Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 8
1Hver er fráfarandi rektor Háskóla Ís-lands? 2Hvers lenskir eru þeir sem fóru hring-ferð um landið á vetnishjólum? 3Hversu hátt hlutfall Íslendinga notartölvu samkvæmt könnun Hagstofunnar? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Ahmadinejad nýkjörinn forseti Íran: Óbreytt kjarnorkuáætlun TEHERAN, AP Mahmoud Ahmadi- nejad, nýkjörinn forseti Írans, lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að kjarnorkuáætlun landsins yrði haldið áfram. Hann staðhæfði að kjarnorkan yrði þó aðeins notuð í friðsamlegum tilgangi. Stjórnvöld í Banda- ríkjunum fullyrða hins vegar að það sé tilgangur Írana að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Í ræðu sinni sagði Ahmadinejad að honum væri sama þótt Bandaríkin væru ósátt með kjör hans, að Íran þyrfti ekki á stuðningi Bandaríkjanna að halda til frekari uppbyggingar, upp- bygging í Íran myndi byggja á frelsi og mannréttindum fyrir alla. Ahmadinejad, sem er fyrr- verandi borgarstjóri Teheran, þykir afskaplega íhaldssamur og er full- trúi afla í Íran sem Vesturlöndum hugnast ekki. Stjórnmálaskýrendur segja margir að kjör hans geri það nær útilokað að Íran færist í átt til meira frjálslyndis. Hann þótti hins vegar standa sig með prýði á þessum fyrsta blaðamannafundi sínum eftir kjörið. ■ Fuglaflensusmit í Japan Meira en 800 hænsn hafa drepist úr fuglaflensu í Japan sí›an í apríl. Flensan kom einnig upp í landinu í fyrra en flá drápust meira en 300 flúsund fuglar. Smit fannst í manni í Japan í fyrra en enginn hefur látist flar. FUGLAFLENSA Fuglaflensusmit hefur greinst í hænsnum á bóndabæ í norðaustur Japan. Nú hafa allir flutningar á eggjum og fuglakjöti verið bannaðir frá svæðinu um stundarsakir þar til yfirvöld telja sig hafa tryggt að flensan breiðist ekki út. Bændur í nágrenninu hafa allir verið skyldaðir til þess að sótthreinsa hjá sér gripahús. Leit- að hefur verið að smiti á bæjum í nágrenninu en ekkert fundist. Meira en 800 hænsn hafa drepist á bænum síðan í apríl og hafa prófanir nú staðfest grun manna um að um fuglaflensusmit sé að ræða. Fuglarnir voru smitaðir með H5N2-af- brigði flensunnar sem er ekki jafn hættulegt og H5N1-afbrigðið, sem hef- ur orðið rúmlega fimmtíu manns að bana í Suðaust- ur-Asíu síðan 2003. Hirofumi Kurita, land- búnaðarráðherra Japan, sagði í gær að flensuaf- brigðið sem greindist í fuglunum sé ekki líklegt til að vera hættulegt mönnum. Engu síður hafa starfs- menn á býlum í nágrenninu verið skikkaðir í læknisskoðun til þess að ganga úr skugga um að smitið hafi ekki borist í menn. Um 300 þúsund fuglar drápust úr fuglaflensu í Japan í fyrra, eitt tilfelli greind- ist í manni en hann hef- ur náð bata. Haraldur Briem sóttvarnar- læknir segir að nokkur afbrigði af flensunni séu greinilega á ferðinni en munurinn felist í því að af- brigðin hafi mismunandi mótefna- vaka. Hann segir ekki fara neinum sögum af því að menn hafi smitast af því afbrigði sem núna fannst í Japan. „Maður getur ekkert fullyrt um að þetta afbrigði sé alveg skað- laust enn þá, það fer eftir því hvernig þetta þróast,“ segir Har- aldur. Enn annar stofn greindist í Hollandi í fyrra en þá veiktust 90 manns og einn lést. Haraldur segir að full ástæða sé til þess að vera á varðbergi gagnvart fuglaflensunni og að í hvert skipti sem fréttir berist af smiti séu það slæmar fréttir. Menn horfi til þess núna að reyna að koma í veg fyrir að flens- an breiðist út meðal manna, vel sé fylgst með öllum smitum til að reyna að kæfa faraldur í fæðingu. oddur@frettabladid.is Frábær ferðaleikur fyrir al la f jölskylduna omdu við á næstu Olís-stöð, fáðu stimpil í Ævintýrakortið og ævintýraglaðning! Yf ir 10 00 gl æ sil eg ir vi nn in ga r! Umsóknar- frestur fyrir skólaárið 2005-2006 rennur út þriðjudagur 5. júlí. LJÓSMYNDASKÓLI SISSU, Hólmaslóð 6 101 Reykjavík. GSM: 699 0162 www.ljosmyndaskolinn.is Hópslagsmál á Reyðarfirði: Lögreglan flurfti li›sauka HÆNSABÝLI SÓTTHREINSAÐ Hér bera verkamenn inn sótthreinsiduft sem er notað til þess að reyna að koma í veg fyrir að fuglaflensusmit berist á milli bæja. REYÐARFJÖRÐUR Slagsmál brutust út á dansleik í Félagslundi á Reyðarfirði aðfaranótt gærdagsins. Kalla þurfti á lögregluna á Fáskrúðsfirði til að aðstoða lögregluna á Eskifirði við að skakka leikinn. LÖGREGLUMÁL „Menn voru mikið að tuskast þarna. Það kom stór hópur af Ítölum frá Kárahnjúkum á ballið en venjulega koma þeir ekki hingað heldur fara inn á Egils- staði, en við þurftum ekkert að skipta okkur af þeim heldur ein- ungis af Íslendingum sem börðust innbyrðis,“ segir lögregluþjónn á Eskifirði um hópslagsmál sem brutust út á dansleik í Félagslundi á Reyðarfirði aðfaranótt sunnu- dagsins. Reyðarfjörður er í um- dæmi lögreglunnar á Eskifirði. Einn maður nefbrotnaði í slagsmálunum og margir fengu blóðnasir og sprungnar varir. Kallað var á lögregluna á Fá- skrúðsfirði til aðstoðar lögregl- unni á Eskifirði. „Við erum að fjölga lögreglu- mönnum hér á Eskifirði úr tveimur í fjóra því mannfjöldinn hér á svæðinu er orðinn svo miklu meiri en áður, vegna byggingar álversins á Reyðarfirði en starfs- mannabúðirnar sem standa á bæjarmörkunum eru gerðar fyrir 1800 manns,“ segir lögreglan á Eskifirði en um 700 manns búa á Reyðarfirði. -ifv HARALDUR BRIEM Full ástæða til að vera á varðbergi. MAHMOUD AHMADINEJAD Nýkjörinn forseti Írans talaði í gær á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir að hann var kjörinn. Hann þótti standa sig með prýði. Árekstur í Mývatnssveit: Tveir á sjúkrahús SLYS Harður árekstur varð á þjóðveginum við Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit í gær- morgun. Fólksbíll keyrði aftan á nærri kyrrstæðan fólksbíl á um hundrað km hraða að því er talið. Í bílunum voru fjórir far- þegar, allir erlendir, tveir Þjóð- verjar og tveir Austuríkismenn. Lögreglan á Húsavík flutti farþega bifreiðanna á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík en ökumennina sakaði ekki. Meiðsl farþeganna voru ekki alvarleg og voru þeir út- skrifaðir að lokinni skoðun. -ifv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.