustigið og grasið nær yfirhöndinni. „Það þarf að kalkbera einu sinni á ári og þá er um að gera að bera góðan grasáburð á í leiðinni. Þrífosfat er gott til að styrkja grasið því það styrkir ræturnar og þá á mosinn erfiðara með að brjótast í gegn,“ segir Eiríkur. Nái maður ekki að bera kalk á í tæka tíð á vorin má alltaf reyna að tæta mosann upp. Eiríkur segir að það geti gefið góða raun og margir sái grasfræi í sárið til að hindra að mosinn komi strax aftur. „Annars nær maður aldrei að losna við mosa til frambúðar. Það er svo margt sem hefur áhrif. Raki er góður fyrir mosa og hann dafnar vel í skuggsælum görðum með háum trjám. Fann- fergi getur líka aukið mosavöxt,“ segir Eiríkur. ■ Hún mætir aftur næsta sunnudagsmorgun kl. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.